Hvað eru eldur og logar?

Úr hverju er eldur eiginlega? Og af hverju eru logarnir rauðir?

BIRT: 14/02/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Með hitaáhrifum sínum og útliti virðist eldur nokkuð efnislegur og það er því vel skiljanlegt að grískir náttúruheimspekingar hafi til forna skilið eldinn sem einhvers konar efni, frumefni ásamt lofti, vatni og jörð. Það var heldur ekki alveg út í hött þegar þeir skiptu þessum frumefnum í þung og létt frumefni en loft og eldur töldust vera léttu frumefnin.

 

Eldur er nefnilega ekkert annað en lýsandi eða öllu heldur glóandi lofttegundir. Logi á kerti er stearín sem brennur og gufar upp og eldur í arni stafar frá lofttegundum sem losna úr brennandi eldiviði. Litur eldsins ákvarðast af hita brunans. Því heitari sem bruninn er, því bláleitari verða logarnir.

 

Glóðir eru oftast rauðar því hitinn er tiltölulega lítill. Eldur úr stút logsuðutækis er hins vegar bláleitur. Þótt logi á kerti sé mjög heitur, er hægt að færa fingur nokkuð hratt í gegnum hann án þess að brenna sig. Það sýnir einmitt að eldurinn er bara heitar gastegundir og þar með orka í útþynntu formi.

 

BIRT: 14/02/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Paul Bulai on Unsplash

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is