Alheimurinn

Úranus: Ísrisinn

Vissir þú að plánetan Úranus er sú pláneta í sólkerfinu sem er með kaldasta lofthjúpinn? Hér gefur að líta 10 áhugaverðar staðreyndir um Úranus.

BIRT: 07/02/2023

Úranus er gasrisi og hefur því ekki fast yfirborð. Ásamt Neptúnusi er samsetning gastegunda Úranusar nokkuð frábrugðin gastegundum Júpíters og Satúrnusar. Því eru Úranus og Neptúnus oft kallaðir ísrisar. Hér gefur að líta 10 áhugaverðar staðreyndir um Úranus.

 

1. Úr hverju er Úranus?

Úranus samanstendur einkum af vetni og helíum en þessi stóra bláa gaspláneta inniheldur einnig nokkuð af vatni, ammoníaki og metani.

 

Þvermál Úranusar er 50.724 km. Plánetan er þannig sú þriðja stærsta í sólkerfinu miðað við þvermál. Radíus Úranusar er 25.362 km og massi hans er 8.681 × 10^25 kg sem er 14 sinnum meiri en massi jarðar.

 

2. Fjarlægð til Úranusar

Fjarlægð Úranusar til sólar er um 3 milljarðar km sem er 19 sinnum lengra en fjarlægð jarðar til sólar. Þar sem Úranus er á braut um sólu sem er ekki alveg hringlaga, þá er fjarlægðin milli sólar og Úranusar breytileg. Fjarlægð frá Úranusi til jarðar er þannig á milli 2,5 milljarðar km og 3,1 milljarðar km.

 

Það tekur Úranus 84 ár að fara einn hring í kringum sólu. Hins vegar snýst Úranus afar hratt um öxul sinn. Einn sólarhringur á plánetunni er aðeins 17 klukkustundir.

 

3. Kaldasti lofthjúpurinn í sólkerfinu

Úranus er sú pláneta í sólkerfinu sem er með kaldasta lofthjúpinn en hitastigið í honum getur farið niður í mínus 224 gráður.

 

Lofthjúpur Úranusar samanstendur af 83% vetni, 15% helíum og 2% metan. Auk þess er þar að finna ammoníak, acetýlín, kolsýring, vatn og vetnissúlfíð.

 

4. Úranus liggur á hliðinni og snýst um sjálfan sig

Plánetan snýst um sjálfa sig rétt eins og aðrar plánetur en ólíkt öðrum plánetum snýst Úranus um öxul sem er nánast láréttur.

 

Fyrir vikið eru pólar Úranusar þar sem er miðbaugur á öðrum plánetum.

 

5. Hringir Úranusar

Úranus er, rétt eins og Satúrnus, umlukinn hringjum en það er erfitt að koma auga á flesta þeirra. Hringir Úranusar uppgötvuðust árið 1977.

 

Stjarnfræðingar telja að Úranus hafi alls 13 hringi og að þeir haldi formi sínu vegna svokallaðra smalatungla en til þessa hafa aðeins tvö slík tungl sést – Kordelía og Ófelía – þegar Voyager 2 flaug fram hjá Úranusi.

 

Árið 2007 tókst með hinum öfluga Keck II-sjónauka á Hawaii að greina hringi Úranusar frá hlið. Þær myndir sýna hringina eins og örmjó strik en það er einungis á 42 ára fresti hægt að greina þá með þessum hætti frá jörðu.

 

Athuganir hafa sýnt að hringirnir eru alls ekki óumbreytanlegir. Þegar myndir frá Voyager 2 sem flaug nærri Úranusi árið 1986, eru bornar saman við myndir frá Keck II, kemur í ljós að hringirnir sem eru næst yfirborði plánetunnar eru orðnir þéttari í sér og jafnframt að nú er til staðar efni á svæðum sem áður voru auð.

 

6. Úranus er einsleit pláneta

Eina könnunarfarið sem hefur sótt Úranus heim er Voyager 2 sem flaug nærri plánetunni árið 1986. Voyager 2 rannsakaði lofthjúp Úranusar og veðrakerfi sem myndast vegna liggjandi snúnings risans. Þá kom í ljós að vindhraðinn á Úranus getur orðið allt að 900 km/klst.

 

Myndir Voyager 2 sýna að Úranus er afar einsleit pláneta. Það grillir í þunnar skýjaslæður en þær eru langtum daufari en á hinum tveimur gasrisunum.

 

7. Tungl Úranusar

Úranus er með 27 tungl. Míranda, Aríel, Úmbríel, Títanía og Óberon eru þau fimm stærstu.

 

Stærsta tunglið Títanía er sundurskorið þvers og kruss af djúpum gjám.

 

8. Það rignir demöntum á Úranusi

Stjarnfræðingar telja að það rigni niður demöntum á Úranusi og Neptúnusi.

 

Vísindamenn frá Englandi, BNA og Tyrklandi hafa endurskapað aðstæður sem ríkja á Úranusi og Neptúnusi. Niðurstaða þeirra er sú að mögulega rigni demöntum á þessum tveimur stóru gasrisum.

 

Eins og áður hefur verið nefnt samanstendur lofthjúpur plánetanna einkum af vetni og helíum en þar er einnig umtalsvert magn af metani. Með því að pressa metan saman með þrýstingi sem nemur meira en 100.000 loftþyngdum og hita í meira en 3.000 gráður í sérstöku íláti tókst þessu teymi vísindamanna að gera metan fljótandi.

 

Þegar þeir lýstu síðan á vökvann með leysigeisla, mynduðust litlar svartar agnir. Þetta var kolefnið í metaninu sem var orðið að demöntum.

 

Vísindamennirnir telja að demantarnir falli eins og regndropar niður að miðju plánetunnar.

 

9. Fyrsta plánetan í nokkur þúsund ár

Breski stjarnfræðingurinn William Herschel uppgötvaði Úranus

Úranus er fyrsta plánetan sem uppgötvaðist frá því í fornöld. Menn þekktu þá þegar til fimm reikistjarna fyrir utan jörðina en þær eru Merkúr, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus.

 

Þann 13. mars, mörg þúsund árum síðar, fannst enn ein plánetan, þegar breski stjarnfræðingurinn William Herschel uppgötvaði Úranus.

 

10. Pláneta nefnd eftir konungi

William Herschel vildi nefna plánetuna í höfuðið á velunnara sínum, Georgi III Bretakonungi.

 

Aðrir stjarnfræðingar vildu frekar halda í þá hefð að nefna plánetur eftir guðum í rómverskum og grískum goðsögum.

 

Það var síðan hinn gríski guð Úranus, sjálfur himnaguðinn og faðir Satúrnusar sem varð fyrir valinu. Orðið Úranus er leitt af gríska orðinu „ouranus“ sem merkir „himnarnir“.

Rauntölur um Úranus

Radíus: 25.362 km Fjöldi tungla: 27 Fjarlægð til sólar: 2.871.679.082 km Hitastig á Úranusi: -216 °C

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: LONE DJERNIS OLSEN, MARIE WIUM

Shutterstock

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

Menning og saga

Frjálslyndar konur Egyptalands hneyksluðu alla

Menning og saga

Frjálslyndar konur Egyptalands hneyksluðu alla

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Maðurinn

Af hverju borðum við ekki gras?

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Vinsælast

1

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

4

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

5

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

6

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

1

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

2

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

3

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

4

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

5

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

6

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

Maðurinn

Þarmabakteríurnar  lækka líkamshitann

Heilsa

Lífsnauðsynlegt næringarefni sem lítið er vitað um

Maðurinn

Krullað hár kælir höfuðið

Tækni

Hvernig virkar C14-greining?

Tækni

Framtíðin séð í baksýnisspegli 

Menning og saga

Ólíkar þjóðir í Evrópu á ísöld

Náttúran

Hunangsfluguna skortir flugtækni

Tækni

Græna afleysingin fyrir Concorde 2025

Humar var hundafæða

Áður en humar fór að sjást á matseðlum fínna veitingahúsa flokkaðist hann undir lélegan dósamat og var jafnframt notaður sem áburður á akrana. Að því kom að skelfiskur þessi varð sjaldséður vegna ofveiða og þá ávann hann sér nýtt orðspor sem hnossgæti.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is