Alheimurinn

Vetrarbrautin full af svartholum

Röntgensjónaukinn Chandra hefur fundið 12 svarthol í innan við 3,3 ljósára fjarlægð frá miðju Vetrarbrautarinnar.

BIRT: 13/12/2024

Stóra svartholið í miðju Vetrarbrautarinnar er ekki eitt. Rannsókn ein bendir til að kringum það snúist allmörg smærri svarthol, sem gleypi í sig nálægar stjörnur.

 

Stjörnufræðingar hjá Columbiaháskóla í New York hafa grandskoðað myndir sem röntgengeimsjónaukinn Chandra hefur tekið síðustu tíu ár.

 

Öflugar röntgenuppsprettur afhjúpa svarthol

Vísindamennirnir geta nú greint mörg hundruð greinilega uppsprettur röntgengeisla, en 12 af þeim skera sig úr. Frá þeim stafar svo sterkri röntgengeislun að hún getur aðeins borist frá ofurheitu efni sem er á snúningi kringum svarthol.

 

Þessi 12 svarthol hafa orðið til úr mjög stórum stjörnum sem hafa brunnið út og fallið saman undan eigin þunga. Einungis stjörnur sem eru a.m.k. 25 sinnum þyngri en sólin geta endað sem svarthol.

 

Þessi nýfundnu svarthol eru rétt hjá miðju Vetrarbrautarinnar, eða innan 3,3 ljósára geisla (radíus).

 

Uppgötvunin styrkir nýjustu kenningu um stjörnuþokur, en samkvæmt henni eiga stjörnuþokur á aldur við Vetrarbrautina að vera hálffullar af svartholum, sem myndast hafa úr mjög þungum stjörnum og mörg þeirra eiga að færast nær miðjunni með tímanum.

 

Samkvæmt kenningunni ættu svartholin að skipta þúsundum og snúast um hið ofurþunga svarthol í miðju Vetrarbrautarinnar.

 

Risasasvarthol margmilljón sinnum þyngra en sólin

Það svarthol er margmilljón sinnum þyngra en sólin og að líkindum til orðið snemma í sögu Vetrarbrautarinnar. Æ síðan hefur það gleypt í sig efni og þannig þyngst enn meira.

 

Hin nýfundnu svarthol hafa verið nefnd stjörnumassasvarthol vegna upprunans. Þetta eru þó aðeins dvergar í samanburði við svartholið í miðjunni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© Giphy

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hver var starfi geisjunnar?

Lifandi Saga

Hvenær var skaðsemi reykinga upgötvað?

Náttúran

Eru hýenur skyldar köttum?

Maðurinn

Hvernig er hægt að reykja alla ævi án þess að fá krabba?

Heilsa

Rannsókn sem náði yfir 10 ár: Einfaldur vani sem getur bætt svefninn

Náttúran

Getur þallín drepið?

Náttúran

Heilasníklar breyta fórnarlömbum í viljalausa uppvakninga

Lifandi Saga

Frumbyggjar Norður-Ameríku lögðu undir sig slétturnar með hjálp hesta

Jörðin

Gerðir eldstöðva – Fáðu yfirsýn yfir mismunandi gerðir eldfjalla og eldstöðva

Lifandi Saga

Skrímslið í Loch Ness neitar að deyja.

Náttúran

Hvað eru hiti og kuldi?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.