Maðurinn

Vísindamenn græða  mannsheilafrumur í rottur

Mannsheilafrumur sem vaxa og starfa í höfði rottuunga geta rutt brautina fyrir nýjungar í meðferð geðsjúkdóma.

BIRT: 04/07/2023

Þroskafrávik og sjúkdómar á borð við skítsófreníu, ADHD og einhverfu gætu orðið auðveldari viðfangs í framtíðinni vegna athyglisverðra tilrauna sem gerðar eru í Stanfordháskóla.

 

Þar hafa vísindamenn grætt heilafrumur manna í heila 100 nýfæddra rottuunga. Inni í höfuðkúpunni þroskast frumurnar og starfa þannig að það minnir á mannsheila.

 

Vísindamennirnir segja þetta opna möguleika á nýrri þekkingu á geðsjúkdómum, þroskaröskunum og um leið bættum aðferðum til meðhöndlunar, en þeir hafa nú birt niðurstöður sínar í vísindatímaritinu Nature.

Vísindamenn komu heilafrumum mannsins (upplýst) fyrir í þeim hluta heilabarkarins þar sem skynjun eins og snerting, sársauki og hitastig eru skráð.

Ræktuðu heila

Vísindamennirnir ræktuðu örsmá módel af mannsheila í rannsóknastofu og notuðu til þess stofnfrumur sem geta þróast í hvaða frumugerð sem er.

 

Með nákvæmri stýringu tókst að fá frumurnar til að mynda mismunandi gerðir heilafrumna, sem á tveimur mánuðum tengdust og mynduðu vef sem minnir á ysta lag heilans, heilabörkinn.

 

Þessum örheilum var svo sprautað inn í höfuðkúpuna á 2-3 daga gömlum rottuungum, en heilinn er móttækilegastur fyrir mótun á svo ungum aldri.

 

Örheili óx hratt

Á skömmum tíma mynduðu rottuheilarnir æðar sem færðu mannsheilafrumunum næringu og boðefni.

 

Einnig mátti sjá að á sex mánuðum uxu mannafrumurnar svo mikið að þær tóku um þriðjung af rúmmáli annars heilahvelsins í rottunum.

 

Stjórnuðu rottunum

Eftir um tveggja vikna þjálfun tókst á fá rotturnar til að framkvæma tilteknar aðgerðir, svo sem að sjúga túttu til að fá vatn. Þetta var gert með því að senda blátt ljós til mannsfrumnanna með ljósleiðara.

 

Það kom líka í ljós að mannsheilafrumurnar sendu boðefni til ýmissa átta, t.d. til að virkja skynhár rottnanna.

 

Vísindamennirnir segja það munu valda straumhvörfum ef í framtíðinni verður unnt að prófa ný lyf á örheilum sem græddir hafa verið í aðrar lífverur.

 

Með því móti verður auðveldara að sjá hvernig heilafrumurnar vinna saman og hafa áhrif á einstakar frumur til að fylgjast með því hvernig slík stjórnun hefur áhrif á atferli dýranna.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

© Stanford University/ Pasca Lab

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.