Jörðin

5 mýtur um endurvinnslu á sorpi „Ódýrara að framleiða nýtt en að endurnýta“

Endar eitraður úrgangur okkar í þriðja heiminum? Getur borgað sig að endurnýta úrgang? Vísindin hafa svarið!

BIRT: 18/12/2022

„Gæðin minnka við endurvinnslu“

Ál og járn er hægt að endurnýta nánast að öllu leyti, því unnt er að flokka málmana á mjög nákvæman hátt með hliðsjón af eðlismassa eða bræðslumarki.

Að hluta til satt

 

Mjög misjafnt er hversu auðvelt reynist að endurvinna ólík efni. Frumefni á borð við ál og járn er unnt að flokka nákvæmlega með hliðsjón af eðlismassa og bræðslumarki sem gerir kleift að endurnýta bæði þessi efni svo gott sem 100 prósent.

 

Sem dæmi má nefna að um 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið gegnum tíðina, er enn í notkun.

 

Þegar aðrar tegundir úrgangs eiga í hlut er erfitt að komast hjá því sem kallast niðurvinnsla en það felur í sér að gæðin rýrna í hvert sinn sem efnið er endurnýtt. Þetta á m.a. við um pappír en eiginleikar hans ráðast af lengd pappírstrefjanna sem styttast, þynnast og linast þegar pappírinn er notaður aftur og aftur.

 

Að meðaltali er einungis unnt að nýta trefjarnar í framleiðslu á pappa þegar pappírinn hefur verið endurunninn sjö sinnum.

„Hættulegur úrgangur endar í fátæku löndunum“

Úrgangur, m.a. úr sér gengin skip frá ríkum löndum, endar oft ævidaga sína í fátækustu löndum heims. Í Bangladesh fullnægja skip þessi um 20% af stálþörf landsmanna.

Að hluta til satt

 

Alþjóðleg viðskipti með úrgang velta milljörðum. Flutningurinn á sér jafnan stað frá ríku löndunum til hinna fátækari og mikið magn umhverfisskaðlegs, hættulegs eða eitraðs úrgangs frá Vesturlöndum endar á öskuhaugunum í Austur-Asíu eða Afríku.

 

Árið 2018 fengu Kínverjar sig fullsadda og neituðu m.a. að taka við meiri plastúrgangi nema hann væri flokkaður niður í hreinleika sem næmi minnst 99,5% sem gerði það að verkum að unnt væri að endurnýta plastið.

 

Allt frá árinu 2021 hafa nýir alþjóðasamningar enn fremur takmarkað tækifæri ríku landanna til að flytja út sorp til fátækari landa.

 

Verslun með úrgang, einnig úr sér gengin skip, er þó enn ábótasöm fyrir móttökulöndin.

 

Vinnan við að brjóta niður skipin getur hins vegar reynst lífshættuleg þeim sem við það starfa.

 

Skipin eru oft rifin í Bangladesh og Indlandi og þau sjá þessum tveimur löndum fyrir 20 og 10 hundraðshlutum þess stáls sem hvort land um sig hefur þörf fyrir.

„Endurvinnsla svarar ekki kostnaði“

Úrvinnsla liþíums úr málmi krefst gríðarlegs vatnsmagns sem dælt er upp úr jarðveginum. Námureksturinn veldur lækkun grunnvatns og leiðir af sér aukna eyðimerkurmyndun.

Ósatt

 

Endurvinnsla á sorpi getur oft verið ábótasöm.

 

Þetta á einkum við um endurvinnslu á málmi sem er auðvelt að flokka og auðga og þetta á fyrst og fremst við um ál: Endurvinnsla þess krefst einungis fimm hundraðshluta þeirrar orku sem þörf er fyrir þegar vinna á nýtt ál.

 

Umhverfið græðir að sama skapi á endurvinnslu en útreikningar sýna t.d. að ef Bandaríkjamenn auka endurnýtingu á gleri úr 33 upp í 50 prósent, þá myndi koltvísýringslosunin svara til þess að um 300.000 bensínbílar hyrfu af vegunum.

 

Markmiðið með endurnýtingu kann jafnframt að vera það að skilja eftir í jarðveginum takmarkaðar birgðir efna, svo sem eins og sjaldséðar jarðvegstegundir, á borð við neódým og praseódým, fyrir afkomendur okkar. Þessar sjaldséðu jarðvegstegundir eru mikilvægir hlutar af m.a. hálfleiðurum sem notaðir eru í stafrænni tækni.

 

Endurvinnsla kann að sama skapi að draga úr mengandi eða auðlindafrekum námurekstri.

 

Úrvinnsla á málminum liþíum sem notaður er í rafhlöður í nánast öllum tölvum, símum og rafmagnsbifreiðum, krefst t.d. óheyrilegs magns af vatni.

„Rusl nýtist best í græna orku“

Lífkol samanstendur af yfir 65 % kolefni og má nota til að bæta landbúnaðarjarðveg. Lífkolið bindur einnig mikið magn af koltvísýring sem annars hefði sloppið út í andrúmsloftið.

Mestmegnis ósatt

 

Langflestar tegundir heimilisúrgangs henta betur í nýframleiðslu en til orkuframleiðslu.

 

Unnt er að endurnýta um 90% af þurrum úrgangi, í líkingu við gler, málm, pappír og plast, sé hann flokkaður og meðhöndlaður á réttan máta.

 

Blautan úrgang, á borð við matarleifar, er hins vegar hægt að nýta í framleiðslu á orku, t.d. lífrænu gasi. Úr 12 kg af blautum úrgangi er unnt að framleiða viðlíka mikla orku og úr einum lítra af hráolíu.

Þrýstingur og varmi umbreyta fæðu í olíu

Með tækni sem nefnist jarðvarmaþétting er unnt að mynda eldsneyti sem að öðrum kosti hefði tekið milljónir ára að mynda.

1. Sorp hitað upp

Blautt lífrænt efni, svo sem eins og klóakleðja eða matarleifar, er hitað upp í 350 gráður og síðan er beitt á það 250 falt meiri þrýstingi en er á yfirborði jarðar í örfáar mínútur. Vatn, gas og þurrefni eru flokkuð frá.

2. Vetni hreinsar hráolíu

Efnið er síðan meðhöndlað með vetni sem binst umframmagni af súrefni, köfnunarefni og brennisteini sem síðan er flokkað frá. Útkoman verður hráolía sem er nánast alveg eins og sú náttúrulega.

3. Varmi flokkar eldsneyti

Hráolían er hituð upp og hún leiðir af sér ýmis efni við mismunandi hitastig. Bensín er flokkað frá við 65 gráður, þotueldsneyti við 200 gráður en aftur á móti dísel og húshitunarolía við 290 gráður.

Hægt er að beita tækni sem nefnd er hitasundrun á nánast öll efni sem fela í sér lífræn efnasambönd, meira að segja gúmmí úr gömlum hjólbörðum.

 

Áður en hitasundrun er beitt er úrgangurinn þurrkaður og mulinn smátt og síðan er hann hitaður upp í 400 til 800 gráður í skamma stund.

 

Útkoman verður annars vegar lífrænt gas eða lífræn olía og hins vegar svart duft sem kallast lífkol sem samanstendur af rösklega 65% kolefnis.

 

Lífkolum er unnt að dreifa á akra og bæta þar með til muna landbúnaðarjörð. Kolaði úrgangurinn bindur í sig mikið magn koltvísýrings sem að öðrum kosti hefði losnað út í andrúmsloftið. Hægt er að vega upp á móti 12% af árlegri koltvísýringslosun okkar með lífkolum.

„Erfitt að flokka plast“

Örplast eru örsmáar plastagnir sem eru innan við 5 mm á stærð. Flest örplast eru töluvert minna og sést ekki með berum augum.

Satt

 

Plast er sá úrgangur sem hvað erfiðast er að flokka. Fyrir vikið hefur einungis reynst unnt að endurnýta um níu prósent alls þess plasts sem framleitt hefur verið.

 

Af þeim 91 hundraðshluta sem eftir lifir hafa 12% verið brennd á meðan 79% hafa endað á ruslahaugum eða úti í náttúrunni þar sem plastið brotnar niður í sífellt smærri agnir og endar sem örplast.

 

Því smærri sem stykkin eru, þeim mun meiri vanda orsaka þau. Þau rata nefnilega inn í dýrin sem eru neðst í fæðukeðjunni. 

Hitageislun greinir efnafræði plastsins

Verkfræðingum hefur tekist að útbúa vélmenni sem nýtir hitageislun og þrýstiloft til að flokka úrganginn.

1. Plast brotið niður

Óflokkaður plastúrgangur frá neytendum er brotinn niður í minni einingar sama eðlis. Síðan er úrganginum dreift á færiband sem hreyfist á 10 km hraða á klst.

2. Úrgangurinn geislaður

Plastbitarnir eru geislaðir með nærinnrauðri hitageislun sem er ósýnileg mönnum. Plasttegundin ræður því hvernig geislarnir brotna og þannig er unnt að nota vélina til að greina sundur tegundirnar.

3. Þrýstilofti skotið úr byssum

Upplýsingar um plasttegundirnar berast áfram í nokkrar þrýstiloftsbyssur á enda færibandsins. Byssunum er beint að plaststykkjunum og þannig er unnt að flokka plastið eftir tegundum, t.d. PP, PS eða ABS.

Þegar svo stærri dýr éta þessi dýr safnast plastið fyrir í síauknu hlutfalli, einnig í fæðunni sem við mennirnir leggjum okkur til munns. Í mars 2022 kunngjörðu vísindamenn að þeir hefðu í fyrsta sinn rekist á örplast í lungnavef lifandi manns.

 

Vandamálið með plast er að um er að ræða alls sjö megingerðir, með ólíka efnasamsetningu. Sem dæmi má nefna að flöskur sem hafa að geyma drykkjarvörur eru iðulega gerðar úr pólýetýlenterefþalati, á meðan plastpokar eru framleiddir úr plóýprópýleni.

 

Greina þarf allar tegundirnar frá hverri annarri og sömuleiðis alla litina, áður en unnt er að umbreyta plastinu í kornótt efni sem nýju afurðirnar eru gerðar úr.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

© Shutterstock. © Ken Ikeda Madsen.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hanukkah: Kraftaverkahátíð gyðinga

Náttúran

Hvað eru eldur og logar?

Náttúran

Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Alheimurinn

Hvað eru norðurljós?

Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is