Eftir andlát eiginmanns síns tók Sirimavo Bandaranaike við völdum á Sri Lanka.
5. Sirimavo Bandaranaike var fyrst
Sri Lanka, forsætisráðherra 1960 – 65, 1970 – 77, og 1990 – 2000.
Bandaranaike tilheyrði búddísku yfirstéttinni á Sri Lanka, sem hét þá Ceylon. Þegar eiginmaður hennar var myrtur árið 1959 tók hún við formennsku Sri Lanka Freedom Party og ári síðar var hún kosinn forsætisráðherra fyrst kvenna. Hún stýrði landinu alls þrisvar sinnum: 1960 – 65, 1970 – 77, og frá 1990 fram að andláti sínu árið 2000.
Benazir Bhutto á kosningfundi árið 1986.
4. Benazir Bhutto – í fótspor föðurins
Pakistan, forsætisráðherra 1988 – 90 og 1993 – 96.
Árið 1988 varð Benazir Bhutto, þá 35 ára gömul, fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann í múslímsku landi, Hún var dóttir fyrrum forsætisráðherra Pakistans, Zulfikar Ali Bhutto, sem var settur af árið 1977 og síðar tekinn af lífi. Benazir Bhutto leiddi ríkisstjórnina árin 1988 – 90 og aftur 1993 – 96.
Hún var myrt á kosningafundi árið 2007 af herskáum íslamistum.
Indira Gandhi í rökræðum við gagnrýnanda árið 1963.
3. Indira Gandhi – myrt af lífverði sínum
Indland, forsætisráðherra 1966 – 77 og 1980 – 84.
Fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Indlands stýrði landinu frá 1966 – 77 og aftur frá 1980 – 84. Hún var dóttir Jawaharlal Nehru, sem leiddi landið eftir að það fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1947.
Hún barðist fyrir veraldlegu og nútímavæddu þjóðfélagi, en fékk einnig mikla gagnrýni fyrir stjórnsemi og spillingu.
Pólitísk og trúarleg átök einkenndu þetta nýja sjálfstæða ríki. Árið 1984 var Gandhi myrt af líferði sínum, sem var síki. Hann var að hefna þess að herinn hafði ráðist inn í hof síka og stráfellt þar marga menn.
Golda Meir heldur ræðu í London árið 1976.
2. Golda Meir – varð að segja af sér eftir októberstríðið
Ísrael, forsætisráðherra 1969 – 74.
Fyrsti og eini kvenkyns forsætisráðherra Ísraels fæddist árið 1898 sem Golda Macovitz í núverandi Úkraínu, sem tilheyrði þá rússneska keisaradæminu. Hún flutti árið 1922 til Palestínu. Hún var virk í ísraelíska verkamannaflokknum og gegndi ýmsum ráðherrastöðum áður en hún varð forsætisráðherra. Golda Meir var talin dugmikill og ákveðin leiðtogi, sem naut alþjóðlegrar virðingar. Fyrrum forsætisráðherra, David Ben Gurion, er sagður hafa kallað hana „eina karlmanninn í ríkisstjórninni.“
Eftir októberstríðið var hún gagnrýnd fyrir ýmislegt sem fór miður í stríðinu, sem endaði með því að hún sagði af sér árið 1974.
Margaret Thatcher var þekkt fyrir að gera engar málamiðlanir og þykir einn áhrifamesti breski stjórnmálamaðurinn á 20. öld.
1. Margaret Thatcher – járnfrúin
Stóra – Bretland, forsætisráðherra 1979 – 90.
Hin íhaldsama Margaret Thatcher koms til valda í Stóra – Bretlandi árið 1979 og sat sem forsætisráðherra í 11 ár, lengur en nokkur annar breskur stjórnmálamaður á 20. öldinni.
Afdráttarlaus stjórn hennar varð til þess að hún fékk viðurnefnið „Járnfrúin“ og var það viðurnefni komið frá sovétskum blaðamanni.
Pólítík hennar – sem pólitískir andstæðingar kölluðu Thatcherisma – gekk m.a. út á að draga úr opinberum umsvifum, lækka skatta og takmarka völd verkalýðsfélaga. Hún leitaðist jafnframt við að auka áhrif Breta um heim allan.
Sigur Breta á Argentínu í Falklandseyjastríðinu árið 1982 elfdi þjóðernisstolt Breta og jók á hróður hennar. Árið 1990 neyddist hún til að segja af sér vegna megnar óánægju innan eigin raða.