Máttu konur taka þátt í Ólympíuleikunum?

Til forna höfðu grískar konur eigin íþróttakeppni - Heraia - aðeins fyrir konurnar.

BIRT: 19/06/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

 

Ólympíuleikar til forna voru trúarhátíð þar sem einungis karlmenn fengu aðgang – bæði sem þátttakendur og áhorfendur.

 

Konur gátu þó öðlast örlítinn þátt í leikjunum með einum hætti: Með því að eiga hestakerru sem tók þátt í veðhlaupum.

 

Princessan Cynisca frá Spörtu vann tvisvar sinnum þegar hestakerra hennar kom fyrst yfir marklínuna árin 396 f.Kr. og 392 f.Kr. En reglurnar fólu í sér að hún fékk líklega ekki að vera á staðnum til að njóta sigursins.

 

Hins vegar höfðu konur sinn eigin íþróttaviðburð. Hinir svonefndu Heraia leikar voru nefndir eftir gyðjunni Heru og fóru einnig fram í Ólympíu.

 

Þar kepptu ungar ógiftar konur hver við aðra.

 

Konur kepptu í hlaupi

Minnst er á konuleikana í fyrsta sinn á fimmtu öld f.Kr. Heraia samanstóð einungis af kapphlaupinu Stadion þar sem keppt var í þremur aldursflokkum.

 

Kapphlaupið var einnig hluti af leikjum karlanna en vegalengd kvennanna var nokkru styttri. Og ólíkt körlunum hlupu konurnar ekki naktar.

 

Þær klæddust svonefndu Khiton sem huldi hluta líkamans en ekki hægri öxl og brjóst.

 

Þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir á ný í fyrsta sinn frá því í fornöld árið 1896 voru konur áfram útilokaðar.

 

En eftir mikla gagnrýni fengu konur að taka þátt frá árinu 1900 þó einungis í svokölluðum kvennaíþróttagreinum eins og tennis og reiðmennsku. Smám saman fengu konur að taka þátt í fleiri keppnum.

 

MYNDBAND: Sjáðu 5 atriði sem hafa breyst þá og nú:

BIRT: 19/06/2023

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is