Search

Hver átti hugmyndina að táknunum fyrir karla og konur?

Táknin eru upprunnin úr líffræði sem er innblásin af stjörnufræði og þaðan innblásin af goðafræði.

BIRT: 23/05/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Tákn karla var hringur með ör sem vísaði upp á við á ská en táknið fyrir konur var hringur með krossi undir.

 

Táknin eiga bæði rætur að rekja til stjörnufræðinnar, þar sem þau tákna annars vegar Mars og hins vegar Venus.

 

Táknin stafa bæði frá tíma Rómarríkis og eru tengd guðunum Mars og Venus. Tákn Mars á að sýna rómverskan stríðsguð en hringurinn táknar skjöld hans og örin spjótið.

 

Táknið fyrir ástargyðjuna Venus sýnir spegil sem hún er iðulega látin bera í rómverskri goðafræði.

Stjörnufræðitákn

Sólin.

Allt aftur í fornöld Egypta var sólin sýnd sem hringur með punkti í miðjunni.

Merkúr

Talið er að táknið eigi að sýna vængjaðan hjálm rómverska guðsins Merkúrs ellegar staf hans.

Jörðin

Hringur með krossi í miðjunni var sólartákn á bronsöld en stjörnufræðingar notuðu það sem tákn Jarðar.

Venus

Tákn rómversku gyðjunnar Venusar sýnir spegil hennar. Þverstrikið á „höldunni“ er kristileg viðbót til þess að gefa til kynna kross.

Mars

Táknið sýnir vopn stríðsguðsins Mars, þ.e. skjöld hans og spjót.

Á 18. öld ákvað sænski grasafræðingurinn Carl von Linné að nota táknin tvö til að lýsa plöntum í líffræðiritum sínum. Allar götur síðan hafa þau verið notuð til að gefa til kynna kynin tvö.

BIRT: 23/05/2023

HÖFUNDUR: BUE KINDTLER-NIELSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Sbutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is