Search

Hvaðan kemur friðartáknið?

Friðartáknið er eitt mest þekkta tákn veraldrar en fáir vita að það er upprunnið hjá sæfarendum. Á meðan Arlo Guthrie spilaði á tónleikum árið 1969 var friðarmerkið teiknað á himinninn af flugmanni.

BIRT: 10/11/2021

LESTÍMI:

2 mínútur

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Friðartáknið er eiginlega tákn baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum. Táknið mótaðist í kjölfar mótmæla gegn kjarnorkuvopnum í London árið 1958.

 

Enski hönnuðurinn og myndlistarmaðurinn Gerald Holtom nýtti sér merkjaflöggin fyrir bókstafina N og D – sem styttingu fyrir „Nuclear Disarmament“.

 

Táknið birtist í fyrsta sinn í fjölmiðlum þetta sama ár þegar hópur aðgerðasinna sigldi inn á bandarískt yfirráðasvæði þar sem kjarnorkusprengjur voru prófaðar við Bikini-eyjar í Kyrrahafi.

 

Þeir mótmæltu notkun kjarnorkuvopna á svæðinu og höfðu fána með tákninu á bát sínum.

 

Frekari útbreiðsla táknsins átti sér einkum stað upp úr 1960 þegar bandaríski neminn og friðarsinninn Philip Altback heimsótti London.

 

Hann tók fullan poka af ýmis konar barmmerkjum með sér til Chicago. Altback dreifði þeim út í háskólanum í Chicago og taldi „Student Peace Union“ á að gera táknið að opinberu tákni samtakanna.

 

Tugþúsundir barmmerkja seldust í háskólanum um öll Bandaríkin á næstu árum. Meðan á Víetnamstríðinu stóð breiddist táknið til annarra friðarhreyfinga og varð sameiginlegt tákn fyrir friðarsinna.

 

peace-illustration

Merkjaflögg urðu friðartákn

Allir flotar heims styðjast við sama kerfi merkjaflagga og hver bókstafur í stafrófinu hefur eigið tákn. N og D voru notuð sem skapalón fyrir friðartáknið. Þeir standa fyrir „Nuclear Disarmament“

 

 

Birt: 10.11.2021

 

 

Bue Kindtler-Nielsen

 

 

BIRT: 10/11/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is