Lifandi Saga

Sarah Grimké: „Konur lifa lífi í leti og munaði“

Á 19. öld máttu giftar konur í Bandaríkjunum hvorki kjósa, eiga jörð né heldur mennta sig en jafnrétti myndi ekki einungis gagnast konunum, heldur jafnframt losa karlana undan þeirri ábyrgð að sjá fyrir húðlötum eiginkonum sínum, skrifaði kvenréttindakonan Sarah Grimké í bréfi til meðsystur sinnar.

BIRT: 07/09/2021

Menning – Sögulegt fólk

Lestími: 5 mínútur

 

Brookline, BNA, 1837

 

Kæra systir

 

Ég hef nú öðlast þekkingu á aðstæðum kvenna víðs vegar um heim.

 

Mér finnst miður að hafa varið tíma mínum til annarra hluta, því fyrir vikið hef ég ekki getað einbeitt mér í sama mæli að málefninu og ég hefði viljað.

 

Vonandi geta þær meginreglur sem ég kynni til sögunnar hér vakið athygli annarra kvenna. 

 

Sarah Moore Grimké

– Var uppi:

1792-1873.

 

– Hverrar þjóðar:

Bandarísk.

 

– Starf:

Rithöfundur, fyrirlesari og pólitískur aktívisti.

 

– Hjúskaparstétt:

Ógift.

 

– Þekkt fyrir:

Grimké gerðist snemma andstæðingur þrælahalds. Hún kom skoðunum sínum á framfæri í greinum og fyrirlestrum. Hún hélt m.a. ræður til stuðnings Lincoln forseta meðan á þrælastríðinu stóð (1861- 1865). Grimké bætti síðan kvenréttindum á stefnuskrá sína og hún er talin vera forsprakki baráttunnar fyrir kosningarétti kvenna.

 

 

Ég hefst handa með nokkrum athugasemdum um aðstæður kvenna í mínu heimalandi.

 

Áður fyrr var það hlutskipti mitt að eltast við fiðrildi ásamt dætrum fína fólksins.

 

Konum í þeim heimi lærist að líta á hjónabandið sem einu leiðina til að komast áfram í lífinu og í þeirra augum er sá eiginleiki að vekja athygli karlmanns með töfrum það mikilvægasta sem lífið hefur upp á að bjóða.

 

,,Í flestum fjölskyldum eru stúlkur ekki truflaðar ef þær eru að baka köku en séu þær að lesa horfir málið öðruvísi við”.

Sarah Grimké.

Konur sem ekki umgangast fína fólkið, sökum skorts á menntun eða annarra hluta vegna, eru að sjálfsögðu langtum stærri hópur.

 

Engu að síður eru konur af þeirri stétt aldar upp við þá hugmynd að tilgangurinn með lífi þeirra sé að halda heimili fyrir eiginmanninn og að gera honum lífið létt.

 

Viðhorf þetta endurspeglast í menntunarleysinu sem einkennir stúlkurnar og þau takmörkuðu úrræði sem í boði eru til að örva heila þeirra að skóla loknum.

 

Í flestum fjölskyldum eru stúlkur helst ekki truflaðar ef þær eru að baka köku eða útbúa búðing en séu þær að lesa horfir málið öðruvísi við.

 

Láttu þér ekki detta í hug að ég sé að gera lítið úr húsmóðurstarfinu. Öðru nær. Í mínum augum er víðtæk þekking á heimilishaldi órjúfanlegur hluti af menntun konunnar.

 

Athugasemd mín snýr eingöngu að því að menntun okkar skuli einvörðungu snúast um matseld og handverk. Vonandi á sá tími eftir að renna upp þar sem konur þurfa ekki að verja mörgum klukkustundum í að undirbúa „fagurlega skreytt borð“.

 

Mín von er sú að menn geti séð af slíku athæfi og þess í stað hvatt eiginkonur sínar til að verja tíma í andlegan þroska, jafnvel þótt það hafi í för með sér að þeir verði stöku sinnum að láta sér nægja bakaðar kartöflur eða brauð og smjör.

 

Ég tek því undir orð rithöfundarins sem skrifaði að konum bæri að hafa aðgengi að þeirri bestu menntun sem karlmönnum stendur til boða. Að undanskilinni stærðfræði og fornbókmenntum eða líkt og umræddur rithöfundur skrifaði:

 

„Sýnið mér hóp vel menntaðra, frómra mæðra og systra og ég mun standa fyrir byltingu í landinu, bæði siðferðislegri og trúarlegri, með skjótvirkari hætti en ef ég hefði yfir að ráða tvöfalt eða þrefalt fleiri körlum með sömu menntun“.

 

„Konur líta á það sem skyldu sína að eyða peningunum sem menn þeirra strituðu við að þéna“.

Sarah Grimké

 

Greinilegt er að konur eru álitnar körlum óæðri og auk þess sem að framan greinir sést það einnig á því sem skiptir verkalýðinn svo miklu máli, já, og í raun alla sem verða að vinna fyrir fæðu sinni, hvort heldur er með starfi hugans eða handarinnar.

 

Hér á ég að sjálfsögðu við það hvernig störf kvenna og karla eru metin að verðleikum. Karlkennari fær ætíð hærri laun fyrir kennsluna heldur en við á um kennslukonur.

 

Þannig er þessu farið í öllum starfsgreinum; sem dæmi má nefna að klæðskeri fær tvisvar til þrisvar sinnum meira fyrir að sauma vesti eða buxur heldur en kona, þó svo að verk beggja séu nákvæmlega jafn góð.

 

Í þeim starfsgreinum sem einvörðungu konur starfa í, er tími kvenna aðeins metinn að hálfu miðað við tíma karlanna.

 

Þvottakona erfiðar alveg jafn mikið og verkamaður í sögunarmyllu eða kolaverkamaður en fær þó einungis í laun fyrir dagsverk sitt helminginn af því sem maðurinn fær.

 

Áður en ég lýk við þetta bréf neyðist ég til að nefna hvaða kosti jafnrétti hefði í för með sér fyrir bæði karla og konur.

 

Margar konur hafa lifað lífinu í leti og hóglífi, þar sem mennirnir hafa séð fyrir þeim, bæði feður, eiginmenn og bræður.

 

Karlmenn hins vegar neyðast til að eyða lífinu á skrifstofum, í prentsmiðjum eða við erfiðisvinnu.

 

Eiginkonan og dæturnar aðstoða ekki við framfærslu fjölskyldunnar. Öðru nær. Þær líta á það sem vinnu að eyða peningunum sem karlmennirnir hafa þénað með svo miklum erfiðismunum.

 

Ef konur bæru hluta af þeirri ábyrgð sem felst í að sjá fyrir sér og fjölskyldu sinni yrðu þær viljasterkari og bæru meiri virðingu fyrir sjálfum sér.

 

Þá hefðu þær jafnframt meiri samkennd með eiginmönnunum en nú er raunin, samkennd sem þær létu í ljós í orði og á borði.

 

Meðbræður okkar hafna hugsanlega kenningum mínum, þar sem þeir telja þær ganga í berhögg við almenna skoðun og þær særa jafnvel stolt þeirra.

 

Ég held, hins vegar, að jafnrétti gerði þeim gott og að þeir eigi eftir að öðlast þá skoðun, þótt síðar verði, að konur á jafningjagrundvelli séu margfalt dýrmætari en konur sem eru þeim óæðri.

 

Sarah Grimké

 

Eftirmáli

Bréf og greinar Söruh Grimké mynduðu grunninn að fyrstu stefnuyfirlýsingu bandarísku kvenréttindahreyfingarinnar, Seneca Falls yfirlýsingunni sem var færð í letur árið 1848.

 

Bandaríski hæstaréttardómarinn og femínistinn Ruth Bader Ginsburg (1933-2020) leit á Söruh sem fyrirmynd sína og vitnaði iðulega í hana.

 

 

Birt: 07.09.2021

 

 

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Vinsælast

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

3

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

4

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

5

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

6

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

1

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

2

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

3

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

4

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

5

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

6

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Náttúran

Loftslagsfyrirbrigði gæti aukið bráðnun í norðri

Maðurinn

Mjúki maðurinn gengur í arf

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Heilsa

Kynin bregðast ekki eins við yfirvofandi áfalli

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Vísindamenn leiða í ljós hvað gerist í heilanum þegar við deyjum

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Í spænsku borgarastyrjöldinni lifði hermaður nokkur það af, líkt og fyrir kraftaverk, að fá byssukúlu gegnum heilann. Eftir þetta gat hermaðurinn lesið dagblöðin á hvolfi. Atburðurinn veitti vísindamönnum nýja innsýn í starfsemi heilans.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is