Maðurinn

Karlmenn langar að kynnast greindum konum – eða hvað?

Margir karlmenn segjast laðast að greindum og vel menntuðum konum en í raun réttri er til vísindaleg sönnun þess að þeir meina það ekki.

BIRT: 25/02/2023

Menn sem eru í konuleit eru að öllu jöfnu ekki sérlega spenntir fyrir konum með mikla menntun og góða greind og kjósa þess í stað oft konur með minni menntun. Tilhneigingin verður enn greinilegri ef konurnar reynast vera greindari en mennirnir sjálfir.

 

Í tilraun einni sem gerð var í Hollandi árið 2021 útbjuggu vísindamenn alls 12 gabblýsingar á konum sem þeir svo birtu á þekktri stefnumótasíðu þar í landi.

 

Einstaklingarnir á bak við tilbúnu mannlýsingarnar, alls sex konur og sex karlar, voru allir um þrítugt, reyktu ekki og í góðu líkamsástandi. Munurinn var einungis fólginn í því hversu laglegir einstaklingarnir voru og hversu mikilli menntun þeir höfðu yfir að ráða.

 

Alls 2.700 sakleysingjar sem höfðu áhuga á að kynnast tilvonandi maka, fengu skilaboð frá „gabbmannlýsingunum“ tólf.

 

Engan skyldi undra að laglegustu einstaklingarnir fengu flest svör, bæði frá körlum og konum en dæmið snerist hins vegar við þegar kom að menntuninni.

 

Gabblýsingar kvenna sem lokið höfðu „framhaldsskóla“ fengu 25% fleiri svör en konurnar sem sagðar voru vera með háskólamenntun, óháð því hvort karlarnir sjálfir voru vel menntaðir eða með litla menntun.

 

Munur á draumum og veruleika

Sex viðamiklar tilraunir sem gerðar voru í Bandaríkjunum árið 2015 leiddu í ljós að karlmenn voru oft ekki meðvitaðir um það sjálfir hverjar óskir þeirra væru hvað væntanlegan maka áhrærði.

 

Í fyrri hluta tilraunarinnar létu vísindamennirnir hóp karlkyns háskólanema taka stutt greindarpróf. Mönnunum var síðan tjáð að þeir ættu nú að hitta háskólanema af hinu kyninu sem væri annars staðar í byggingunni og hefði tekið sama próf.

 

Þegar karlarnir höfðu fengið prófniðurstöður sínar voru þeir spurðir hvort þá fýsti að hitta konur með meiri eða minni greind en þeir sjálfir höfðu yfir að ráða.

 

Bróðurpartur karlmannanna svaraði á þann veg að þeim fyndist áhugaverðast að kynnast konum sem hefðu yfir að ráða meiri greind en þeir sjálfir. Á þessu stigi vissu karlarnir ekki hvernig konurnar litu út.

 

Raunveruleikakönnun

Í næsta hluta tilraunarinnar var aftur lagt greindarpróf fyrir þátttakendurna og körlunum var aftur sagt að innar á ganginum væri að finna kvenkyns háskólanema sem væru að taka sama próf. Að þessu sinni fengu mennirnir þó að hitta konurnar.

 

Í þetta sinn urðu viðbrögð karlanna hins vegar allt önnur.

Karlmönnunum sem þátt tóku í tilrauninni var öllum sagt að þeir hefðu fengið 12 stig af 20 mögulegum á prófinu og að konurnar sem þeim byðist að hitta hefðu ýmist fengið 18 stig eða sex. Einkunnagjöfin var tilbúningur einn.

Karlarnir voru beðnir um að hafa með sér stól inn í salinn þar sem til stóð að hitta konurnar. Vísindamennirnir veittu því athygli að margir karlanna sem áttu að hitta konur með meiri greind staðsettu stóla sína annað hvort langt frá konunum eða þá færðu stólana frá þeim meðan á samtalinu stóð.

 

Niðurstaðan var sú að afstaða karla til greindra kvenna væri mjög jákvæð áður en til kastanna kom, á meðan þeir ímynduðu sér fund þeirra með konunum. Þegar hins vegar að úrslitastund kom leið körlunum oft líkt og þeir væru síður „karlmannlegir“ og sýndu hugsanlegu ástarsambandi jafnframt minni áhuga.

 

Á hinn bóginn voru stólarnir staðsettir nálægt þeim konum sem körlunum hafði verið tjáð að hefðu fengið lægri einkunn á greindarprófinu.

 

Gamaldags gildi fyrir ný kynjahlutverk

Útlitið skiptir sköpum hvað bæði kynin áhrærir. Rannsóknir hafa jafnframt leitt í ljós að vel menntaðar konur, andstætt við karlana, kjósa sér oft maka sem er með viðlíka menntunarstig og þær sjálfar eða jafnvel meiri menntun.

 

Konur mennta sig í síauknum mæli og vísindamenn draga þá ályktun að makaval karla og kvenna hafi ekki þróast í samræmi við þetta og að vel menntuðum konum reynist fyrir vikið stöðugt torveldara að kynnast maka.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: LISBETH JOHANNSEN

Storyblokcs,© Shutterstock / El Nariz

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is