Náttúran

Skógarmítillinn: Hættulegasta dýr Norðurlanda

Rök og hlý sumur eru kjöraðstæður fyrir fjölgun skógarmítla og jafnframt til að skapa þeim ákjósanleg lífskjör. Blóðsugu þessari fylgja tveir fylgispakir samsærisfélagar: TBE-veiran sem getur verið banvæn, svo og borrelia-bakterían sem valdið getur óafturkræfri lömun.

BIRT: 15/07/2023

Lítill svartur og rauður búkur á stærð við saumnálarhöfuð dansar með öllum átta fótum sínum ofan á heitum, sveittum bletti á húðinni. Síðan staðnæmist hann.

 

Því næst stingur hann tenntum sograna sínum, með hökum á, ofan í húðina til að slafra í sig streymandi blóð.

 

Skógarmítillinn er hættulegasta dýrið á Norðurlöndunum. Áætlað er að hann bíti um 200.000 Norðurlandabúa ár hvert. Vísindamenn telja jafnframt að dýrunum fjölgi þar á hverju ári.

 

Skógarmítill hefur verið mjög sjaldgæfur hér á landi en í kring um aldamótin hefur hann fundist æ oftar og í dag er hann að öllum líkindum talinn landlægur hér á landi.

 

Ástæðan er talin vera hækkað hitastig. Skógarmítlar þrífast nefnilega vel á rökum, hlýjum sumrum en önnur veigamikil ástæða er einnig sú að hýsill mítilsins, þ.e. dýrið sem hann lifir á, einkum hjartardýr og mýs, flytjast sífellt lengra norður á bóginn.

 

Ef marka má René Bødker, vísindamann við dýralækna- og húsdýravísindadeildina við Kaupmannahafnarháskóla, hefur skógarmítlum fjölgað gífurlega í Danmörku frá því um 1980. René telur þó ekki einungis veðrinu um að kenna.

Á árunum upp úr 1980 lifðu um 80.000 hjartardýr á Norðurlöndum. Í dag eru dýrin um hálf milljón talsins. Skógarmítlum hefur að sama skapi fjölgað gífurlega.

Sjaldan er ein báran stök

Skógarmítillinn er í sjálfu sér ekki hættulegur. Hins vegar getur hann sýkt fólk sem hann leggst á með tveimur sjúkdómum sem haft geta afar alvarlegar afleiðingar á heilsu okkar.

 

Í fyrsta lagi er um að ræða svokallaðan lyme-sjúkdóm sem á rætur að rekja til bakteríu sem nefnist borrelia burgdorferi. Baktería þessi getur haft í för með sér gigtarverki, hjartavöðva-, heila-, heilahimnu- og taugabólgu. Í versta falli getur hún leitt af sér ólæknandi lömun.

 

Í öðru lagi er um að ræða svonefnda TBE-veiru (tick borne encephalitis) sem einnig er þekkt undir heitinu „miðevrópsk heilabólga“ sem valdið getur lömun, heilaskaða, svo og dauða þegar verst lætur.

 

TBE-veiran breiðist út á ógnarhraða. Í mörgum Evrópulöndum hefur tíðni TBE-veirunnar aukist verulega. Ástandið náði hámarki árið 2018.

Fjöldi þeirra sem smitast hafa af TBE

Ekki er kunnugt um að neinn hafi sýkst af TBE  hér á landi.

 

Á árunum 2012-2016 smituðust 253 manns í Finnlandi. Þetta samsvarar 63 einstaklingum á ári.

 

Í Noregi greindust alls 47 smit á sama tímabili sem samsvarar 12 manns á ári.

 

Um þrír einstaklingar smitast ár hvert í Danmörku og oftar en ekki greinast smitin á Borgundarhólmi.

 

Flestir hinna smituðu búa hins vegar í Svíþjóð en það greindust hvorki meira né minna en 1.180 sýktir á árunum 2012-2016.

 

Heimild: Euro Serveillance, Statens Serum Institut
Landlæknisembættið

 

Rannsóknir hafa leitt í ljós að smitberarnir eru aðallega fullorðnir skógarmítlar og oftar en ekki er um að ræða kvendýr.

 

Til eru um 900 tegundir blóðmaura í heiminum. Þess má geta að aðeins ein tegund lifir í Danmörku en um er að ræða ixodes ricinus sem við á íslensku nefnum skógarmítil.

 

Hættan á að smitast af Lyme-sjúkdómi eða TBE-veiru er mest í sumarmánuðunum, frá júní til september.

 

Mítlar sýkjast af blóði úr músum

Lífsferill mítilsins er frá tveimur til fimm ára og felur í sér fjögur stig: egg, lirfu, gyðlu og fullvaxta dýr. Gyðlurnar smitast með borrelia og/eða TBE frá smituðum músum.

1
1 - Vor: Mítillinn lítur dagsins ljós
Eggin sem fullorðinn mítill verpir í skógarbotninum klekjast út.
2
2 - Sumar: Fyrsta fórnarlambið
Litlu nýklöktu mítlarnir, þ.e. lirfurnar, bíta sig fasta við fyrstu fórnarlömbin. Mjög oft er um að ræða mýs. Mýs geta verið sýktar með borrelia-bakteríum eða veiru sem færist yfir í lirfuna.
3
3 - Næsta vor: Frá lirfu til gyðlu
Næsta vor verða hamskipti hjá lirfunum og þær breytast í gyðlur sem andstætt við lirfurnar geta bitið og sogið blóð úr mönnum og stærri dýrum.
4
4 - Haust: Mítillinn verður fullorðinn
Gyðlan hefur enn og aftur hamskipti og mítillinn er nú fullvaxinn. Fullorðna dýrið getur einnig sogið blóð úr mönnum. Næsta vor verpir mítillinn svo eggjum og lífsferillinn lokast.
5
5 - Vor og sumar: Hættutímabilið
Hættan á að verða fyrir biti af völdum skógarmítilsgyðlu og fullorðins mítils er mest að vori og sumri til.

Fjöldi þeirra sem smitast af borrelíu

Borrelía lifir góðu lífi. Áætlað er að um 85.000 einstaklingar smitist ár hvert. Um 65.000 þessara smita eiga sér stað í Evrópu, langflest í Skandinavíu.

 

Sem betur fer hefur enginn tilvik verið staðfest hér á landi.

 

Meginþorri þeirra smitast í Svíþjóð, líkt og við á um TBE-smitin. Þar sýkjast 40-50.000 manns á hverju ári. Um tíu hundraðshlutar þeirra sem fá lyme-sjúkdóm í Svíþjóð veikjast af hættulegri taugabólgu.

 

Í Finnlandi fá um 1.900 manns lyme-sjúkdóminn ár hvert. Þar verða vísindamenn einnig varir við mikla aukningu lyme-sýktra.

 

Árlega veikjast um 150 manns í Danmörku af þessum lífshættulega taugasjúkdómi sem veldur lömun. Þó eru smitin í Noregi um það bil helmingi fleiri en í Danmörku.

 

Heimildir:  La Sapienza háskólinn á Ítalíu, Georgíuháskólinn í BNA og Turkuháskólinn í Finnlandi.

Þetta ber að gera …

Sé ætlunin að ganga um skóglendi yfir sumarmánuðina skal gæta þess að nota stíga, vera í gúmmístígvélum og kanna hvort mítilsbit greinast á húðinni (aðallega á rökum stöðum) þegar heim kemur.

 

Til eru mörg húsráð. Mörg þeirra eiga því miður ekki við nein rök að styðjast. Ef mítill hefur bitið sig fastan skal einfaldlega fjarlægja hann með flísatöng.

 

Engu máli skiptir þótt einhver lítill hluti verði eftir í húðinni. Hafi mítillinn verið í húðinni skemur en 24 klst. er yfirleitt engin hætta á að hann hafi borið borrelia-bakteríuna með sér.

 

Verði hins vegar vart við hringlaga roða kringum bitsárið einni til tveimur vikum síðar er hætt við að þú hafir engu að síður smitast. Í slíkum tilvikum skyldi leita læknis.

 

Læknirinn skrifar upp á sýklalyfjaskammt sem oft deyðir borrelia-bakteríuna. Lyme-sjúkdómur hefur því aðeins í för með sér lömun og lífshættu ef veikindin uppgötvast ekki fyrr en að tveimur vikum liðnum.

 

TBE-veiran veldur hins vegar smiti samstundis.

 

Ef þú verður fyrir biti, líða yfirleitt 10-14 dagar áður en hiti, þreyta og vöðvaverkir gera vart við sig. Þrír fjórðu þeirra sem verða fyrir TBE-smiti fá ekki önnur einkenni en þessi en hins vegar fær fjórðungur heilabólgu.

 

Engin lækning fyrirfinnst gegn TBE. Þó má geta þess að þeir sem ferðast oft til svæða þar sem mikil hætta er á TBE geta látið bólusetja sig.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: MICHAEL LEANDER

Shutterstock, © CDC, Lotte Fredslund

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

Lifandi Saga

„Pólskir riddarar réðust á þýska skriðdreka“

Náttúran

Finna skordýr sársauka?

Maðurinn

Heilaþvottur á að losa þig við versta óttann

Maðurinn

Sannleikurinn um heilabilun

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is