Tækni

Æðar í höndum virka svipað og fingraför

Innrauð mynd af hönd þinni dugar til að bera kennsl á þig með 99,8% öryggi.

BIRT: 06/01/2024

Æðamynstrið á handarbakinu er jafn einstaklingsbundið og fingraförin og því unnt að nota það til að bera kennsl á fólk.

 

Og nú hafa vísindamenn hjá háskólanum í Nýja Suður-Wales í Ástralíu þróað tæknina sem til þarf. Þeir taka innrauða mynd í háupplausn af æðunum og láta gervigreindartölvu þekkja mynstrið.

Á innrauðri mynd sjást æðar sem skýrt afmarkaðar. Mynstrið er einstaklingsbundið (innfelldar myndir).

Vísindamennirnir prófuðu tæknina í tilraun með því að taka alls 500 myndir af höndum 35 einstaklinga. Tölvan lærði því næst að bera kennsl á hvern og einn á grundvelli myndanna.

 

Eftir það greindi tölvan nýjar myndir af höndum sömu einstaklinga rétt í 99,8% tilvika.

 

Kemur í veg fyrir svindl

Nýja aðferðin getur orðið góð viðbót við aðrar kennsluaðferðir, svo sem fingraför eða andlitskennsl.

 

Fingrafaraskanna er hægt að plata með því að afrita fingrafar af sléttum fleti og sýna skannanum það í stað eigin fingurs. Á svipaðan hátt má gabba andlitskennslaforrit með ljósmynd en andlitskennsl hafa líka þann veikleika að virka mis vel eftir húðlit.

 

Æðaskanninn er alveg laus við slíka galla. Áströlsku vísindamennirnir segja auðvelt að setja upp slíkan skanna í farsíma og telja hann líka geta gagnast í vöktunarmyndavélum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens E. Matthiesen

© Syed W. Shah et al./IET Biometrics

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Blóðsugur leggja undir sig stórborgir heimsins

Náttúran

Hvaðan stafar saltið í Dauðahafinu?

Tækni

D-Vítamín er lykillinn að varnarkerfi líkamans

Lifandi Saga

Blóði drifið koffort kom upp um morðingja

Jörðin

Hvaða eldfjall er hættulegast?

Menning

Topp 5 / Hvaða eyjar eru þéttbýlastar?

Maðurinn

Hvað veldur saðningartilfinningunni?

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.