Af hverju eru drengir umskornir?
Umskurn drengja felst í því að fjarlægja yfirhúðina af getnaðarlimnum alveg eða að hluta.
Ástæðurnar geta verið ýmsar. Sums staðar er umskurn liður í trúarathöfn.
Umskurn lýst í Biblíunni
Sem trúarathöfn er umskurn lýst í Biblíunni þar sem Abraham gerir sáttmála við Guð og lofar að umskera öll sveinbörn þegar þau eru átta daga gömul – flestir gyðingar fylgja enn þessari reglu.
Meðal múslima er umskurn líka algeng en aldurinn er mismunandi eftir svæðum, allt frá frumbernsku til unglingsaldurs.
Umskurn útbreidd í Bandaríkjunum
Sums staðar er álitið að umskurn stuðli að hreinlæti og komi í veg fyrir kynsjúkdóma, þar eð bakteríur safnist undir forhúðinni.
Þetta er t.d. ein helsta ástæðan í Bandaríkjunum en þar er umskurn algengust á Vesturlöndum. Þar hafa heilbrigðissjónarmiðin þó mætt vaxandi gagnrýni á síðari árum, einkum vegna þess að fyrir kemur að aðgerðin misheppnast.
Í fornri menningu sumra Afríkulanda er forhúðin talin kvenlegt einkenni. Þar er umskurn því oft þáttur í karlmennskuathöfn.