Læknisfræði

Geta jurtir læknað sjúkdóma?

Verki, háan blóðþrýsting og ofnæmi má meðhöndla með efnum sem eru komin úr jurtum. Vísindamenn leita þess vegna stöðugt eftir nýjum lyfjum í náttúrunni – en í ákafanum við að finna ný virk efni geta þeir gleymt einni vísindalegri reglu: Engin áhrif eru einnig mikilvæg niðurstaða.

BIRT: 29/01/2024

Ský af sveppagróum blæs yfir akur með smjörgulum jóhannesarjurtum og leggst yfir lítil laufblöð jurtanna.

 

Innan tíðar taka gróin að vaxa inn á milli frumna laufblaðanna þannig að þau visna á fáeinum dögum.

 

En laufblöðin búa yfir leynilegu vopni. Í örsmáum kirtlum geyma þau kemíska varnarefnið hypericin sem tætir upp frumuveggi sveppanna og drepur þennan óboðna vágest.

 

Um leið og plantan verður vör við smitið eykur hún vöxt sinn – og það er bóndinn ánægður með.

 

Þetta kemíska vopn hefur hins vegar allt aðra virkni hjá mönnum þar sem þurrkuð laufblöðin eru seld undir gælunafninu „grænar hamingjupillur“ vegna þess hversu vel efnið virkar gegn þunglyndi.

Hvað eru jurtalyf?

Jurtalyf eru hlutar eða þykkni af plöntum – blöðum, rótum, blómum, berki og ávöxtum – sem eru notaðar til að lækna eða fyrirbyggja sjúkdóma. Notkun á jurtalækningum á sér sjaldnast grunn í þekkingu á innihaldi einstakra virkra efna, heldur öllu frekar í alþýðlegri reynslu manna af ágæti þeirra.

Og jóhannesarjurtin er ekki undantekning í þessum efnum. Vísindamenn hafa einangrað mörg hundruð þúsund efnasambönd sem plöntur nota til að verja sig gegn utanaðkomandi árásum.

 

Fjölmörg þeirra hafa augljós líffræðileg áhrif meðan verkun margra annarra styðst einungis við jákvæðar munnmælasögur.

 

En það gerir að verkum að erfitt er að ná áttum þegar jurtalyf eru annars vegar – einkum vegna þess að vísindalegar rannsóknir veita ekki nauðsynlega betri skýringar á hvað það er sem virkar og hvað ekki.

 

Í sumum tilvikum líta vísindamenn nefnilega á niðurstöður tilrauna sinna sem ekki geta sýnt nein gagnleg áhrif á jurtunum sem lítt áhugaverðar og taka þær ekki með í rannsóknarniðurstöðunum.

 

Þetta verklag er eins konar sjálfsritskoðun og er hættuleg gildra sem getur veitt rangar hugmyndir um að jurtalyf virki betur en raunin er.

 

Óðjurt varð Sókratesi að bana

Notkun jurta sem lyfja á sér mörg þúsund ára gamla sögu. Löngu áður en grunnurinn var lagður að nútíma læknavísindum hafa menn vitað að blöð plantna, ávextir og rætur geta haft mismunandi áhrif á líkamann.

 

Sem dæmi voru margar plöntur til forna þekktar fyrir eituráhrif sín.

 

Þegar ættbálkar í regnskógum Amazon héldu til veiða voru örvaoddar þeirra eitraðir með curare sem getur lamað vöðva.

 

Og þegar gríski heimspekingurinn Sókrates var dæmdur til dauða fyrir um 2.400 árum var hann neyddur til að drekka óðjurtarsafa með banvænu magni af eiturefnum.

5.000 milljarðar dala er áætluð velta á heimsvísu vegna jurtalyfja árið 2050.

Fjölmargar plöntur hafa reynst vera með gagnleg áhrif og þegar í fornöld uppgötvuðu læknar þess tíma jóhannesarjurtina sem var reidd fram sem te gegn bæði verkjum, hita og sýkingum.

 

Undir lok 19. aldar komst þýskur efnafræðingur að því að þessi gagnlega verkun stafaði af innihaldi barkarins af salicyl-sýru og með einföldum efnafræðilegum breytingum umbreytti lyfjafyrirtækið Bayer þessu náttúrulega efni í acetylsalicyl-sýru sem núna er notuð í vel þekkt lyf eins og aspirín og kodimagnyl.

 

Með sama hætti nýttu snjallar konur fortíðar þurrkuð blöð af plöntunni fingurbjargarblómi við meðhöndlun á hjartakvillum löngu áður en vísindamenn komust að því að planta þessi inniheldur efnið iboxin sem fær hjartað til að slá hægar og með meira afli.

 

Og með sama hætti eiga fjölmörg lyf nútímans rætur sínar að rekja til náttúrulegra plantna.

 

Oft vita vísindamenn ekki með nokkru öryggi hvaða efni í plöntunni hafa gagnleg áhrif. Það á t.d. við um jóhannesarjurtina. Þar til fyrir fáeinum árum síðan töldu vísindamenn að þar væri efnið hypericin að verki.

 

En nú benda nýjar rannsóknir til þess að önnur efni í plöntunni eigi sinn þátt í að verka á magn og styrk taugaboða í heilanum og geta þannig dregið úr þunglyndi.

64% af öllum nýjum lyfjum sem voru viðurkennd á árunum 1981 til 2010 voru upprunnin úr plöntum, dýrum, sveppum eða örverum.

Árið 2009 var framkvæmd greining á niðurstöðum fjölmargra vísindalegra rannsókna, svonefnd fjölgreining (e. meta analysis) sem vörðuðu þrjár ályktanir af meintum áhrifum plöntunnar á þunglyndi: Að jóhannesarjurt virkar mun betur en lyfleysa við meðhöndlun á þunglyndi, að plantan er alveg jafn áhrifamikil eins og hefðbundin þunglyndislyf og jafnframt þá fylgja henni mun færri aukaverkanir.

 

Greining þessi var framkvæmd af þýska lækninum Klaus Linde við Technische Universität í München þar sem í húfi voru samtals 29 rannsóknir sem aðrir vísindamenn höfðu gert á meira en 5.000 þátttakendum.

 

Árið 2016 komst sambærileg fjölgreining með 7.000 þátttakendum að sömu þremur meginniðurstöðum og þar með tryggði planta þessi sér stað á lista yfir jurtir sem hafa vísindalega skrásetta virkni gegn alvarlegum sjúkdómi.

 

Aðrar jurtir í þessum flokki jurtalyfja eru t.d. mynta gegn iðrakveisu og pelargónía gegn sýkingum í öndunarvegi.

Neikvæðar niðurstöður þurfa að koma fram

Birtingarhlutdrægni: Sumir vísindamenn framkvæma eins konar ritskoðun á sjálfum sér þar sem einungis jákvæðar niðurstöður eru opinberaðar. Fyrirbæri þetta er nefnt „birtingarhlutdrægni“ og getur veitt ranga mynd af meðferðinni.

RANGT
„Mislukkaðar“ tilraunir gleymast

Vísindamenn sem standa að baki tilraun sem getur ekki sýnt fram á áhrif af tiltekinni meðferð líta sjálfir á niðurstöðurnar sem óáhugaverðar og að tilraunin hafi mistekist. Þeir velja því að birta eigi ekki rannsóknina. Vísindamennirnir að baki svokölluðum fjölgreiningum (e. meta analysis) sem er safn greininga á niðurstöðum úr mörgum vísindalegum rannsóknum innan sama fags kjósa þannig að velja ekki rannsóknir með neikvæðum niðurstöðum.

 

RÉTT
Allar niðurstöður birtar opinberlega

Þrátt fyrir að tilraun sýni neikvæðar eða óvæntar niðurstöður sem ekki passa inn í upprunalega kenningu vísindamannanna, birtir vísindamaðurinn engu að síður rannsóknina þannig að aðrir fái aðgang að henni. Vísindamenn sem standa að nýjum fjölgreiningum sem draga ályktanir þvert á eins margar rannsóknir og kostur er, láta sig jafn mikið varða rannsóknir með neikvæðum og jákvæðum niðurstöðum þannig að þær jákvæðu koma ekki betur út.

VÆGI
Sjálfsritskoðun getur skapað falskar staðhæfingar

Vísindin eiga í vanda þegar vísindamenn birta ekki neikvæðar niðurstöður tilrauna sinna, né þegar fjölgreiningar sem eiga að draga ályktanir þvert á fjölmargar rannsóknir neyðast til að draga fram jákvæðar niðurstöður. Rannsóknir hafa sýnt að ef minna en fimmta hver tilraun með neikvæðum niðurstöðum er gerð opinber eiga vísindamenn á hættu að viðurkenna rangar staðhæfingar.

Rætur geta haft áhrif á minni

Heilsuvöruverslanir, stórmarkaðir og apótek selja einnig fjölmargar jurtir með vafasamari sögu. Sem dæmi geta vísindalegar tilraunir ekki staðfest áhrif af hinni vinsælu garðjurt echinacea eða sólhatti gegn kvefi.

 

Í fjölgreiningu frá árinu 2014 bar vísindamaðurinn Marlies Karsch-Völk við Technische Universität í München saman niðurstöður 24 rannsókna með samtals 4.630 þátttakendur sem aðrir vísindamenn höfðu framkvæmt.

 

Niðurstöður greiningar hans var sú að fyrirbyggjandi meðferð með sólhatti í formi ýmist þurrkaðra plöntuhluta, safa eða jurtaþykknis úr rótum dró einungis úr líkunum á því að fá kvef um tíu prósent. Og þegar Karsch-Völk tók tölfræðilega óvissu með inn í reikninginn voru áhrifin afar vafasöm.

 

Það sama á við um jurtina ginseng sem hefur verið lofuð um heim allan fyrir að efla hugann og styrkja ónæmiskerfið.

4 milljarðar manna – þ.e.a.s. 80% af íbúum jarðar – nota samkvæmt WHO reglulega jurtalyf.

Í einni greiningu frá árinu 2010 sem náði til níu rannsókna ályktaði vísindamaðurinn Jian-Cheng Dong við læknaskólann í Nantong í Kína að daglegur skammtur á milli 200 og 400 milligramma af ginseng-þykkni gaf smávægilega en tölfræðilega áreiðanlega bætingu á skammtímaminni og viðbragðsgetu.

 

Hins vegar fundust engin áhrif á reiknigetu heilans né einbeitingu. Jian-Cheng Dong ályktaði að ginseng geti mögulega bætt suma virkni heilans en taldi að það væru of fáar rannsóknir til þess að draga haldbærar ályktanir.

 

Krefst vilja

Eitt almennt vandamál við jurtalyf er að það er sjaldnast búið að kanna áhrif þeirra til nokkurrar hlítar. Efnafræðingurinn Giancarlo Cravotto við háskólann í Torino á Ítalíu sýndi árið 2010 að 12% mest notaðra gerða af jurtalyfjum í vesturheimi hafa ekki undirgengist nokkra vísindalega rannsókn.

 

Við vitum þannig ekkert um hvaða efni jurtalyfið inniheldur, hvort það er öruggt til inntöku eða hvort að það hafi nokkur gagnleg áhrif á heilsuna.

60.000 ára gamlir fundir sýna að steinaldarmaðurinn nýtti sér jurtalyf og sú hefur líkast til verið raunin lengstan hluta þróunarsögu mannsins.

Fimmtungur vinsælustu jurtalyfjanna hafa farið í gegnum kemískar greiningar þannig að þá vitum við í minnsta falli hvort þau innihalda efni með þekkta eða meinta virkun og helmingurinn hefur verið prófaður á dýrum til að sjá hvort lyfið sé eitrað eða feli í sér alvarlegar aukaverkanir.

 

En einungis 16% eru prófuð í klínískum tilraunum á mönnum.

 

Þessi skortur á rannsóknum er einnig vel þekktur hjá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum sem hafa sérstaka stofnun fyrir óhefðbundin lyf, NCCIH.

 

Á heimasíðu þeirra er gerð grein fyrir 52 jurtategundum sem oft eru notuð sem lyf gegn mismunandi kvillum.

 

Hjá 44 af þeim staðhæfir NCCIH að það finnist yfir höfuð engar tilraunir um þær eða þá að tilraunirnar séu svo illa framkvæmdar að ekki sé hægt að staðfesta nokkur áhrif.

 

Í sumum tilvikum þurfa neytendur því að sætta sig við óvissuna þegar þeir reyna að draga úr einkennum sjúkdóma sinna með jurtalyfum. Og þrátt fyrir að jurtalyfin hafi verið prófuð í klínískum tilraunum á mönnum er það ekki nauðsynlega til marks um ágæti þeirra.

 

Eitt algengasta og mest rannsakaða form jurtalyfja er trönuberjasafi sem er notaður til að lækna sýkingar í þvagrás og þvagblöðru.

1800 var nokkurn veginn ártalið þar sem iðnaðarlyf urðu útbreiddari en jurtalyf í vestrænum löndum.

Samkvæmt fjölgreiningu frá árinu 2013 eru áhrif trönuberjasafa líklega bara einhver flökkusaga.

 

Vísindamaðurinn Ruth Jepson hjá ígildi heilbrigðisstofnunar Skotlands bar saman niðurstöður úr 24 rannsóknum með samtals 4.473 þátttakendum og ályktaði að fyrirbyggjandi áhrif safans væru afar lítil og tölfræðilega ómarktæk.

 

Hún tók einnig fram að fjölmargar rannsóknir innihéldu mikið brottfall þátttakenda – allt upp í 55% í einni rannsókn, þar sem þátttakendur megnuðu ekki að drekka stórt glas af trönuberjasafa daglega. Meðferðin krefst einnig vilja þátttakenda og hentar kannski ekki þeim sem vilja auðveldari lausnir.

 

Það sama á við aðrar gerðir af jurtalyfjum þar sem reynst getur t.d. örðugt að útbúa daglega heitt engiferte eða að borða mikið af hvítlauk en fjölmörgum mislíkar andremman sem gjarnan fylgir hvítlauksáti.

Jurtum breytt í lyf

Jurtir framleiða ótal kemískar tengingar sem m.a. verja þær gegn skordýrum og örverum. Mörg efnanna virka einnig á menn og með litlum kemískum breytingum má umbreyta efnunum í skilvirk lyf.

Pílviður gegn verkjum

Náttúrulegt efni:
Salicyl-sýra

 

Umbreytt efni:
Acetylsalicyl-sýra

Svokölluðum acetyl-hóp er bætt við sameindina.

 

Lyf: Aspirin, Treo, kódínmagnyl

Kúmen gegn ofnæmi

Náttúrulegt efni:
Khellen

 

Umbreytt efni:
Natrium chromoglica

Tvær sams konar sameindir tengjast til að draga úr aukaverkunum.

 

Lyf: Lecrolym, Lomoudal

Valmúi gegn háum blóðþrýstingi

Náttúrulegt efni:
Papaverin

 

Umbreytt efni:
Verapamil

Efnahringur rofinn til að áhrifin verði skilvirkari

 

Lyf: Hexasoptin, Isoptin, Veralok

En mikið brottfall er einnig vísindalegt vandamál geri vísindamenn ekki grein fyrir því í samanteknum niðurstöðum sínum.

 

Og það eru t.d. veikustu sjúklingarnir sem sleppa trönuberjunum og taka þess í stað sýklalyf til að ná skjótum bata sem verður til þess að einungis þeir hressustu verða eftir í rannsókninni.

 

Og eðlilega eiga þeir auðveldara með að ná bata – sem eykur hættuna á því að trönuberjasafinn virðist verka mun betur en raun ber vitni.

 

Batasögur standa einar

Annað form skekkju í rannsóknum á jurtalyfjum á sér stað þegar batasögur fá leyfi til að standa óáreittar.

 

Það á ekki einungis við í venjulegum samskiptum milli manneskja heldur einnig að miklu leiti í vísindalegum tímaritum þar sem margir vísindamenn vilja ekki birta neikvæðar niðurstöður sínar – bæði vegna þess að þá megi líta svo á að tilraunin hafi misheppnast og einnig vegna þess að það kann að virðast óáhugavert fyrir vísindamennina sjálfa.

 

Fyrirbæri þetta er nefnt birtingarhlutdrægni (e. publishing bias) og er vel þekkt í hvers konar klínískum rannsóknum en einnig í rannsóknum á jurtalyfjum. Skekkja þessi birtist oftar í títtnefndum fjölgreiningum þar sem vísindamenn að baki greiningunum hneigjast fremur til að taka rannsóknir með jákvæðum niðurstöðum saman í ályktunum sínum.

Vísindin kveða upp dóm: Jurtir draga úr þunglyndi

Innihald virkra efna í blöðum, ávöxtum og rótum er lágt sem er ein af nokkrum orsökum þess að það getur verið erfitt að sanna greinileg áhrif meðferðar í vísindalegum tilraunum. Jóhannesarjurtin er þó ein þeirra plantna sem hefur staðfest áhrif á heilann við að verka á taugaboð og til meðferðar á þunglyndi.

Vel staðfest áhrif

  • Þunglyndi: jóhannesarjurt
  • Iðrakveisa: mynta
  • Öndunarfærasýkingar: pelargónía

Líkleg áhrif

  • Kvíði: kavaplanta
  • Gigt: hundarós

Skortur á sönnunargögnum

  • Astma og ofnæmi: hrossafífill
  • Ógleði: engifer
  • Hjartsláttartruflanir: þyrnir
  • Léleg blóðrás: hestakastanía

Trúlega engin áhrif

  • Minnisglöp: musteristré
  • Hátt kólesteról: hvítlaukur
  • Kvef: sólhattur

Hestakastanía gæti mögulega virkað gegn lélegri blóðrás

Líffræðingurinn Ken Naumann við Langara College í Vancouver í Kanada birti árið 2018 umfangsmikla rannsókn á trúverðugleika vísindalegra rannsókna á jurtalyfjum.

 

Hann fór í gegnum 160 fjölgreiningar sem voru birtar milli áranna 2010 og 2014 en 90% greininga þeirra grundvölluðust á ályktunum sem byggðar voru á vafasömum grunni þar sem þær gáfu meira vægi þeim rannsóknum þar sem komist var að jákvæðum niðurstöðum með tilliti til virkni jurtanna. Þannig er þessi skekkja eitt af helsta vandamálinu við trúverðugleika jurtalyfja.

 

Þú hefur m.ö.o. ekki vísindalegan stuðning til að skipta út pilluglösunum fyrir rætur, blöð og jurtaþykkni.

 

Hins vegar eru flestir vísindamenn sammála um að jurtirnar feli í sér að jafnaði færri aukaverkanir en venjuleg lyf enda innihalda þær yfirleitt minna magn af virkum efnum heldur en pillur frá læknunum.

 

Þannig er alltaf viss kostur að leita í jurtirnar – einkum í þeim tilvikum þar sem áhrif þeirra eru vísindalega staðfest.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Gorm Palmgren

Shutterstock,© Andrea Solero/AFP/Ritzau Scanpix,© Thomas Arnoldi,

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.