Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

Konur keppa ekki við karla í íþróttum af því að karlarnir eru mun sterkari. En af hverju stafar þessi munur?

BIRT: 23/02/2024

Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að karlar og konur keppa ekki sín á milli í íþróttum.

 

Frá náttúrunnar hendi hafa karlarnir nefnilega mikla yfirburði. Þeir hafa t.d. að meðaltali 61% meiri vöðvamassa.

 

Kynjamunurinn er einkum áberandi á efri hluta líkamans. Karlar hafa að meðaltali 75% meiri vöðvamassa í handleggjum en konur og 90% meiri styrk í efri hluta líkamans.

 

Styrktarmunurinn veitir körlum einkum mikla yfirburði í bardagaíþróttum svo sem hnefaleikum og MMA (Mixed Martial Arts) eða blönduðum bardagíþróttum.

 

Í tilraun einni var slagkraftur 20 karla og 19 kvenna mældur. Krafturinn í höggum karlanna mældist að meðaltali 162% meiri en í höggum kvennanna.

 

Jafnvel sterkustu konurnar náðu ekki sama krafti og þeir karlar sem slógu léttast.

 

Kynhormón breytir miklu

Það er kynhormónið testósterón sem hefur mest áhrif á þennan mun.

Testósterón styrkir vöðvana

Við kynþroskann snarhækkar framleiðsla testósteróns hjá strákum. Það leiðir til líkamlegra breytinga sem veita þeim yfirburði í flestum íþróttum.

1. Hormón inn í vöðva

Testósterón er að mestu framleitt í eistunum og berst með blóðrásinni til vöðvanna. Hormónið fer inn í frumurnar og nær alla leið til erfðaefnisins í frumukjarnanum.

2. Genin örvast

Í frumukjarnanum virkjar testósterón þá viðtaka sem örva tiltekin gen sem m.a. eiga þátt í framleiðslu prótína til að byggja upp vöðvamassa.

3. Vöðvinn stækkar

Genin senda mRNA út úr frumukjarnanum. Svonefnd ríbósóm túlka boðin og auka framleiðslu þeirra prótína sem byggja upp og styrkja vöðvana.

Fyrir kynþroska er enginn munur á getu stráka og stelpna og testósterónmagn hið sama. Eftir kynþroskann framleiða eistu strákanna hins vegar 30 sinnum meira testósterón og af því leiðir að karlar hafa 15-20 sinnum meira testósterón í blóði en konur.

 

Testósterón hefur áhrif á myndun vöðva, beina og rauðra blóðkorna og áhrifin á líkamlega getu eru því mikil.

 

Í blóði karla er t.d. um 12% meira af prótíninu hemóglóbíni sem rauðu blóðkornin nota til að flytja súrefni. Það þýðir að vöðvum karla berst meira eldsneyti en vöðvum kvenna.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

Shutterstock,© Shutterstock & Lotte Fredslund,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Uppreisn Castros velti einræðisherranum úr sessi

Lifandi Saga

Ástæðan fyrir falli Tróju

Alheimurinn

Dálítill fróðleikur um eitt helsta afrek mannsandans 

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

Lifandi Saga

„Pólskir riddarar réðust á þýska skriðdreka“

Náttúran

Finna skordýr sársauka?

Maðurinn

Heilaþvottur á að losa þig við versta óttann

Maðurinn

Sannleikurinn um heilabilun

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is