Verða konur hrukkóttari en karlar?

Mér finnst oft eins og konur séu hrukkóttari en karlkynsjafnaldrar sínir. Er munur á húð karla og kvenna?

BIRT: 26/09/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Spurningunni um hvort konur verði hrukkóttari en karlar er hægt að svara bæði játandi og neitandi. Konur eru frá náttúrunar hendi með „verri spil á hendi“ þegar kemur að aldurstengdum húðbreytingum en konur eru almennt betri í að vernda húðina fyrir utanaðkomandi áhrifum sem valda djúpu hrukkunum.

 

Mjög fínu hrukkurnar sem sjást um alla húð eru almennar aldursbreytingar en djúpu hrukkurnar myndast vegna ytri áhrifa: vindi, veðri, loftmengun, sólbaði og tóbaksreykingum, þ.e. eitthvað sem hægt er að verja sig gegn.

 

Eftir tíðahvörf kvenna minnkar hormónaframleiðslan og það hefur áhrif á hrukkumyndun. Húðin er ekki lengur eins stinn og teygjanleg og þegar hormónaframleiðslan var í hámarki. Auk þess er raunverulegur munur á húð karla og kvenna.

 

Trefjarnar í bandvef konunnar liggja nánast samsíða en vefurinn í húð karlmannsins liggur þvers og kruss og er því stöðugri. Ástæðan er sú að húð konunnar verður að geta stækkað ef hún verður þunguð. Það þarf að vera pláss fyrir barnið til að vaxa, brjóstin verða að geta hýst virka mjólkurkirtla og möguleiki þarf að vera á auka fitu sem konan nærist á þegar hún er með barn á brjósti.

 

Þetta þýðir að húð kvenna verður almennt lausari með aldrinum, en það þýðir ekki að hún fái fleiri hrukkur en karlar. Það sem ræður úrslitum er hversu vel þú hugsar um húðina og þar hafa konur forskot.

 

Öfugt við meirhluta karla eru flestar konur mun duglegri að nota rakakrem og sólarvarnir sem hlífa húðinni.

BIRT: 26/09/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is