Sú hefð að gefa bæri sælgæti á Hrekkjavökunni var hugmynd bandarískra sælgætisframleiðenda. Fyrir miðja síðustu öld fengu börn einhverja smáaura, hnetur eða bara heimabakaðar smákökur þegar þau bönkuðu upp á hjá nágrönnum á Hrekkjavökunni.
Sælgætisiðnaðurinn sá þarna góða möguleika á miklum hagnaði með því að markaðssetja sælgæti sem nauðsynlegan hluta Hrekkjavökunnar.
Auglýsingar hvöttu fólk til að gefa sælgæti á Hrekkjavökunni – hér er ein slík frá 1962.
Áður höfðu sölustjórar margreynt að finna árlega hátíð þar sem sælgæti gæti verið miðpunktur einhvers viðburðar. Allt frá 1916 og á næstu árum keyrðu sælgætisframleiðendur auglýsingaherferðir fyrir Candy Day – nýja sjálfskipaða hátíð annan sunnudag í október sem – samkvæmt framleiðendum – snérist um að fagna vináttu og kærleika með því að allir ættu að gefa öðrum sætindi.
Byltingin kom á fimmta áratugnum
Auglýsingastofur birtu auglýsingar í fjölmörgum dagblöðum, leigðu leikara fyrir auglýsingarnar og dreifðu ókeypis sælgæti til m.a. munaðarlausra barna og gamalla kvenna. Ætlunarverk þetta tókst fyrst fyrir alvöru upp úr 1950 þegar sælgætisiðnaðurinn gat talið matvörubúðir á að kynna sælgæti sem eðlilegan hluta Hrekkjavökunnar sem er jú í október.
Þetta er vinsælasta sælgætið í BNA
Á hverju ári missa Bandaríkjamenn sig í sælgætisát á meðan á hrekkjavöku stendur. Samkvæmt bandaríska fjölmiðlinum Business Insider eyddu Bandaríkjamenn um 3 milljörðum dollara árið 2021 ári í hrekkjavökunammi – þetta samsvarar rúmum 400 milljörðum króna. Bandaríkjamenn keyptu 300.000 tonn af sælgæti sem samsvarar sexfaldri þyngd Titanic.
Sölutölur sýna að vinsælasta Hrekkjavökusælgætið er Reese´s Peanut Butter Cups – Skittles og M&M´s fylgja fast á eftir.
1. Reese´s Peanut Butter Cups
Súkkulaðiform fyllt með hnetusmjöri. Framleiðslan hófst árið 1928 þegar mjólkurfræðingurinn H.B. Reese hóf að framleiða sælgætið í kjallara sínum.
2. Skittles
Litlar litríkar pillur með ávaxtabragði. Sælgætið var framleitt frá árinu 1974 í Bretlandi og er nefnt eftir keiluspili sem ber sama nafn.
3. M&M´s
Hringlaga súkkulaðihnappar með litríka sykurhúð. M&M´s var þróað af hinu bandaríska Forrest Mars sem tók eftir því að í spænska borgarastríðinu gæddu hermenn sér á svipuðum súkkulaðibitum.
Þetta heppnaðist stórkostlega vel. Sælgætið varð fastur liður hjá börnunum og einnig hjá foreldrum sem gátu nú keypt stóra, tilbúna poka með blönduðu sælgæti sem þurfti bara að afhenda krökkunum. Þegar upp úr 1970 fengu uppáklædd börnin nær einvörðungu sælgæti á Hrekkjavökunni.