Þótt þeir séu almennt grannir eru fjölmargir karlmenn á fimmtugsaldri með áberandi ístru. Þetta er einfaldlega vegna þess að þeir neyta fleiri kaloría en þeir brenna.
Á meðan fita kvenna sest aðallega rétt undir húðina og dreifist á nokkra líkamshluta, hafa karlar tilhneigingu til að safna svokallaðri iðrafitu djúpt í kviðarholi.
Ástæðuna fyrir muninum er að finna í kynhormónunum estrógeni og testósteróni sem hafa mikil áhrif á hvernig fita frásogast og geymist í líkamanum. Til dæmis stuðlar estrógen að geymslu fitu undir húð en testósterón vinnur gegn uppsöfnun iðrafitu í kviðnum.
Um þrítugt minnkar testósterónmagn karla um allt að þrjú prósent á ári, sem eykur hættuna á að fá bumbu.
Testósterón dregur úr virkni ensíms sem kallast LPL, sem losar fitusýrur þannig að fitufrumur geta tekið þær upp. Þegar testósterónmagn lækkar eykst virkni LPL og meiri fita geymist í fitufrumum við innyfli.
Ístra eru hættuleg
Stórir magar eru ógn við heilsuna sökum þess að fita við innyfli losar efni sem valda bólgum í æðum og líffærum. Uppsöfnun iðrafitu í kviðarholi tengist háum blóðþrýstingi, hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og almennt hærri dánartíðni.