Maðurinn

Af hverju ganga sumir í svefni?

Svefnganga er undarlegt ástand þar sem fólk tekur upp á því að færa til húsgögn, klæða sig og elda mat – á meðan það sefur. Hver er ástæðan?

BIRT: 07/08/2024

Um það bil fimm prósent fólks upplifa sem börn að ganga í svefni en í langflestum tilvikum hverfur þessi næturstarfsemi alveg af sjálfu sér þegar þau verða fullorðin.

 

Svefnganga er truflun á svokölluðum hægbylgjusvefni (slow-wave sleep), dýpsta stigi svefns.

 

Svefngenglar reisa sig upp í rúminu í miðjum, djúpum, draumlausum svefni. Sofandi og ómeðvitaðir geta þeir gengið um og talað í nokkrar mínútur. 

 

Stundum geta svefngenglar framkvæmt flóknar aðgerðir, svo sem að flytja húsgögn, fara í föt og elda og árið 2005 skreið bresk stúlka jafnvel út á krana. Dæmi eru um að svefngenglar hafi keyrt bíl talsverða vegalengd.

 

Yfirleitt enda svefngenglarnir aftur upp í rúmi og sofa áfram. Þegar þeir vakna næsta dag muna þeir oftast ekki neitt hvað gerðist. 

 

Lítill svefn, óþroskað taugakerfi og kvíði

Á fullorðinsaldri er ganga í svefni oft tengd miklu svefnleysi og óreglulegum svefni. Til að koma í veg fyrir það er ein besta leiðin að sofa vel og mikið.

 

Sumir vísindamenn hafa tengt svefngöngu hjá börnum við að miðtaugakerfi þeirra er frekar vanþroskað en hjá fullorðnum hefur það verið tengt geðröskunum eins og geðklofa og kvíða.

 

Að auki benda sumar rannsóknir til þess að þeir sem þjást af mígreni gangi frekar í svefni en aðrir. Þetta eru þó einangraðar rannsóknir sem þarf að taka með fyrirvara, þannig að í raun vita vísindamenn ekki mikið um orsakir svefngöngu.

Svefnganga er ekki hættuleg

Þrátt fyrir að svefngenglar hafi í sumum tilvikum dottið niður stiga eða út um glugga, telja vísindamenn ekki að fyrirbærið sjálft sé hættulegt.

 

Ástandið þarfnast ekki meðferðar svo lengi sem svefngangan skapi ekki hættu fyrir svefngengilinn né aðra nálægt honum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is