Search

Þurfa öll dýr á svefni að halda?

Sofa allar lifandi verur eða geta frumstæð dýr eins og t.d. sniglar og ormar verið án svefns?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Allar lífverur skiptast á hvíld og virkni á hverju dægri. Þessi líffræðilegi taktur fylgir að jafnaði ljósi og myrkri dægursins og stýrist af innri líffræðilegri klukku.

Liðdýr eins og skordýr og sporðdrekar eru einföldustu dýrin sem vitað er að hvílist með svefni. Fái þessi dýr ekki hvíld dregur verulega úr virkni þeirra og getu. Hjá þeim er þó ekki um að ræða djúpan svefn eins og hjá spendýrum og fuglum með þróuð taugakerfi. Svefn þróaðri dýra er reglulegur og auðsýnir mismunandi heilavirkni.

Svefnlengdin er breytileg milli dýra. T.d. sofa selir á ísjaka einungis nokkrar mínútur í senn, áður en þeir vakna til að skima eftir soltnum ísbirnum, meðan stór kattardýr eins og ljón geta sofið 20 tíma á sólarhring.

Ekki er enn vitað hvers vegna dýr þurfa á svefni að halda. Ein skýring gæti verið að svefninn minnki orkunotkun þeirra og þar með þörfina á fæðu. Fræðimenn telja einnig að svefninn hjálpi taugakerfi dýranna að geyma skynhrif og reynslu í minni sínu. Auk þess getur svefninn styrkt ónæmiskerfið þar sem nokkur þeirra efna sem framkalla svefn örva ónæmiskerfið.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is