Hljóð berst um efni – yfirleitt loft – í bylgjum sem þynnast og þykkjast til skiptis. Þegar hljóðið nær eyrunum skella bylgjurnar á hljóðhimnunni og áfram til innra eyrans þar sem upphafsmeðhöndlun hljóðboðanna fer fram.
Hljóðstyrkurinn ræðst af því hve mikil orka leynist í hljóðbylgjunum og orkan verður meiri þegar hljóðbylgjur fara gegnum þéttara efni.
Vatn er verulega þéttara en loft (þótt það sé á hinn bóginn ekki jafn samþjappanlegt) og sveiflur í vatni geta því valdið meiri sveiflum á hljóðhimnunni.
Hljóðhraði á leið gegnum mismunandi efni veitir nokkurn skilning á því hve öflugar hljóðbylgjurnar eru. Hljóðhraðinn er um 1.500 metrar á sekúndu í vatni en 300 m/sek. í lofti.
Í stáli getur hljóð borist meira en 5 km á einni sekúndu. Í lofttómu rúmi er hins vegar ekkert efni til að bera hljóðið og þar geta því ekki myndast neinar hljóðbylgjur.