Í kringum árið 300 ákváðu kristilegir kirkjunnar menn að Jesús hefði fæðst þann 25. desember. Við Norðurlandabúar aðgreinum okkur hins vegar frá öðrum hlutum heimsins með því að fagna fæðingardegi hans 24. desember.
Þessi Norðurlandasiður stafar frá þeim tíma þegar við áttum ekki klukkur. Nýr dagur hófst fyrir vikið við sólsetur, en ekki á miðnætti, líkt og nú er raunin.
Í Hávamálum segir m.a. „Að kveldi skal dag leyfa“.
Bæði börn og fullorðnir hlakkar til aðfangadags jóla, þann 24. desember. Kvöldinu er að öllu jöfnu eytt í faðmi fjölskyldunnar með góðum mat, gjöfum og huggulegheitum.
Norðurlandabúar héldu í þennan sið og halda fyrir bragðið jól kvöldið fyrir 25. desember.
Hvenær fæddist Jesús?
Í öðrum hlutum heimsins eru kristnir menn heldur ekki svo vissir um tímasetningu jólanna, því enginn veit alveg fyrir víst hvenær Jesús á að hafa fæðst.
Margir sagnfræðingar sem stundað hafa rannsóknir á efni Biblíunnar segjast hafa komist að raun um að Jesús hafi fæðst að vori, sennilega í mars.
Aðrir sem byggja athuganir sínar á sögulegum atburðum og fólki sem nafngreint er í Biblíunni segjast geta reiknað út að Jesús hafi í raun fæðst sex árum fyrr en við töldum.