Það er vissulega sjaldgæft en þó er til fólk með mislit augu. Fyrirbrigðið getur verið meðfætt, en getur líka komið upp síðar á ævinni.
Melanín ákveður augnlitinn
Augnliturinn ræðst af því hve mikið af litarefninu melaníni er að finna í lithimnu augans.
Sé aðeins lítið af efninu í lithimnunni verður augað bláleitt, meira litarefni skapar grænleit eða ljósbrún augu, en mikið melanín skapar auganu dökkbrúnan lit.
Fyrirbrigðið getur verið tengt erfðum, en getur líka myndast í tengslum við sjúkdóma, svo sem langvinnar bólgur í lithimnunni.
Augndropar geta breytt litnum
Þessu til viðbótar er í augndropum, sem notaðir eru við ákveðnum augnsjúkdómum, svo sem gláku, að finna efni, sem geta haft áhrif á litarefni í lithimnunni.
Og ef auga skaddast geta blæðingar skilið eftir sig dökkar járnútfellingar á lithimnunni.
Auga getur haft tvo ólíka liti
Litarefni geta einnig dreifst misjafnt í sama auga. Þannig getur tiltekinn hluti lithimnunnar verið með öðrum lit eða annar litur inni við sjálaldrið.