Maðurinn

Af hverju sýnum við tennurnar í brosinu?

Aðrar dýrategundir láta skína í tennurnar til að ógna óvinum. Hver er tilgangurinn með því að sýna tennurnar þegar við brosum?

BIRT: 13/10/2024

Fyrir 5 – 7 milljónum ára skildi leiðir manna og simpansa í þróunarsögunni. Jafnframt varð sú mikilvæga breyting á tönnum forfeðra manna að augntennurnar urðu stórum minni en þær stóru augntennur eða vígtennur sem enn má sjá í öðrum mannapategundum og mörgum öðrum dýrum.

 

Munnurinn breyttist þegar vaxandi heili þurfti meira pláss og með stóru augntönnunum hvarf sú ógn sem í því fólst að láta skína í tennurnar. Segja má að forfeður manna hafi þannig fórnað ákveðnu vopni í skiptum fyrir stærri heila og þann hæfileika að geta gengið uppréttir.

 

Augntennurnar voru ekki lengur ógnvekjandi en í staðinn komu aðrar aðferðir til að ógna andstæðingum, svo sem að taka sér ógnandi stöðu með stein eða barefli að vopni.

 

Eftir að augntennurnar voru ekki lengur þess megnugar að hrekja óvini á flótta, hætti maðurinn einfaldlega að láta skína í tennurnar til að vekja ótta.

 

Forfeður okkar bjuggu þó enn yfir hæfni til að sýna tennurnar, en sú hæfni var nú orðin þýðingarlaus. Þróunin nemur hins vegar aldrei staðar og hæfni sem búið er að þróa á annað borð var ekki lengi látin alveg ónotuð. Þess í stað fundu forfeður manna upp á nýju notagildi fyrir þennan hæfileika.

 

Maðurinn þróaði smám saman flókin svipbrigði og þar á meðal einmitt brosið þar sem látið er skína í tennurnar. Þau fjölbreyttu svipbrigði sem við getum sett á andlitið eru í góðu samræmi við greind okkar og í þessu samhengi gegnir brosið viðamiklu hlutverki.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hanukkah: Kraftaverkahátíð gyðinga

Náttúran

Hvað eru eldur og logar?

Náttúran

Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Alheimurinn

Hvað eru norðurljós?

Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is