Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Hundurinn minn veltir sér upp úr alls kyns rusli, olíu sem hellst hefur niður, fiskúrgangi eða dýraskít. Hver er ástæðan?

BIRT: 20/02/2024

Hefðbundin skýring á því hvers vegna hundar velta sér upp úr því sem gefur frá sér sterkan þef, er sú að þeir séu að reyna að fela sína eigin rándýrslykt. Hugmyndin er þá sú að hundurinn – eða réttara sagt úlfaforforfeðurnir – geti þannig komist nær mögulegri bráð án þess að trufla lyktarskyn hennar.

 

Allt frá saur til eiturs

Listinn yfir rök og þefjandi efni er langur. Til sögunnar hafa verið nefnd saur, æla, ferskt og úldið kjöt, þvag, aska, sláturúrgangur, unnin matvæli og jafnvel skordýraeitur.

LESTU EINNIG

Hugmyndin um felulykt er ennþá sú skýring sem nýtur mestrar hylli en 2017 birtust niðurstöður rannsóknar – að vísu á refum – sem veiktu undirstöður kenningarinnar talsvert.

 

Stela púmulyktinni

Bandarískir vísindamenn fylgdust með púmum sem stundum hafa verið nefndar fjallaljón á íslensku, í fjöllum Kaliforníu og notuðu til þess myndavélar með hreyfiskynjurum. M.a. náðust þannig myndskeið af því þegar púmurnar neru sér utan í tré og stóra steina til að merkja sér staðina með lykt sinni – rétt eins og venjulegir húskettir gera.

 

En vísindamönnum til undrunar tóku vélarnar líka myndskeið þar sem grárefir á svæðinu nudduðu sér við sömu staði og helst sem fyrst á eftir púmunum. Eftir nánari athuganir töldu menn ósennilegt að refirnir hefðu viljað skilja sína lykt eftir þarna, öllu fremur hefðu þeir verið að stela sér púmulyktinni.

 

Vísindamennirnir telja líklegustu skýringuna vera þá að púmulyktin hafi fælingaráhrif á stærri rándýr sem mögulega gætu viljað hafa gráref í matinn. Í fjöllum í Kaliforníu eru t.d. sléttuúlfar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is