Rómverjar dáðu herkonunginn Alexander mikla.
Það átti einnig við um Octavíanus – síðar Ágústus keisara – sem í heimsókn í egypsku borginni Alexandríu árið 30 f.Kr. bað um að fá að sjá lík makedóníska konungsins.
Í júní árið 323 f.Kr. lést Alexander mikli úr dulafullum sjúkdómi aðeins 32 ára.
Á þeim tíma hafði Alexander legið smurður í grafhýsi í 250 ár og var því orðinn nokkuð morknaður. Miðað við aldur var líkið samt í ótrúlega góðu ásigkomulagi.
Samkvæmt rómverska skáldinu Dio Cassíus gat Octavíanus þó ekki látið vera með að fitla við líkið, þannig að nef Alexanders brotnaði af.
Octavíanus nær völdum í Róm árið 44 f.Kr. eftir Júlíus Sesar.
Mörg hundruð árum síðar hvarf lík Alexanders sporlaust – en nefið hvarf þó fyrst.