Alheimurinn

Vetrarbrautin – Stjörnuþokan okkar

Milljarðar stjarna og líklega gríðarfjöldi pláneta. Vetrarbrautin er gríðarlega stór og þung. Hér er skemmtilegur fróðleikur um stjörnuþokuna okkar – Vetrarbrautina.

BIRT: 22/03/2023

Hvað er Vetrarbrautin?

Vetrarbrautin er stjörnuþokan sem sólkerfi okkar og þar með Jörðin er í. Vetrarbrautin inniheldur milljarða stjarna og allar stjörnurnar sem við sjáum frá Jörðinni á himninum tilheyra Vetrarbrautinni.

 

Enska nafnið (Milky Way) kemur frá hinu lýsandi, mjólkurhvíta skýi sem hægt er að sjá á stjörnubjörtum nóttum.

 

Vetrarbrautin er venjuleg þyrilvetrarbraut og Jörðin er staðsett u.þ.b. 25.000 ljósárum frá miðju Vetrarbrautarinnar.

 

Í miðri Vetrarbrautinni er svartholið Sagittarius A (Bogmaðurinn). Séð frá Jörðu er svartholið í stjörnumerkinu Bogmanninum en þaðan kemur nafnið. Þyngd svartholsins er milljón sinnum þyngd sólar.

 

Vetrarbrautin er að minnsta kosti 13,2 milljarðar ára, þar sem elsta stjarnan sem sést í Vetrarbrautinni er á þessum aldri.

Vetrarbrautin er næstum eins gömul og alheimurinn sem er 13,8 milljarðar ára.

Hvað eru margar stjörnur í Vetrarbrautinni?

Það eru ógrynni stjarna í Vetrarbrautinni – en nákvæmlega hversu margar er ekki vitað. Samkvæmt NASA getur Vetrarbrautin okkar hýst á bilinu 100-400 milljarða stjarna.

 

Talið er að meirihluti stjarna Vetrarbrautarinnar sé svokallaðir rauðir dvergar. Þannig stjarna er helmingi minni en sólin og er mun dimmari.

 

Hvað eru margar reikistjörnur í Vetrarbrautinni?

Eins og með fjölda stjarna í Vetrarbrautinni er enn óljóst hversu margar reikistjörnur eru í Vetrarbrautinni okkar. Hins vegar er talið að mikill meirihluti stjarna hafi nálægar reikistjörnur á sama hátt og sólkerfið okkar.

 

Ef þú tekur fjölda reikistjarna í sólkerfinu okkar og margfaldar hann með þeim fjölda stjarna sem talið er að sé í stjörnuþokunni okkar, þá geta verið allt að 800 milljarðar til 3,2 billjónir reikistjarna í Vetrarbrautinni.

Átta reikistjörnur eru á braut um stjörnuna okkar Sólina. Það geta því verið nokkuð margir milljarðar reikistjarna í Vetrarbrautinni.

Hvað vegur Vetrarbrautin?

Vísindamenn hafa komist að því hver þyngd vetrarbrautarinnar er og það kemur ekki á óvart að hún er þung. Mjög þungt.

 

Og þó að slíkir útreikningar kunni að líkjast meira sérvisku en alvarlegum vísindum eru útreikningarnir nytsamlegir og verða stöðugt nákvæmari.

 

Stjörnufræðingar nota meðal annars útreikningana til að komast að því hversu mikið hulduefni er í Vetrarbrautinni.

 

Vetrarbrautin er þung – mjög þung

Einn nýjasti útreikningurinn er gerður af teymi eðlisfræðinga frá McMaster háskólanum í Kanada undir forystu Gwendolyn Eadie. Þar er byggt á nýju reiknilíkani sem er nákvæmara en aðferðirnar sem áður hafa verið notaðar.

 

Samkvæmt nýju tölunum hefur Vetrarbrautin massa sem samsvarar 700 milljörðum sinnum massa Sólar. Eða 231.000.000.000.000.000 sinnum massa Jarðar.

 

Þannig að vetrarbrautin okkar vegur 1.379.532.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000 kg. Það er hægt að einfalda þetta aðeins, hún vegur 1,38 septillion kg eða 1,379532 * 10 ^ 42 kg.

 

Og þó að þetta virðist ótrúlega þungt, er Vetrarbrautin ekki einu sinni ein af þungavigtarstjörnuþokum alheimsins. Stjörnuþokan Andrómeda vegur til dæmis tvöfalt meira.

 

Með því að bera saman þyngdina við það magn efnis sem hægt er að sjá í Vetrarbrautinni hafa stjarneðlisfræðingar einnig komist að því hversu mikið af hinu dularfulla hulduefni fyrirfinnst í Vetrarbrautinni.

 

„Með útreikningum okkar virðist sem hulduefni sé um 88 prósent af massa Vetrarbrautarinnar,“ segir Gwendolyn Eadie við The Guardian.

 

Rannsóknirnar hafa verið sendar til The Astrophysical Journal.

Næsti nágranni Vetrarbrautarinnar, Andrómeda, er einnig kölluð Messier 31 eða M31.

Nágrannastjörnuþoka Vetrarbrautarinnar

Næsti nágranni Vetrarbrautarinnar er Messier 31 – betur þekkt sem Andrómeda. Hún er í um 2,3 milljón ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni og er fjarlægasta stjarnfræðilega fyrirbæri sem sést með berum augum frá jörðu.

 

Líkt og Vetrarbrautin er Andrómeda þyrilvetrarbraut og inniheldur hún nálægt billjón stjarna.

 

Stjörnufræðingar hafa sýnt fram á að Vetrarbrautin og Andrómeda nálgast hvor aðra á u.þ.b. 100 km/sek. og stjörnufræðingar eru vissir um að Andrómeda og Vetrarbrautin muni einhvern tíma lenda saman.

 

Horfðu á myndbandið: Svona rekast þær saman.
Myndbandið frá NASA sýnir hvernig Vetrarbrautin og Andrómeda munu skella saman eftir nokkra milljarða ára. Í myndbandinu er einnig hægt að sjá Þríhyrningsþokuna.

Þessi stjörnuþokuárekstur gerist þó ekki fyrr en eftir um það bil fjóra milljarða ára og það verða ekki stjörnurnar í stjörnuþokunum heldur gasskýin sem rekast á.

 

Þetta mun leiða til risastórrar stjörnuframleiðslu í nýrri ofurþoku alheimsins, Milkomeda.

 

Áreksturinn mun ekki hafa áhrif á líf jarðar, þar sem reikistjarnan okkar verður þá löngu orðin óbyggileg.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: BABAK ARVANAGHI, MARIE WIUM

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

Lifandi Saga

„Pólskir riddarar réðust á þýska skriðdreka“

Náttúran

Finna skordýr sársauka?

Maðurinn

Heilaþvottur á að losa þig við versta óttann

Maðurinn

Sannleikurinn um heilabilun

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is