Alheimurinn

Hvar er Vetrarbrautin?

Eru sólin og Vetrarbrautin í miðju eða útjaðri alheimsins? Og hvaða stjörnuþokur eru næstar okkur?

BIRT: 02/12/2024

 

Til að svara spurningunni um staðsetningu Vetrarbrautarinnar þarf að skoða uppbyggingu alheimsins.

 

Við fyrstu hugsun telja sjálfsagt flestir að alheimurinn sé óendanlega stór – á þeim grundvelli að það sé erfitt að ímynda sér endimörk án þess að neitt sé handan þeirra. En samkvæmt nútímakenningum hefur rúmið innbyggða sveigju sem stafar m.a. af þyngdarafli stjarnanna.

 

Þetta býður upp á þann ótrúlega möguleika að alheimurinn geti verið afmarkaður án þess að eiga sér beinlínis endamörk á svipaðan hátt og yfirborð kúlu. Hugsi maður sér yfirborð kúlu sem fyrirmynd að uppbyggingu alheimsins þá er enginn staður sérstaklega afmarkaður. Á yfirborði kúlu er enginn miðpunktur og ekki heldur nein endimörk. Sé alheimur okkar af slíkri gerð, er ekki hægt að segja að sólin eða Vetrarbrautin séu á neinum sérstökum stað.

 

LESTU EINNIG

 

Í nútíma geimfræði er þó reiknað með að alheimurinn sé óendanlega stór en þó ekki á þann hátt að greinarmunur sé gerður á tilteknum punktum. Við þær aðstæður er sem sé ekki heldur hægt að segja að jörðin, sólin og Vetrarbrautin séu á einhverjum ákveðnum stað.

 

Ágæt sönnun fyrir einsleitni alheimsins felst í hinni svonefndu bakgrunnsgeislun í geimnum. Ákefð hennar er hin sama úr öllum áttum svo að ekki skeikar nema 1:100.000. Þetta fær því aðeins staðist að alheimurinn sé án miðpunkts.

 

En þótt ógerlegt sé að segja nokkuð um fast heimilsfang Vetrarbrautarinnar í alheiminum, vitum við talsvert um okkar næsta nágrenni. Vetrarbrautin okkar er hluti af stjörnuþokuþyrpingu sem við köllum grenndarþyrpinguna en í henni eru 30-40 stjörnuþokur. Víða í alheiminum er að finna stjörnuþokuþyrpingar með meira en 1.000 stjörnuþokum. Grenndarþokan er hluti af ofurþyrpingu kringum hina gríðarstóru Virgoþyrpingu.

 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Gæti dregið úr mesta sársauka legslímuflakks

Tækni

Blýböðullinn: uppfinningamaðurinn sem jók heimsku mannanna

Jörðin

Aðeins eitt af fimm trjám er heilbrigt

Lifandi Saga

Rómverjar hefndu sín grimmilega: Gyðingar hraktir frá landi sínu í heilögu stríði

Maðurinn

Eftir 4.500 blind stefnumót geta vísindamenn nú sýnt fram á: Þetta er það sem karlar og konur laðast að

Alheimurinn

Fjársjóðsleið í geimnum: 5 smástirni verða gullnámur framtíðar 

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Lifandi Saga

Api var tekinn fyrir Frakka og hengdur sem slíkur

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Maðurinn

Augnlitur – hvað ræður augnlit barna?

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is