Hvar er Vetrarbrautin?

Eru sólin og Vetrarbrautin í miðju eða útjaðri alheimsins? Og hvaða stjörnuþokur eru næstar okkur?

BIRT: 10/10/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

 

Til að svara spurningunni um staðsetningu Vetrarbrautarinnar þarf að skoða uppbyggingu alheimsins.

 

Við fyrstu hugsun telja sjálfsagt flestir að alheimurinn sé óendanlega stór – á þeim grundvelli að það sé erfitt að ímynda sér endimörk án þess að neitt sé handan þeirra. En samkvæmt nútímakenningum hefur rúmið innbyggða sveigju sem stafar m.a. af þyngdarafli stjarnanna.

 

Þetta býður upp á þann ótrúlega möguleika að alheimurinn geti verið afmarkaður án þess að eiga sér beinlínis endamörk á svipaðan hátt og yfirborð kúlu. Hugsi maður sér yfirborð kúlu sem fyrirmynd að uppbyggingu alheimsins þá er enginn staður sérstaklega afmarkaður. Á yfirborði kúlu er enginn miðpunktur og ekki heldur nein endimörk. Sé alheimur okkar af slíkri gerð, er ekki hægt að segja að sólin eða Vetrarbrautin séu á neinum sérstökum stað.

 

 

Í nútíma geimfræði er þó reiknað með að alheimurinn sé óendanlega stór en þó ekki á þann hátt að greinarmunur sé gerður á tilteknum punktum. Við þær aðstæður er sem sé ekki heldur hægt að segja að jörðin, sólin og Vetrarbrautin séu á einhverjum ákveðnum stað.

 

Ágæt sönnun fyrir einsleitni alheimsins felst í hinni svonefndu bakgrunnsgeislun í geimnum. Ákefð hennar er hin sama úr öllum áttum svo að ekki skeikar nema 1:100.000. Þetta fær því aðeins staðist að alheimurinn sé án miðpunkts.

 

En þótt ógerlegt sé að segja nokkuð um fast heimilsfang Vetrarbrautarinnar í alheiminum, vitum við talsvert um okkar næsta nágrenni. Vetrarbrautin okkar er hluti af stjörnuþokuþyrpingu sem við köllum grenndarþyrpinguna en í henni eru 30-40 stjörnuþokur. Víða í alheiminum er að finna stjörnuþokuþyrpingar með meira en 1.000 stjörnuþokum. Grenndarþokan er hluti af ofurþyrpingu kringum hina gríðarstóru Virgoþyrpingu.

 

BIRT: 10/10/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is