Alheimurinn

Vetrarbrautin – Stjörnuþokan okkar

Milljarðar stjarna og líklega gríðarfjöldi pláneta. Vetrarbrautin er gríðarlega stór og þung. Hér er skemmtilegur fróðleikur um stjörnuþokuna okkar – Vetrarbrautina.

BIRT: 22/03/2023

Hvað er Vetrarbrautin?

Vetrarbrautin er stjörnuþokan sem sólkerfi okkar og þar með Jörðin er í. Vetrarbrautin inniheldur milljarða stjarna og allar stjörnurnar sem við sjáum frá Jörðinni á himninum tilheyra Vetrarbrautinni.

 

Enska nafnið (Milky Way) kemur frá hinu lýsandi, mjólkurhvíta skýi sem hægt er að sjá á stjörnubjörtum nóttum.

 

Vetrarbrautin er venjuleg þyrilvetrarbraut og Jörðin er staðsett u.þ.b. 25.000 ljósárum frá miðju Vetrarbrautarinnar.

 

Í miðri Vetrarbrautinni er svartholið Sagittarius A (Bogmaðurinn). Séð frá Jörðu er svartholið í stjörnumerkinu Bogmanninum en þaðan kemur nafnið. Þyngd svartholsins er milljón sinnum þyngd sólar.

 

Vetrarbrautin er að minnsta kosti 13,2 milljarðar ára, þar sem elsta stjarnan sem sést í Vetrarbrautinni er á þessum aldri.

Vetrarbrautin er næstum eins gömul og alheimurinn sem er 13,8 milljarðar ára.

Hvað eru margar stjörnur í Vetrarbrautinni?

Það eru ógrynni stjarna í Vetrarbrautinni – en nákvæmlega hversu margar er ekki vitað. Samkvæmt NASA getur Vetrarbrautin okkar hýst á bilinu 100-400 milljarða stjarna.

 

Talið er að meirihluti stjarna Vetrarbrautarinnar sé svokallaðir rauðir dvergar. Þannig stjarna er helmingi minni en sólin og er mun dimmari.

 

Hvað eru margar reikistjörnur í Vetrarbrautinni?

Eins og með fjölda stjarna í Vetrarbrautinni er enn óljóst hversu margar reikistjörnur eru í Vetrarbrautinni okkar. Hins vegar er talið að mikill meirihluti stjarna hafi nálægar reikistjörnur á sama hátt og sólkerfið okkar.

 

Ef þú tekur fjölda reikistjarna í sólkerfinu okkar og margfaldar hann með þeim fjölda stjarna sem talið er að sé í stjörnuþokunni okkar, þá geta verið allt að 800 milljarðar til 3,2 billjónir reikistjarna í Vetrarbrautinni.

Átta reikistjörnur eru á braut um stjörnuna okkar Sólina. Það geta því verið nokkuð margir milljarðar reikistjarna í Vetrarbrautinni.

Hvað vegur Vetrarbrautin?

Vísindamenn hafa komist að því hver þyngd vetrarbrautarinnar er og það kemur ekki á óvart að hún er þung. Mjög þungt.

 

Og þó að slíkir útreikningar kunni að líkjast meira sérvisku en alvarlegum vísindum eru útreikningarnir nytsamlegir og verða stöðugt nákvæmari.

 

Stjörnufræðingar nota meðal annars útreikningana til að komast að því hversu mikið hulduefni er í Vetrarbrautinni.

 

Vetrarbrautin er þung – mjög þung

Einn nýjasti útreikningurinn er gerður af teymi eðlisfræðinga frá McMaster háskólanum í Kanada undir forystu Gwendolyn Eadie. Þar er byggt á nýju reiknilíkani sem er nákvæmara en aðferðirnar sem áður hafa verið notaðar.

 

Samkvæmt nýju tölunum hefur Vetrarbrautin massa sem samsvarar 700 milljörðum sinnum massa Sólar. Eða 231.000.000.000.000.000 sinnum massa Jarðar.

 

Þannig að vetrarbrautin okkar vegur 1.379.532.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000 kg. Það er hægt að einfalda þetta aðeins, hún vegur 1,38 septillion kg eða 1,379532 * 10 ^ 42 kg.

 

Og þó að þetta virðist ótrúlega þungt, er Vetrarbrautin ekki einu sinni ein af þungavigtarstjörnuþokum alheimsins. Stjörnuþokan Andrómeda vegur til dæmis tvöfalt meira.

 

Með því að bera saman þyngdina við það magn efnis sem hægt er að sjá í Vetrarbrautinni hafa stjarneðlisfræðingar einnig komist að því hversu mikið af hinu dularfulla hulduefni fyrirfinnst í Vetrarbrautinni.

 

„Með útreikningum okkar virðist sem hulduefni sé um 88 prósent af massa Vetrarbrautarinnar,“ segir Gwendolyn Eadie við The Guardian.

 

Rannsóknirnar hafa verið sendar til The Astrophysical Journal.

Næsti nágranni Vetrarbrautarinnar, Andrómeda, er einnig kölluð Messier 31 eða M31.

Nágrannastjörnuþoka Vetrarbrautarinnar

Næsti nágranni Vetrarbrautarinnar er Messier 31 – betur þekkt sem Andrómeda. Hún er í um 2,3 milljón ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni og er fjarlægasta stjarnfræðilega fyrirbæri sem sést með berum augum frá jörðu.

 

Líkt og Vetrarbrautin er Andrómeda þyrilvetrarbraut og inniheldur hún nálægt billjón stjarna.

 

Stjörnufræðingar hafa sýnt fram á að Vetrarbrautin og Andrómeda nálgast hvor aðra á u.þ.b. 100 km/sek. og stjörnufræðingar eru vissir um að Andrómeda og Vetrarbrautin muni einhvern tíma lenda saman.

 

Horfðu á myndbandið: Svona rekast þær saman.
Myndbandið frá NASA sýnir hvernig Vetrarbrautin og Andrómeda munu skella saman eftir nokkra milljarða ára. Í myndbandinu er einnig hægt að sjá Þríhyrningsþokuna.

Þessi stjörnuþokuárekstur gerist þó ekki fyrr en eftir um það bil fjóra milljarða ára og það verða ekki stjörnurnar í stjörnuþokunum heldur gasskýin sem rekast á.

 

Þetta mun leiða til risastórrar stjörnuframleiðslu í nýrri ofurþoku alheimsins, Milkomeda.

 

Áreksturinn mun ekki hafa áhrif á líf jarðar, þar sem reikistjarnan okkar verður þá löngu orðin óbyggileg.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: BABAK ARVANAGHI, MARIE WIUM

Shutterstock

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

6

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Sumt fólk sem ég þekki fullyrðir að hafa séð drauga. Ég hef aldrei upplifað neitt yfirnáttúrulegt. Er einhver skýring á þessu?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.