Alheimurinn

Dálítill fróðleikur um eitt helsta afrek mannsandans 

Það er hægt að sjá Haf kyrrðarinnar með berum augum og með góðum kíki er hægt að setja sig í fótspor Neil Armstrongs þegar Appolo 11-leiðangurinn lenti í risastórum gíg fullum af hrauni fyrir 50 árum.

BIRT: 08/11/2024

Þegar Neil Armstrong steig niður í silfurgrátt rykið var hann staddur í 385.535 kílómetra fjarlægð frá friðsælu heimili sínu.

 

Við honum blasti eyðilegur heimur af ævafornu hrauni – markað af ótal árekstrum við himintungl utan úr geimnum á síðustu milljörðum ára.

 

Þann 21. júlí 1969 varð Neil Armstrong fyrstur manna til að stíga fæti niður á tunglið – og það eina sem þú þarft til að fylgja í fótspor hans er góður kíkir.

 

Í návígi við mánann

Armstrong og kollegi hans, Buzz Aldrin, lentu í suðurhluta svokallaðs Hafs kyrrðarinnar.

 

Þú getur séð Haf kyrrðarinnar greinilega ef þún beinir kíki þínum að dökka blettinum á tunglinu:

Haf kyrrðarinnar, einnig nefnt Mare Tranquillitatis, var áfangastaður Appolo 11-leiðangursins í júlí 1969.

Haf kyrrðarinnar er gríðarlega stór flöt slétta – 873 kílómetrar í þvermál – sem hefur myndast við marga ofsafengna atburði yfir óratíma.

 

Fyrir um fjórum milljörðum árum síðan skall risavaxinn loftsteinn inn í tunglið og skyldi eftir gríðarlegar sprungur í tunglgrunninum þar sem Haf kyrrðarinnar er nú.

 

Hraun úr iðrum tunglsins tók að vella upp í gegnum sprungurnar og á næstu fimm milljón árum streymdi þessi glóandi heiti massi inn í gíginn þar til hann varð barmafullur.

 

Þegar hraunið kólnaði niður var það bergtegundin basalt sem veitti Hafi kyrrðarinnar dökkan lit sinn.

 

Eldfjöll á tunglinu gætu gosið á ný

Vísindamenn töldu lengi vel að eldvirkni á tunglinu hefði stöðvast fyrir milljarði ára.

 

En nýjar uppgötvanir sýna að sú er alls ekki raunin. Eldfjall í Hafi kyrrðarinnar gaus til dæmis fyrir einungis 18 milljón árum.

 

Þessi uppgötvun bendir á að búast megi við fleiri gosum einhvern tímann í framtíðinni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Christian Juul

© Jesper Grønne, Hvadihimlen.dk

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.