Þegar Neil Armstrong steig niður í silfurgrátt rykið var hann staddur í 385.535 kílómetra fjarlægð frá friðsælu heimili sínu.
Við honum blasti eyðilegur heimur af ævafornu hrauni – markað af ótal árekstrum við himintungl utan úr geimnum á síðustu milljörðum ára.
Þann 21. júlí 1969 varð Neil Armstrong fyrstur manna til að stíga fæti niður á tunglið – og það eina sem þú þarft til að fylgja í fótspor hans er góður kíkir.
Í návígi við mánann
Armstrong og kollegi hans, Buzz Aldrin, lentu í suðurhluta svokallaðs Hafs kyrrðarinnar.
Þú getur séð Haf kyrrðarinnar greinilega ef þún beinir kíki þínum að dökka blettinum á tunglinu:
Haf kyrrðarinnar, einnig nefnt Mare Tranquillitatis, var áfangastaður Appolo 11-leiðangursins í júlí 1969.
Haf kyrrðarinnar er gríðarlega stór flöt slétta – 873 kílómetrar í þvermál – sem hefur myndast við marga ofsafengna atburði yfir óratíma.
Fyrir um fjórum milljörðum árum síðan skall risavaxinn loftsteinn inn í tunglið og skyldi eftir gríðarlegar sprungur í tunglgrunninum þar sem Haf kyrrðarinnar er nú.
Hraun úr iðrum tunglsins tók að vella upp í gegnum sprungurnar og á næstu fimm milljón árum streymdi þessi glóandi heiti massi inn í gíginn þar til hann varð barmafullur.
Þegar hraunið kólnaði niður var það bergtegundin basalt sem veitti Hafi kyrrðarinnar dökkan lit sinn.
Eldfjöll á tunglinu gætu gosið á ný
Vísindamenn töldu lengi vel að eldvirkni á tunglinu hefði stöðvast fyrir milljarði ára.
En nýjar uppgötvanir sýna að sú er alls ekki raunin. Eldfjall í Hafi kyrrðarinnar gaus til dæmis fyrir einungis 18 milljón árum.
Þessi uppgötvun bendir á að búast megi við fleiri gosum einhvern tímann í framtíðinni.