NASA þróar sjónauka fyrir bakhlið tunglsins

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Stjörnufræði

Í öllu sólkerfinu er ekki hægt að finna heppilegri stað fyrir útvarpsbylgjusjónauka en á bakhlið tunglsins.

 

Bakhliðin snýr alltaf frá jörðu og tunglið sjálft útilokar þannig allt það flóð útvarpsbylgna sem mannlíf nútímans hefur í för með sér. Jafnframt ná öll boð niður á yfirborð tunglsins, þar eð ekkert gufuhvolf er hér til truflunar. Hjá NASA hafa menn nú stigið fyrsta litla skrefið í átt að því að koma hér upp útvarpsbylgjusjónauka. Tækin sjálf eru enn ekki til en hópur vísindamanna hefur hins vegar hafist handa við að reikna út kostnað og rafmagnsþörf og leysa þyngdarvandamál.

 

Hugmyndin er að koma upp loftneti úr þunnri, málmhúðaðri polýmíðfilmu sem einfaldlega verði rúllað út á yfirborð tunglsins. Þetta loftnet verður sett saman úr þremur lengjum, sem hver um sig verða 500 metra langar og 1 metri á breidd. Saman eiga þær að mynda T.

 

Þessi útvarpsbylgjusjónauki á ekki að vega nema um 100 kg en upplausnin verður engu að síður meiri en áður hefur þekkst.

 

Óskadraumurinn er að vísu að koma upp útvarpsbylgjusjónauka sem þeki heilan ferkílómetra einhvern tíma fyrir 2030. Þá verður það einkum geislun sem óhlaðið vetni hefur sent frá sér örskömmu eftir Miklahvell, sem vekur áhuga, þar eð þessi geislun getur gefið upplýsingar um dreifingu efnis eftir Miklahvell.

 

Vetnisgeislun liggur á FM-skalanum og jafnvel skammdrægar útvarpsstöðvar trufla allar mælingar á slíkri geislun á jörðu niðri.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is