Maðurinn

Denisova – hvað er denisova?

Þrjár tennur og örlitlar beinaleifar – þetta er það eina sem manntegundin denisova hefur skilið eftir sig. En nú hafa vísindamenn greint nákvæmlega DNA-leifar úr steingervingunum og geta loks birt andlitsmynd af þessum dularfulla frænda okkar.

BIRT: 02/01/2023

Hvað er denisova?

Árið 2008 grefur rússneski fornleifafræðingurinn Alexander Tsybankov upp steingerving í Denisovahellinum í Suður-Síberíu. Beinið er aðeins lítið brot af fingurköggli og ekki öllu stærra en títuprjónshaus. Uppgötvunin reynist hins vegar miklu stærri í sniðum.

 

Þegar beinið er DNA-greint tveimur árum síðar verður ljóst að beinið er 30-50 þúsund ára gamalt og af óþekktri manntegund.

 

Tegundin fær heitið Denisova eftir hinsta hvíldarstað þessa einstaklings í hellinum í Síberíu og á næstu árum grafa vísindamenn upp þrjár tennur og brot úr fótarbeini í hellinum.

 

Nýjustu aðferðir við DNA-greiningu ásamt nýjum steingervingum sem finnast í Tíbet gefa skýrari mynd af þessum „nýja“ forföður nútímamannsins – og bætir við nýrri vitneskju um þróun tegundar okkar.

Denisova hellirinn í Rússlandi er nefndur eftir einsetumanni að nafni Dennis sem bjó þar einhvern tíma á 18. öld. Árið 2008 fundu fornleifafræðingar fyrst steingervinga úr hinum þá óþekkta fornmanni denisova.

Hvenig leit denisova út?

Brot úr fingurköggli og nokkrar tennur.

 

Það var allt og sumt sem vísindamennirnir hjá Hebrewháskólanum í Jerúsalem í Ísrael höfðu í höndunum árið 2019, þegar þeir ákváðu að endurskapa útlit stúlkunnar sem fengið hefur heitið Denisova 11 og fannst í Síberíu.

 

Svo er nýjustu DNA-greiningartækni fyrir að þakka að út frá þessum fáu beinaleifum tókst að fá innsýn í útlit þessarar stúlku.

Þessi endurgerð andlits 13 ára stúlku, Denisova 11, byggist á sértækum DNA-greiningum á beinaleifum.

Með því að greina sérstaklega þá efnabyggingu í erfðamenginu sem ákvarðar hvaða gen eru virk og hver óvirk, tókst að finna alls 56 þætti sem voru öðruvísi en í bæði Neandertalsmanni og nútímamanni.

 

Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að Denisovamenn hafi trúlega líkst Neandertalsmönnum hvað varðaði t.d. lengd andlits og breiðar mjaðmir en hafi líka haft eigin sérkenni, svo sem breiðari höfuðkúpu og breiðari kjálka.

Denisovamenn líkari Neandertalsmönnum

1

1. Flatur hvirfill

Að ofan var höfuðkúpan flatari en á okkur en áþekk höfuðkúpu Neandertalsmannsins.

2

2. Lágt enni

Ennið var lægra en enni nútímamanna en svipað og á Neandertalsmönnum

3

3. Stór grunnur

Sá grunnur sem höfuðkúpan hvílir á var stærri en hjá nútímamönnum en ámóta og hjá Neandertalsmanninum.

Hvar bjuggu denisovar?

 

DNA-greiningarnar sýndu líka að Denisovamenn höfðu sérstakt genaafbrigði sem eykur þol gagnvart súrefnisskorti sem getur gert vart við sig í mikilli hæð.

 

Hvers vegna tegundin hafði þetta þol, þegar bústaðir hennar voru aðeins í 700 metra hæð yfir sjávarmáli, eins og í Denisovahellinum olli vísindamönnunum heilabrotum. En skýringin fékkst árið 2019. Þetta fólk lifði líka uppi í fjöllum.

 

Sú niðurstaða fékkst eftir að kínverskir vísindamenn höfðu rannsakað steinrunninn mannskjálka sem fannst 1980 í Baishiya Karsthelli í 3.280 metra hæð á tíbetsku sléttunni við Himalajafjöll.

 

Kjálkinn komst ekki í hendur vísindamanna fyrr en meira en 30 árum síðar og þá sýndu prótíngreiningar að hann var af Denisovamanni.

 

MYNDSKEIÐ: Sjáðu endurgerð af denisova-kjálkanum

Denisovakjálkinn var um 120 þúsund árum eldri en síberísku steingervingarnir og sýndi að Denisovamenn höfðu þróað hæfnina til að lifa í mikilli hæð áður en þeir héldu frá Tíbet til Síberíu.

 

Umfangsmikil rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á 27.000 Íslendingum sýndi svo árið 2020 að Denisovamenn hafa verið mun útbreiddari en áður var talið.

 

Íslendingar bera í sér leifar af erfðaefni Denisovamanna og það þýðir væntanlega að tegundin hefur einnig lifað miklu vestar en álitið hafði verið.

denisova-levesteder

Denisova DNA sem fannst í Evrópubúum bendir til þess að Denisova (rautt) hafi deilt stóru búsvæði með Neanderdalsmönnum (blátt).

Af hverju hvarf Denisova?

Erfðaefni Denisovamanna gæti hafa endað í núlifandi Evrópumönnum eftir blöndun Denisova- og Neandertalsmanna sem vitað er að síðar blönduðust nútímamönnum.

 

Þessi kenning styrktist enn þegar fornleifafræðingar fundu einnig leifar erfðaefnis Neandertalsmanna í beinaleifum stúlkunnar Denisova 11.

 

Vísindamenn telja að Denisova- og Neandertalsmenn hafi dáið út um svipað leyti eða fyrir nálægt 40.000 árum.

Aðrar fornar manntegundir

Homo heidelbergensis

Uppgötvun: 1907 í Þýskalandi.

Dó út: Fyrir 120.000 árum.

 

Homo floresiensis

Uppgötvun: 2003 á Indónesíu.

Dó út: Fyrir 50.000 árum.

 

Neandertalsmaður

Uppgötvun: 1829 í Belgíu.

Dó út: Fyrir 40.000 árum.

 

Homo erectus

Uppgötvun: 1891 í Indónesíu.

Dó út: Fyrir 108.000 árum.

 

Homo Luzonensis

Uppgötvun: 2007 á Filippseyjum.

Dó líklega út: Fyrir 50-40.000 árum.

Nákvæmlega hvað varð Denisovamönnum endanlega að aldurtila er ekki vitað en í framtíðinni gera vísindamenn sér vonir um að fá svar við þeirri spurningu ásamt mörgum öðrum.

 

Charles Perreault hjá ríkisháskólanum í Arizona tók þátt í greiningum á steingervingunum úr Baishiya Karsthellinum í Tíbet og í tengslum við nýjustu uppgötvunina 2019 sagði hann:

 

„Baishiya Karsthellirinn veitir okkur einstæða innsýn í lifnaðarhætti Denisovamanna og eftir þessar uppgötvanir getum við slegið því föstu að Denisovamenn, rétt eins og Neandertalsmenn, voru ekki aðeins einhver hliðargrein á ættartré mannsins. Þessar tegundir voru hluti af stóru netverki forfeðra okkar og formæðra og lögðu til hluta af erfðamengi okkar og formuðu þróun mannsins á ýmsa vegu – sem við erum rétt að byrja að skilja.“

 

Homo sapiens stundaði kynlíf með öðrum manntegundum

Nútímamaðurinn – Homo sapiens – kom fram í Afríku fyrir um 300.000 árum. Á undanförnum áratugum hafa fundist steingervingar Homo sapiens t.d. í Ísrael og Sádi-Arabíu og sýndu fram á að nútímamenn fluttu frá Afríku fyrir allt að 200.000 árum.

 

Þetta þýðir að forfeður okkar komust í snertingu við aðrar manntegundir sem þegar bjuggu á stóru hluta hnattarins – og DNA greiningar sýna að nútímamenn hafa stundað kynlíf með einhverjum þeirra.

 

Fyrir um 100.000 árum stunduðu Austur-Neanderdalsmenn kynlíf með nútímamönnum. Þetta sýnir rannsókn frá árinu 2016, þar sem hægt var að finna hluta af erfðaefni Homo sapiens í steingervingum Neanderdalsmanna sem eru að minnsta kosti 100.000 ára gamlir. Hins vegar er ekki vitað hvort þessi manntegun eigi afkomendur í dag.

 

40.000 árum síðar skiptust nútíma Evrópubúar á genum með vestrænum Neanderdalsmönnum, líklega í Miðausturlöndum. Hin nána sambúð hélt áfram í Evrópu, sem þýðir að núlifandi Evrópubúar bera á milli eitt og fjögur prósent erfðaefnis Neanderdalsmanna.

 

Homo sapiens var samt ekki við eina fjölina felldur því samkvæmt rannsókn frá árinu 2018 sem birt var í vísindatímaritinu Cell eignuðust nútímamenn einnig börn með hinum forna Denisova á tveimur mismunandi tímabilum í Asíu.

 

Bandarísk rannsókn sýnir að Homo sapiens stundaði einnig kynlíf með afrísku mannategundunum Homo erectus og Homo habilis fyrir um 60.000 til 20.000 árum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Andreas Ebbesen Jensen

© Демин Алексей Барнаул,© Maayan Harel,© Maayan Harel/EPA/Ritzau Scanpix/E. Andrew Bennett et al./AAAS/David Gokhman et al./Cell/Shutterstock,© Ken Ikeda Madsen & Shutterstock

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Vinsælast

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

3

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

4

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

5

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Lifandi Saga

Í fallhlíf til helvítis: Slökkviliðsmenn stukku beint niður í eldhafið

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Sérsveitarhermaðurinn Ehud Barak barðist með hnífum, hríðskotaskammbyssu og í kvenklæðum gegn fjandmönnum Ísraela um áratugaskeið en þrátt fyrir þessa fortíð reyndi hann að skapa varanlegan frið við Palestínumenn þegar hann varð forsætisráðherra.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is