1 Gigantopithecus: 300 kg
Árið 1935 fundust fyrst leifar af Gigantopithecus í Suðaustur-Asíu. Tegundin var skyld órangútönum og þrír metrar á hæð, þegar apinn stóð uppréttur.
Rannsóknir á tönnum sýna að tegundin var plöntuæta. Gigantopithecus dó ekki út fyrr en fyrir um 300.000 árum og gæti hafa komist í kynni við Homo erectus.
2. Górilla: 180 kg
Af fjórum núlifandi górillum er austurstofn láglendisgórillna í Kongó stærsti apinn. Uppréttur er hann nærri 2 m á hæð.
Rétt eins og aðrar górillur er þessi í útrýmingarhættu og talningar sýna að ekki séu nema um 5.000 eftir.
LESTU EINNIG
3. Choroapithecus: 160 kg
Choroapithecus telja sumir vísindamenn snemmborna górillutegund og af tönnum að dæma hefur apinn verið nærri jafnstór og núlifandi górillur.
Tegundin lifði í Eþíópíu fyrir um 8 milljón árum og hafði aðlagast hnetum og hörðum ávöxtum.
4. Nakalipithecus: 120 kg
Nakalipithecus var uppi fyrir rúmum 10 milljónum ára í þurru skóglendi í Keníu. Nákvæmlega hversu stór apinn var, er óvíst. Leifar sem fundist hafa virðast eingöngu úr apynjum.
Tegundin er elsti mannapi sem fundist hefur í Afríku.
5. Ouranopithecus: 110 kg
Ouranopithecus fannst í Grikklandi og hefur verið uppi fyrir 8-9 milljónum ára.
Mikill stærðarmunur var á kynjum og karlaparnir hafa minnt á górillur nútímans. Tennurnar, einkum í apynjum, minna þó meira á ætt manna, Homo.