Af hverju eru górillur svona sterkbyggðar?

Hvernig stendur á því að górilluapar skuli vera svona vöðvamiklir og sterkir, þegar þeir éta nánast eingöngu plöntur og hreyfa sig ekki mjög mikið?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Górillur hafa sérstöðu meðal núlifandi prímata, bæði hvað varðar stærð og styrk og sérhæfingu í grænmetisfæði. Fullvaxinn karlapi getur orðið 200 kg en apynjur eru um helmingi léttari.

 

Górillur lifa nánast einvörðungu á plöntufæði, svo sem berki, blöðum, rótum, brumhnöppum og ávöxtum. Öfugt við simpansa éta górillur ekki stærri dýr en maura. Þótt sumir af uppáhaldsplöntuhlutum þessara apa séu prótínríkir, er fæðið í heild sinni fremur prótínsnautt. Á búsvæðum þeirra er t.d. minna um ávexti með auðmeltum sykri, en simpansar búa við.

 

Górilluaparnir komast af með þetta grófa og tiltölulega næringarsnauða fæði vegna þess að þeir eru stórir og meltingarvegurinn er þess vegna mjög langur og með stórt yfirborð. Fæðan er mjög lengi í vinnslu áður en næringarefnin berast inn um þarmaveggina. Rannsóknir hafa sýnt að górillur nota 50 klukkustundir til að melta fæðuna, en simpansar aðeins 30 tíma og þeir þurfa því næringarríkari fæðu. Í górillum er botnlanginn stór og þar er mikið af bakteríum sem brjóta niður sellulósa, eða tréni, og auðvelda þar með upptöku prótína og annarra næringarefna. Að öllu samanlögðu ná górilluaparnir sem sagt nægu prótíni úr plöntufæðinu til að byggja upp þessa stóru vöðva.

 

Eins og önnur stór dýr sem lifa á plöntum, þurfa górillur að éta mikið til að fá næga orku og næringu. Þessir apar eyða því löngum tíma til að éta og melta matinn á jörðu niðri og fara sér þá að engu óðslega. Górillur gera þó ýmislegt annað og nota þá tækifærið til vöðvaræktar. Á skógsvæðum verja aparnir t.d. talsverðum tíma uppi í allt að 35 metra háum trjám og þeir eiga líka til að ganga tveggja km leið að góðu ávaxtatré.

 

Ungir karlapar æfa líka glímutök af miklu kappi til að búa sig undir að stofna sinn eigin yfirráðahóp. Erfðir og lífeðlisfræði eiga líka sinn þátt í skýringunni á þessum mikla vöðvamassa.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

FÁÐU AÐGANG AÐ VÍSINDI.IS

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is