Náttúran

Bónóbóapar ættleiða unga annarra

Vísindamenn hafa í fyrsta sinn séð bónóbóapa ættleiða óskylda apaunga.

BIRT: 11/08/2022

Dýr í náttúrunni hugsa oft um afkvæmi hvers annars en það er óvenjulegt að þau ættleiði ungana að fullu. Enn sjaldgæfara er að afkvæmi sem ekki eru hluti af fjölskyldunni verði fullgildir meðlimir hennar.

 

Þetta hafa vísindamenn einmitt séð í Luo-friðlandinu í Kongó, Afríku. Tvö kvendýr apategundarinnar bónóbó (dvergsimpansar) hafa ættleitt afkvæmi annarra.

 

Kvendýrin tvö – úr sitt hvorum hópi bónóbóapa – sáu um, báru og útveguðu mat fyrir unga í að minnsta kosti eitt ár.

 

Svona hegðun hefur áður sést hjá prímötum – en þetta er í fyrsta skipti sem hún sést hjá mannöpum eins og bónóbóöpum.

 

MYNDBAND: Ættleiddur bónóbóungi nýtur sín vel með kjörmóður sinni

Hinn ættleiddi ungi Flora (hægra megin og snýr að myndavélinni) borðar ávexti með kjörmóður sinni, Marie og öðrum apaunga, Margaux.

Ungarnir birtust allt í einu

Á vikutíma þegar vísindamennirnir fylgdust ekki með öpunum birtust nýir apaungar skyndilega í hjörðinni.

 

Kvenapinn Marie átti fyrir tvo unga en ættleiddi svo Floru sem vísindamennirnir vissu að tilheyrði öðrum hópi bónóbóapa.

 

Marie sá um og passaði alla þrjá ungana – og gaf tveimur þeirra brjóst. Samkvæmt einum vísindamanninum, veitti hún hins vegar sínum eigin afkvæmum aðeins meiri athygli en ættleidda unganum.

 

Hinn kvenapinn sem heitir Chio er á fimmtugsaldri og ættleiddi Ruby. Jafnvel þótt Chio framleiddi ekki lengur mjólk leyfði hún Ruby að vera á brjósti.

 

Erfðagreiningar sýndu í kjölfarið að enginn unganna var skyldur hópunum tveimur.

 

Simpansar geta drepið ókunna unga

Líffræðingar eru mjög hissa á hegðuninni. Aðrir mannapar eins og simpansar eru oft fjandsamlegir ungum úr öðrum hópum – og drepa þá stundum.

 

Ólíkt simpönsum eru bónóbóapar yfirleitt umburðarlyndir og vinveittir öðrum hópum sem þeir hitta til að deila mat og til mökunar.

 

Ættleiðingar ókunnra unga geta þannig tengst almennri hegðun bónóbóapa, telja vísindamennirnir.

Líklega eru aðeins um 10.000 bónóbóapar sem lifa villt í náttúru Vestur-Afríku og eru þeir í mikilli útrýmingarhættu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN BJØRN-HANSEN

Natoko Tokuyama

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

Lifandi Saga

Guð bannaði hjónaskilnaði

Heilsa

Einelti skapar óhugnanleg ummerki í heila

Náttúran

Stutt samantekt: Þetta eru 5 verstu gastegundirnar

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Plástur notaður til að lækna hjarta 46 ára konu

Heilsa

Eiturkönguló getur linað skaða eftir blóðtappa

Alheimurinn

Á manneskjan sér framtíð í geimnum?

Maðurinn

Húðliturinn ræðst af D-vítamíni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is