Menning og saga

Neandertalsmenn töluðu eins og við

Nánasti ættingi okkar, Neandertalsmaðurinn, hafði sömu hæfni til að tala og skilja talmál og við. Þetta sýna nýjar þrívíddarrannsóknir.

BIRT: 14/11/2024

Þegar Homo sapiens hitti fyrir Neandertalsmenn fyrir tugum þúsunda ára gátu þessir náfrændur trúlega skilið hvor annan með notkun raddbandanna.

 

Nýlegar rannsóknir benda alla vega til þess að Neandertalsmenn hafi bæði getað talað og skilið tal jafn vel og Homo sapiens.

 

Þetta sýna þrívíddarlíkön af innra eyra Neandertalsmanna sem vísindamenn við Binghamtonháskóla í Englandi og Alcaláháskóla á Spáni hafa gert í sýndarveruleika eftir skannanir á steingerðum höfuðkúpum og síðan með samanburði við skannamyndir af Homo sapiens og höfuðkúpu af forföður Neandertalsmannsins sem nefnist Sima hominin.

Nýjar rannsóknir á höfuðkúpum Neandertalsmanna (fremst) sýna að þeir gátu trúlega talað og skilið á sama hátt og Homo sapiens (aftast).

Gögn úr sýndarveruleikalíkönum voru greind með sérhönnuðum hugbúnaði og niðurstaðan varð sú að Neandertalsmenn hafi heyrt hljóð á sama tíðnisviði og nútímamenn.

 

Vísindamennirnir gátu líka reiknað út hve næm heyrn Neandertalsmanna hefur verið. Í ljós koma að „bandbreiddin“ hefur verið mjög svipuð og hjá nútímamönnum.

 

Notuðu líklega fleiri samhljóða

Mercedes Conde Valverde hjá Alcaláháskóla segir rannsóknirnar sýna að Neandertalsmenn hafi búið yfir háþróuðu og flóknu raddsamskiptakerfi.

 

Nýju rannsóknirnar sýna líka að Neandertalsmenn hafa verið vel hæfir til að nota samhljóða sem einmitt er það sem skilur tal manna frá hljóðum sem t.d. aðrir prímatar nota.

Þrívíddarlíkön veittu innsýn

Vísindamenn báru saman skannanir af höfuðkúpum Neandertalsmanna, Homo sapiens og tegundarinnar Sima hominin.

Báru saman þrjár undirtegundir

Vísindamenn báru saman höfuðkúpur Homo sapiens, eldri tegundarinnar Sima hominin og Neandertalsmanna og fengu þrívíddarmyndir af innra eyranu.

Talgáfan býr í innra eyranu

Skannanir sýndu að innra eyra Neandertalsmanna var flókið og vel þróað. Litirnir fjórir á myndinni sýna mismunandi hluta innra eyrans.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN BJØRN-HANSEN

Shutterstock,© Mercedes Conde Valverde

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is