Á heimsvísu falla til meira en 2 milljarðar tonna af heimilissorpi á ári. Það eru 250 kg á mann og væri allt meðhöndlað eins vel og hægt er, hefði það mikil loftslagsáhrif.
Árið 2021 skilaði breska ráðgjafarfyrirtækið Eunomia skýrslu sem sýnir að ef allt sorp væri flokkað og meðhöndlað árið 2030 myndi með því draga úr losun sem nemur 2,76 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum á ári.
2,76 milljarða tonna af gróðurhúsalofti getum við sparað lofthjúpnum með því að flokka og endurvinna allt sorp. Það samsvarar um 5,5% af allri losun okkar.
Þessa tölu má setja í samhengi við heildarlosunina sem nemur um 50 milljörðum tonna koltvísýringsígilda.
Gler og málmur eru frábær endurvinnsla
Einna mikilsverðasti ávinningurinn er fólginn í endurvinnslu glers. Útreikningar sýna að ef Bandaríkjamenn ykju endurvinnslu glers úr 33% í 50% jafngildir samdráttur í losun um 300.000 bensínbílum.
Málmar vega líka þungt í þessum útreikningum. Það er tiltölulega einfalt að flokka málma í sundur og endurvinna þá og einmitt þess vegna er ávinningurinn mikill.
Endurvinnsla áls er eitt af því sem sparar mesta orku og gagnast loftslaginu þannig.
Endurvinnsla áls krefst t.d. aðeins 5% þeirrar orku sem fer í að framleiða nýtt ál á báxíti.
Jafnvel matarúrgangana er unnt að endurvinna loftslaginu til gagns. Umbreyting matarleifa í mold á jarðgerðarstöð framleiðir eldsneyti í stað þess að úrgangurinn rotni og losi metan upp í gufuhvolfið.