Náttúran

Þannig dregur þú úr sorpinu

Matur, föt og byggingarefni eru meðal þess sem mest áhrif hafa á loftslagið. Skoðaðu þær fjórar gerðir sorps sem losa mestan koltvísýring og hvernig þú getur dregið úr því sorpi sem berst frá þér.

BIRT: 15/12/2022

Þú kannast örugglega við þetta. Aftast í ísskápnum finnur þú hálfa sítrónu sem er orðin mygluð eða pakka af áleggi sem lyktar undarlega.

 

Eftir matinn hendir þú nokkur hundruð grömmum af mat, sem hefur verið afgangs. Allt endar þetta sem úrgangur, rétt eins og ódýru og fjöldaframleiddu fötin sem slitna hratt, mikið magn af plastúrgangi og aðrar vörur úr hversdagslífi okkar.

 

Þótt hluta af þessu rusli sé hægt að endurvinna eða breyta í nýjar vörur – til dæmis gosflöskur og bjórdósir – endar stærsti hluti úrgangs í Evrópu í dag í urðun eða brennslu.

 

En það þarf ekki að vera þannig.

Matarsorp

20% af öllum mjólkurvörum, 30% af kornvörum og allt að 45% af öllum ávöxtum og grænmeti fer beint í ruslið.

Þriðjungur af matvörum er aldrei nýttur

Einn stærsti loftslagsskaðvaldurinn felst í matvælum sem fleygt er. Á heimsvísu gildir það um þriðjung allrar matvælaframleiðslu.

 

Talsverðu fleygjum við sjálf á heimilinu en matvæli verða líka ónýt áður en þau komast í sölu og verslanir losa sig líka við útrunnin matvæli.

 

Rotnandi matvæli framleiða metangas sem er 25 sinnum skaðlegri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur.

 

Landbúnaðarvélar og flutningabílar losa líka koltvísýring.

 

Nautgriparækt veldur mikilli losun. Dýrin sjálf losa metan og þurfa bæði landrými og fóður. Skógar eru felldir vegna beitarþarfar og undir akra.

 

  • Sökin: Matvörur losa mikið af gróðurhúsalofti í framleiðslu, flutningum og á ruslahaugum.

 

  • Loftslagssporið: Um 8% af allri koltvísýringslosun.

 

  • Þannig minnkar þú losun: Taktu tillit til þess sem er í kæliskápnum þegar þú kaupir í matinn. Mundu að ýmis matvæli endast mun lengur en dagsetning segir til um en hafðu líka í huga að t.d. fiskur og kjöt getur skemmst.

Byggingasorp

Efni til nýbygginga valda losun í framleiðslu og mikið af þeim endar sem sorp.

Múrsteinar og gifs hafa áhrif á loftslagið

Ef þú hyggst byggja nýtt hús fremur en að kaupa gamalt hús og gera upp, ættirðu að hugsa þig um – alla vega frá loftslagssjónarmiði.

 

Byggingariðnaður er ábyrgur fyrir meira en 35% af úrgangi í ESB-ríkjum og rannsóknir sýna að það er mun loftslagsvænna að endurnýja gömul hús en byggja ný.

 

Úrgangur frá byggingum stafar m.a. af óvönduðum vinnubrögðum, oft vegna rangra útreikninga á efnisþörf en margt er líka óhjákvæmilegt, svo sem afgangar sem falla til við sögun og margt fleira.

 

  • Sökin: Mikill úrgangur fellur til við byggingar, m.a. múrsteinar, steypuklumpar og hlutar af gifsplötum.

 

  • Loftslagssporið: 11% af allri koltvísýringslosun.

 

  • Þannig minnkar þú losun: Endurnýjaðu fremur en að byggja nýtt. Veldu efni sem hafa minni loftslagsáhrif, svo sem timbur sem heldur í sér kolefni.

Textílefni

Á síðustu 20 árum höfum við keypt æ fleiri flíkur sem við notum æ sjaldnar.

Klæðaskápurinn þinn hefur margt á samviskunni

Á 15 árum hefur fataframleiðsla meira en tvöfaldast en á sama tíma höfum við stytt notkunartíma t.d. gallabuxna eða stuttermabola.

 

Heil 73% af fötunum sem við fleygjum lenda í urðun eða brennslu. Alls er talið að 92 milljónum tonna af fötum sé fleygt árlega.

 

Gallinn er sá að í hverri flík eru oft mismunandi efni, t.d. er bómull oft blönduð pólýesterþráðum. Við bætast svo rennilásar og hnappar og að samanlögðu getur verið illmögulegt að endurvinna flíkurnar.

 

  • Sökin: Föt eru fjöldaframleidd af ódýru vinnuafli en gæðin eru léleg. Þau er erfitt að endurvinna.

 

  • Loftslagssporið: 10% af allri koltvísýringslosun.

 

  • Þannig minnkar þú losun: Notaðu fötin lengur áður en þú fleygir þeim og kauptu sjaldnar ný föt. Þvoðu þau við lægri hita, t.d. 30 gráður fremur en 40.

Plast

Aðeins 9% plastúrgangs eru endurnýtt. Annað er brennt eða endar í sjó.

Flöskur og umbúðir á víð og dreif

Plast er notað í allt frá drykkjarflöskum upp í bíla og er að finna í mismunandi útgáfum þannig að plastið er ýmist hart eða mjúkt.

 

ABS-plast er hart og t.d. notað í legókubba en PET-plast er notað í flöskur.

 

Plast er í rauninni prýðilegt efni. Það er t.d. léttara en gler og brotnar ekki jafn auðveldlega sem þýðir að framleiðslan losar minni koltvísýring.

 

Samt stafa 4,5% af allri slíkri losun frá plastframleiðslu þar eð orkan til vinnslunnar kemur að mestu úr jarðefnaeldsneyti.

 

  • Sökin: Plast er allt í kringum okkur. Framleiðsla og flutningur losa koltvísýring.

 

  • Loftslagssporið: 4,5% af koltvísýringslosun á heimsvísu.

 

  • Þannig minnkar þú losun: Flokkaðu plast í endurvinnslu til að unnt sé að endurvinna það. Veldu vörur í endurvinnanlegum umbúðum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Mikkel Meister,

Shutterstock,

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.