Náttúran

Dularfullir demantar finnast í mörgum loftsteinum

Undarlegir sexhyrndir demantar hafa fundist í allmörgum loftsteinasýnum. Vísindamennirnir sem gerðu þessa uppgötvun hafa þó ákveðna hugmynd um hvaðan þeir séu komnir.

BIRT: 13/10/2022

Afar sjaldgæf gerð demanta hefur fundist í fjórum loftsteinabrotum í norðvesturhluta Afríku. Slíkir demantar myndast ekki á okkar hnetti.

 

Demanturinn kallast lonsdaleít og er myndaður úr kolefni eins og venjulegir demantar.

 

Frumeindir í venjulegum demöntum raða sér í teningslaga mynstur en í þessum demöntum raða frumeindirnar sér í sexhyrninga. Þetta er svo sjaldgæft að ýmsir sérfræðingar hafa efast um tilvist slíkra demanta og velt fyrir sér hvort um geti verið að ræða einhverskonar ófullburða demantamyndun.

Vísindamennirnir uppgötvuðu sexhyrnda demantana (dökka svæðið á miðri myndinni) með rafeindasmásjá.

Þessi rannsókn sýnir afdráttarlaust að lonsdaleít er til,“ segir Dougal McCulloch prófessor við RMIT-háskólann í Ástralíu, einn þeirra vísindamanna sem gerðu uppgötvunina.

 

Þúsundfalt stærri en fyrri lonsdaleít-steinar

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vísindamenn hafa talið sig finna lonsdaleít-demanta.

 

Á sjöunda áratugnum voru skráðar uppgötvanir sexhyrndra demanta í allmörgum loftsteinabrotum bæði frá Indlandi og Bandaríkjunum. Stærðin var þó aðeins fáeinir nanómetrar og á þeim tíma var erfitt að staðfesta að form svo smárra demanta væri í raun sexhyrnt.

Tveir vísindamannanna að baki uppgötvuninni. Andy Tomkins (til vinstri) hjá Monash-háskóla og doktorsneminn Alan Salek hjá RMIT-háskólanum virða fyrir sér eitt af sýnunum úr úreilít-loftsteinunum.

Af þessum sökum einsettu vísindamennirnir sér nú að grandskoða 18 mismunandi loftsteinasýni, þar af 17 frá Afríku og eitt frá Ástralíu.

 

Til rannsóknanna beittu þeir afar kraftmikilli smásjá sem nýtir rafeindageisla í stað ljóss, svonefndri rafeindasmásjá.

 

Í fjórum af þessum sýnum fundu vísindamennirnir hið sexhyrnda demantaform og meira að segja allt upp í fáeina míkrómetra að stærð sem er þúsundföld stærð á við nanómetrasteinana sem áður höfðu fundist. Stærðin er engu að síður minni en þykkt eins höfuðhárs.

 

Mynduðust eftir umferðarslys í geimnum

Vísindamennirnir skoðuðu líka talsvert nánar en áður þá sjaldgæfu svonefndu úreilít-loftsteina sem fluttu þessa demanta til jarðar.

 

Efnasamsetningin leiddi í ljós að loftsteinarnir eru að líkindum ættaðir úr möttli dvergplánetu.

 

Smásjárrannsóknirnar leiddu líka í ljós að demantarnir gætu hafa myndast við efnahvörf milli grafíts og kröftugrar blöndu metans, súrefnis og brennisteins sem að líkindum hefur orðið til við árekstur loftsteins og dvergplánetu fyrir 4,5 milljörðum ára og þeytt bergbrotum út í geiminn.

 

Stærðfræðilegir útreikningar hafa sýnt að sexköntuðu demantarnir geta verið allt að 60 sinnum harðari en þeir demantar sem myndast hér á jörð. Þá kenningu er þó ekki gerlegt að sanna nema með prófun sem krefðist ofboðslegs þrýstings.

 

En reynist kenningin standast telja vísindamennirnir að sexhyrndir demantar gætu komið að margvíslegum notum í iðnaði – að því tilskyldu að einhvern tíma finnist aðferð til að framleiða þá.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock,© Alan Salek/RMIT University,© RMIT University

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.