Maðurinn

Dularfullur sjúkdómur sést í heilanum

Vísindamenn eru nú komnir á spor hinnar dularfullu vefjagigtar, sem veldur þrálátum verkjum um allan líkamann. Vefjagigt eða fibromyalgia hefur reyndar stundum verið talin tóm ímyndun.

BIRT: 12/10/2022

Fólk sem þjáist af vefjagigt lifa í stöðugum sársauka af óþekktri ástæðu. Nú eru sænski og bandarískir vísindamenn komnir á slóð uppruna þessa dularfulla sjúkdóms.

 

Vefjagigt einkennist af þrálátum verkjum víða í líkamanum, einbeitingarerfiðleikum, þreytu og höfuðverk.

Um 2% fullorðinna þjást af sjúkdómnum, en níu af hverjum tíu eru konur.

Hvað er vefjagigt?

Heitið fibromyalgia merkir sársauki í sinum og vöðvum. Á íslensku er sjúkdómurinn nefndur vefjagigt. Það eru truflanir í miðtaugakerfinu sem leiða til óljósra verkja víða í líkamanum.

 

Margir sjúklingar lýsa þessum ólæknandi sjúkdómi þannig að þeim sé allsstaðar illt.

 

Eins og staðan er núna er ekki hægt að lækna sjúkdóminn, en sé hann greindur nógu snemma er unnt að lifa áfram góðu lífi með réttum stuðningi.

Bólgnar frumur í taugakerfinu eru skaðvaldurinn

Rannsóknir vísindamannanna benda til að sjúkdómurinn stafi af bólguviðbrögðum í heila og þar komi tróðfrumur – stoðfrumur taugafrumnanna – við sögu.

 

Vísindamennirnir rannsökuðu tvær gerðir tróðfrumna, míkrótróðfrumur og stjarnfrumur í 31 sjúklingi og uppgötvuðu að einkum míkrótróðfrumurnar voru mjög virkar.

 

Míkrótróðfrumur gegna lykilhlutverki varðandi ónæmiskerfið í heilanum og þær fjarlægja m.a. framandi örverur. Þegar vefjagigt er annars vegar virðist sem frumur bregðist of harkalega við og valdi óþarfa bólgum.

Vísindamenn sjá óeðlilega virkni í tilteknum taugafrumum hjá sjúklingum með vefjagigt.

Vefjagigtin virðist auka næmi taugabrauta sem bera sársaukaboð og auka þannig á fjölda þeirra sársaukaboða sem berast.

 

Lífeðlisfræðileg skýring getur rutt brautina fyrir ný meðferðarúrræði og eytt grunsemdum um að ástandið byggist á ímyndun.

 

Svona hefur vefjagigt áhrif á líkamann

1

Vöðvar og liðir

Fyrstu einkenni sjúkdómsins eru verkir í vöðvum og liðum.
Vöðvaverkir geta verið slæmir á morgnana, þegar vöðvarnir eru stífir eftir svefninn og líkaminn hefur ekki hreyft sig í langan tíma.
2

Heilinn

Þú getur fundið fyrir bæði einbeitingarörðugleikum og þreytu, en einkum er höfuðverkur þó meðal algengustu einkenna sjúkdómsins.
Oft verður fólk of þreytt til að geta framkvæmt það sem það langar til að koma í verk, nema hvíla sig einhvern tíma yfir daginn.
Sumir sjúklingar upplifa líka geðræn viðbrögð.
3

Maginn

Magaverkir og ógleði eru líka algeng einkenni.
4

Blaðran

Stundum getur þvagblaðran orðið viðkvæm og fólk upplifir vandamál við að létta á sér.
5

Þarmar

Ristillinn getur orðið viðkvæmur og það lýsir sér með magaþembu og ýmist hörðum eða linum hægðum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock,© Shutterstock & ken ikeda,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Andspyrnustríð á Balkanskaga: Mulningsvél Títós

Náttúran

Topp 5 – Hvaða hryggdýr er langlífast?

Spurningar og svör

Fær það virkilega staðist að ánamaðkar geti skipt sér?

Menning og saga

Hvað er víkingur?

Læknisfræði

Tekist hefur að lengja æviskeið músa um 41%

Lifandi Saga

Sannleikurinn um hið afskorna eyra Van Goghs

Glæpir

Billy the Kid gerður ódauðlegur

Maðurinn

Hvers vegna lekur úr heilbrigðu nefi í kulda?

Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Maðurinn

Andlitið er þitt sterkasta vopn

Lifandi Saga

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is