Náttúran

Dýr á barmi sjálfsvígs 

Þrátt fyrir að dýr ætli sér nær aldrei að ljúka lífi sínu velja bæði höfrungar, býflugur og blaðlýs að gera það.

BIRT: 26/08/2023

Sjálfsvígssprengja

Skordýrasprengja verndar flokkinn

 

Blaðlúsin er slunginn efnafræðingur og getur búið til sprengjur í iðrum sínum með skjótum hætti.

 

  • Ástæða: Verndun tegundarfélaga.

 

  • Aðferð: Sprenging

 

Litla blaðlúsin er sannkallað gómsæti fyrir t.d. maríuhænur. Þess vegna lifir hún oft í sambýli með maurum sem verja lýsnar en fá greitt í formi dísætra dropa sem blaðlúsin gefur af sér. Blaðlýs búa þó sjálfar yfir ennþá öflugra vopni en munnlimum og maurasýru mauranna.

 

Þegar ráðist er á hóp blaðlúsa getur sérhver einstaklingur tekið þá hugrökku ákvörðun að breyta sér í sjálfsvígssprengju. Um leið og maríuhænan er komin í návígi, springur blaðlúsin með þvílíkum krafti að mörgum sinnum stærri óvinurinn þeytist langt burt frá hópnum.

 

Blaðlúsin getur einnig sprungið eftir að hafa verið étin og með þeim hætti veitt rándýrinu sem mestan skaða.

 

Drukknun

Höfrungur drekkti sér úr sorg

Sjálfsvíg virtist vera eina leiðin út fyrir óhamingjusaman höfrung sem missti besta vin sinn.

 

  • Ástæða: Sorg

 

  • Aðferð: Drukknun

 

Ein undarlegasta frásögn um sjálfsvíg frá æðri dýrum varðar höfrunginn Peter sem árið 1965 tók þátt í tilraun varðandi samskipti við mannskepnuna.

 

Meðan á tilraununum stóð bjó Peter saman með náttúrusagnfræðingnum Margret Howe Lovatt og tengdist henni nánum böndum. En eftir sex mánuði varð peningakassinn tómur og Peter var skilinn frá þessum mannlega vini sínum og fluttur til Miami.

 

Fáeinum vikum síðar lagðist hann á botn laugar sinnar og neitaði að draga andann.

 

Manneskjur geta ekki framið sjálfsvíg með því að halda niðri í sér andanum þar sem andardráttur er utan stjórnar okkar en hjá höfrungum er hann það ekki. Því er ekki hægt að svæfa höfrunga – en hins vegar geta þeir valið hvaða andardráttur verður þeirra síðasti.

 

Sjálfsfórn

Sjálfsfórn gerir sem mestan skaða

Þegar broddur býflugunnar rifnar af rofnar taugatenging við eiturkirtil og eitur dælist út í sárið

 

  • Ástæða: Verndun búsins

 

  • Aðferð: Eiturárás

 

Býflugur stinga til að verja sig og eru árásargjarnastar þegar þær upplifa hættu steðja að búi sínu og þar með drottningunni.

 

Hafir þú verið stunginn af býflugu þá veistu að broddurinn situr eftir fastur í húðinni. Það gerir hann vegna þess að hann er með svokallað agnhald. Þegar þú bregst við með því að strjúka býfluguna af rifnar broddurinn frá búknum sem drepur hana.

 

En sjálfsvígið kemur að góðum notum. Broddurinn er nefnilega með nokkra snjalla eiginleika sem er ætlað að gera eins mikinn skaða og mögulegt er.

 

Fyrir utan agnhaldið sem torveldar að fjarlægja broddinn, er sjálfur eiturkirtillinn búinn lítilli sjálfvirkri vöðvadælu sem heldur áfram að þrýsta eitri inn eftir göngum broddsins. Reyndar verður dæla þessi fyrst virk þegar hún rifnar frá býflugunni og taugatengingar rofna.

 

Utan á broddinum eru auk þess tveir beittir bíldar sem geta hreyfst fram og aftur. Þegar býflugan hefur stungið þrýsta þessir bíldar sér dýpra inn í húð þína. Þannig nær broddurinn að dæla sem mestu eitri inn í sárið.

 

Síðast en ekki síst rifna kirtlar út úr býflugunni ásamt broddinum. Kirtlarnir innihalda ilmefni sem laða að æsta félaga býflugunnar.

 

Mýtan

Nagdýr sagt fremja sjálfsvíg

Sögusagnir um sjálfsvíg læmingja dúkkuðu upp á 18. öld. Síðan blés Disney lífi í þjóðsöguna.

 

  • Ástæða: Engin

 

  • Aðferð: Slys/dráp

 

Samkvæmt lífseigri þjóðsögu fremja læmingjar sjálfsvíg með því að kasta sér fram af björgum í stórum hópum eða drekkja sér í ám og stöðuvötnum. Vissulega koma fram sérstaklega stórir árgangar þriðja til fjórða hvert ár sem valda því að læmingjar verða að leita á nýjar slóðir.

 

Þar sem læmingjar eru góðir á sundi þá er ekkert mál fyrir þá að stökkva út í vatnið, verði slíkt á vegi þeirra. Þeim er mun hættara þegar þeir nálgast byggð svæði, þar sem bílaumferð drepur þá í miklum mæli.

 

Hvernig þjóðsagan um sjálfsvíg læmingjanna er tilkomin er ekki vitað. En hún sótti aukinn styrk þegar starfsfólk hjá Disney ýtti læmingjum út í dauðann árið 1958 til að fá dramatísk myndskeið fyrir kvikmyndina White Wilderness.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

Shutterstock, © The John Lilly Estate

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.