Maðurinn

Vísindamenn rýna í líffræði sjálfsvígsins

Árlega taka um 800.000 manns eigið líf. En núna geta rannsóknir á heila og stækkun líffæra afhjúpað hverjir eru í mestri hættu og jafnvel komið í veg fyrir að manneskja svipti sig lífi.

BIRT: 17/08/2023

Á þeim tíma sem það tekur þig að linsjóða egg hafa sjö manneskjur framið sjálfsvíg einhvers staðar í heiminum.

 

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO svipta um 800.000 manns sig lífi á heimsvísu árlega. Þannig deyja fleiri af völdum sjálfsvíga heldur en samanlagt í stríðum, hryðjuverkaárásum og morðum.

 

Meðal ungmenna eru sjálfsvíg m.a.s. næstalgengasta dánarorsök og eru einungis umferðarslys ofar á listanum.

 

Sem betur fer hafa sérfræðingar á undanförnum 20 árum öðlast mun betri skilning á þeim félagslegu og líffræðilegu þáttum sem leiða til svo hörmulegrar ákvörðunar og sú þekking hefur leitt af sér fjölmörg ný verkefni til að geta sagt fyrir um sjálfsvíg.

 

Auk þess geta læknar einungis með því að kanna blóðsýni, heilarannsókn eða stækkun einstakra líffæra sýnt fram á hvort að tiltekinn sjúklingur eigi á hættu að taka sitt eigið líf til að grípa þannig inn í slíka örvæntingu í tæka tíð.

 

Þunglyndi leiðir til sjálfsvíga

Þegar manneskja fremur sjálfsvíg gerist það oft vegna þunglyndis eða annarra andlegra kvilla.

 

Bandarískar tölur sýna að 2/3 af öllum þeim sem fremja sjálfsvíg í BNA eru ýmist klínískt þunglyndir eða með geðhvarfasýki. Aðrar rannsóknir sýna að fimmtungur af þeim sem fara í gegnum lífið með ómeðhöndlað klínískt þunglyndi enda á því að svipta sig lífi.

Sjálfsvígstíðni er há á Norðurlöndum

Hverja fertugustu sekúndu deyr manneskja fyrir eigin hendi einhvers staðar í heiminum og þrátt fyrir að sjálfsvígstíðni á Norðurlöndum fari minnkandi taka um 10 – 55 manns á hverja 100.000 íbúa enn líf sitt á ári hverju.

 

  • Danmörk og Finnland voru upp úr 1990 meðal tíunda hluta af þjóðum heims, þar sem sjálfsvígstíðni var hvað hæst. Síðan þá hefur hún lækkað umtalsvert.

 

  • Grænland var bæði með og hefur enn það ömurlega heimsmet sem varðar fjölda sjálfsvíga. Eini ljósi punkturinn er að tíðnin fer minnkandi.

 

  • Ísland, Noregur og Svíþjóð hafa bæði fylgt þróun margra evrópskra landa og hefur sjálfsvígstíðnin helmingast á síðustu 20 árum.

Þessi mikla áhætta meðal þunglyndra hrapar hins vegar niður í 0,14% fái þeir læknismeðferð, t.d. í formi gleðipilla, þunglyndislyfja eða kvíðastillandi efna ásamt samtölum við sálfræðinga.

 

Því miður er margsinnis afar örðugt fyrir lækna að uppgötva hverjir hneigjast til að svipta sjálfa sig lífi.

 

Áströlsk rannsókn frá árinu 2019 sýnir t.d. að 60% þeirra sem síðar frömdu sjálfsvíg, höfðu áður neitað að hafa hugsanir um að taka eigið líf á mánuðunum fyrir andlát þeirra.

 

Því hafa sérfræðingar lengi leitað eftir nýjum verkfærum sem gætu hjálpað þeim að segja fyrir um slíka áhættu.

 

Hormón afhjúpa sjálfsvígshugmyndir

Eitt af þeim verkfærum sem vísindamenn horfa til er mæling á kortisóli í líkamanum. Það má gera með blóðprufu en jafnvel dugar munnvatnssýni til.

Samtöl við sálfræðinga afhjúpa ekki alltaf hvort manneskja sé hætt við að fremja sjálfsvíg. 60% þeirra sem gera það neita t.d. að hafa haft slíkar hugsanir á mánuðunum fyrir dauða þeirra.

Kortisól er boðefni og er eitt af stresshormónum líkamans. Það er alveg eðlilegt að magn kortisóls sé hátt til skemmri tíma, t.d. þegar erilsamt er í vinnunni eða félagslegar aðstæður okkar ótryggar. Meðan kórónaveiran geisaði og öllu var lokað greindu vísindamenn þannig aukið magn kortisóls hjá þeim sem voru félagslega einangraðir og einmana.

 

Nýrnahetturnar seyta hormóninu út sem fer um blóðrásina þar til það er fangað af margvíslegum frumum líkamans, m.a. í heilanum.

 

Ásamt adrenalíni er kortisól einn þáttur í „flýja-eða-berjast kerfi okkar“ – ósjálfráð viðbrögð sem undirbúa líkamann ýmist við að taka á flótta eða vera tilbúin að berjast í mögulega lífshættulegum aðstæðum. En ef hormónið er viðvarandi og lengi í blóðrásinni getur það dregið úr ónæmisviðbrögðum og aukið hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Hormónið getur þannig látið okkur líða illa, aukið kvíða og í versta falli valdið þunglyndi.

Streita afhjúpar sjálfsvígshugmyndir

Sérfræðingar leita ákaft eftir líffræðilegum vísbendingum sem geta sagt fyrir um sjálfsvígshugmyndir viðkomandi. Og nú hafa þeir fundið nokkra slíka lífvísa á mismunandi stöðum í streitukerfi líkamans.

1. Hormónaframleiðsla eykst

Hormónið CRH myndast í undirstúku heilans. Hjá fólki sem íhugar sjálfsvíg er CRH magnið afar mikið og örvar myndun kortisóls. Ásamt adrenalíni og nóradrenalíni er kortisól eitt af mikilvægustu stresshormónum líkamans.

2. Nýrnahettur stækka

Persónur sem hafa framið sjálfsvíg eru oft með stækkaðar nýrnahettur sem er til marks um aukna framleiðslu á kortisóli. Nýrnahettur eru óvenjulega stórar hjá þeim sem fremja sjálfsvíg með ofsafengnum hætti, t.d. með því að stökkva fram fyrir lest.

3. Streituhormón virka á taugar

Magn kortisóls í blóði getur bæði hafa aukist og minnkað hjá þeim sem reyna að fremja sjálfsvíg. Breytileikinn í kortisóli verkar á innbyrðis samskipti tauganna í gegnum boðefnið serótónín sem er m.a. notað í gleðipillur.

4. Sýking skemmir vefi

Streita getur valdið sýkingarástandi í líkamanum og dregur úr magni serótóníns sem hefur áhrif á geðslag. Þar sem serótónín er talið varna sýkingum getur álagið sett í gang eins konar vítahring.

5. Hormónagildrur takmarkaðar

Frumur líkamans eru búnar viðtaka sem kallast NR3C1, sem hjálpar til við að berjast gegn bólgusjúkdómum í líkamanum. Magn viðtaka getur verið minna hjá fólki með sjálfsvígshugsanir – sérstaklega ef það hefur orðið fyrir misnotkun í æsku.

Streita afhjúpar sjálfsvígshugmyndir

Sérfræðingar leita ákaft eftir líffræðilegum vísbendingum sem geta sagt fyrir um sjálfsvígshugmyndir viðkomandi. Og nú hafa þeir fundið nokkra slíka lífvísa á mismunandi stöðum í stresskerfi líkamans.

1. Hormónaframleiðsla eykst

Hormónið CRH myndast í undirstúku heilans. Hjá fólki sem íhugar sjálfsvíg er CRH magnið afar mikið og örvar myndun kortisóls. Ásamt adrenalíni og nóradrenalíni er kortisól eitt af mikilvægustu streituhormónum líkamans.

2. Nýrnahettur stækka

Persónur sem hafa framið sjálfsvíg eru oft með stækkaðar nýrnahettur sem er til marks um aukna framleiðslu á kortisóli. Nýrnahettur eru óvenjulega stórar hjá þeim sem fremja sjálfsvíg með ofsafengnum hætti, t.d. með því að stökkva fram fyrir lest.

3. Streituhormón virka á taugar

Magn kortisóls í blóði getur bæði hafa aukist og minnkað hjá þeim sem reyna að fremja sjálfsvíg. Breytileikinn í kortisóli verkar á innbyrðis samskipti tauganna í gegnum boðefnið serótónín sem er m.a. notað í gleðipillur.

4. Sýking skemmir vefi

Streita getur valdið sýkingarástandi í líkamanum og dregur úr magni serótóníns sem hefur áhrif á geðslag. Þar sem serótónín er talið varna sýkingum getur álagið sett í gang eins konar vítahring.

5. Hormónagildrur eru takmarkaðar

Frumur líkamans eru búnar viðtaka sem kallast NR3C1, sem hjálpar til við að berjast gegn bólgusjúkdómum í líkamanum. Magn viðtaka getur verið minna hjá fólki með sjálfsvígshugsanir – sérstaklega ef það hefur orðið fyrir misnotkun í æsku.

Áhersla fræðimanna á hlutverk kortisóls er komin frá rannsókn frá árinu 2018 þegar bandarískt teymi vísindamanna bar saman niðurstöður úr kortisólmagni sýna 220 yngri kvenna við spurningalista um streitu varðandi fjölskyldu, vinahóp og einnig í námi þeirra.

 

Spurningalistinn veitti í fyrstu vísbendingar um hver þeirra hafði velt sjálfsvígi fyrir sér og þegar niðurstöðurnar voru bornar saman við kortisólsýnin gátu vísindamennirnir í samanburðinum í raun bent á hverjar kvennanna væru í raun að íhuga sjálfsvíg.

 

Annað efni sem getur afhjúpað hættuna á sjálfsvígi er taugaboðefnið serótónín sem ber skilaboð milli taugafrumna í heilanum, sem og annars staðar í líkamanum.

 

Serótónín gegnir lykilhlutverki fyrir m.a. svefn okkar, meltingu, kynhvöt og ekki síst geðslag og hefur því verið efnisþáttur í gleðipillunni Prozac frá því um 1980.

 

Heilinn magnar upp þunglyndið

Prozac og álíka lyf bremsa náttúrulegt niðurbrot serótóníns í líkamanum. Þar með verður magn þess meira og sjúklingarnir glaðari í bragði.

 

Ein áskorunin felst þó í því að eftir langan tíma á gleðipillum fækkar viðtökum í frumum líkamans sem serótónín virkar á. Fyrir vikið minnka áhrif lyfsins. Þegar sjúklingurinn síðan hættir að taka pillurnar verður serótónín sem nær nú til færri viðtaka eðlilega of lágt og það getur leitt til kvíða og þunglyndis.

20% af þeim manneskjum sem þjást af ómeðhöndluðu þunglyndi enda með því að fremja sjálfsvíg.

Til að kanna hvort serótónín gegni einnig hlutverki varðandi hættu á sjálfsvígum rannsakaði teymi undir leiðsögn geðlæknisins Mariu A. Oquendo sem er prófessor  við Pennsylvaníuháskóla serótónínviðtaka í miðheila 100 sjúklinga sem glímdu við mikið og þrálátt þunglyndi.

 

Vísindamennirnir nýttu sér svonefnda jáeinda-skönnun til að rannsaka þéttni viðtakanna í heilanum.

 

Rannsóknin sýndi að sjúklingar með marga viðtaka hugsuðu oftar um sjálfsvíg. Auk þess voru þeir í meiri hættu til að raungera sjálfsvígstilraunir, þar sem 15 af þessum 100 sjúklingum reyndu það og tveimur tókst að svipta sig lífi.

 

En það eru til reiðu fleiri aðferðir þar sem rannsaka má heilann til að kanna hættuna á sjálfsvígi.

 

„Hryllingur“ afhjúpar áhættu

Teymi vísindamanna undir forystu geðlæknisins Marcel Adam Justs við Carnegie Mellon University sýndi árið 2018 að tiltekin orð leiða til mismunandi hugsanamynsturs hjá annars vegar þeim sem íhuga sjálfsvíg og hinna sem vísindamenn nefna neuro-normal. Þeir eru hér sem „venjulegur“ viðmiðunarhópur.

 

Vísindamennirnir létu 34 þátttakendur fara í fMRI-skanna sem sýnir virkni heilans í rauntíma, með því að mæla breytingar í blóðstreymi í stöðvum heilans. Þegar þátttakendur voru í skannanum áttu þeir að hugsa um sex mismunandi orð sem voru: dauði, hryllingur, vandamál, áhyggjulaus, góður og hrós.

Munur á heila bendir til hættu

Margir sem íhuga sjálfsvíg þvertaka fyrir slíkt þegar þeir tala t.d. við lækna eða sálfræðinga. En nú hefur gervigreind skoðað nánar heila manna og getur bent á hættuna.

Ógnir krefjast aðgerða

Orðin dauði, hryllingur, vandamál, áhyggjulaus, góður og hrós voru lesin upphátt fyrir 17 manns í mögulegri sjálfvígshættu og 17 svonefndra neuro-normal meðan þeir voru í mFRI-skanna. Hjá þeim 17 fyrrnefndu greindist mikil virkni í svæðum heilans sem tengjast hugsunum þar sem aðgerðir eru ákvarðaðar. Í kjölfarið gat algrím gervigreindar bent á 16 af þessum 17 sem voru að íhuga sjálfsvíg.

Önnur áhrif sömu orða

Þessi sömu sex orð örvuðu allt aðrar heilastöðvar hjá hinum 17 sem voru metnir neuro-normal. Hjá þeim voru það einkum svæði sem tengjast skilningi og greiningu þeirra orða sem sýndu meiri virkni. Þennan augljósa mun mætti mögulega nýta til að gervigreind geti unnið betur úr heilarannsóknum og bent á þær manneskjur sem þurfa á aðstoð að halda – jafnvel þó þær segist ekki þurfa hennar með.

Útkoman sýndi að 17 af þeim sem íhuguðu sjálfsvíg voru með aukna heilavirkni á svæðum sem tengjast hugmyndum um mögulegar athafnir.

 

Á hinn bóginn voru sömu heilasvæði nánast óvirk hjá þeim „venjulegu“ eða neuro-normal. Með hjálp gervigreindar gátu vísindamennirnir fundið þá sem íhuguðu sjálfsvíg með 90% öryggi.

 

Vísindamenn geta þó ekki rannsakað heilann í okkur öllum til að komast að því hvort hvert og eitt okkar sé í viðlíka áhættu. Sem betur fer geta lýðheilsurannsóknir aðstoðað á því sviði. Það var t.d. tilvikið með umfangsmikla rannsókn þar sem gögnum var safnað um 3.177.706 Svía árið 2001.

Heilarannsóknir geta sýnt hvort manneskju er hætt við að fremja sjálfsmorð – jafnvel þótt viðkomandi sýni engin merki þess að nokkuð bjáti á.

Þá sýndu vísindamenn undir forystu geðlæknisins Verity Fox við University College London m.a. að áhættan á sjálfsvígi eykst 6,74 falt hjá mönnum og 3,97 falt hjá konum hafi þau orðið fyrir áfallastreituröskun.

 

Slíkir andlegir kvillar stafa oft af miklu andlegu álagi, t.d. eftir að hafa mátt þola mikið ofbeldi og tengist því oft hermönnum og stríði en áfallastreituröskun má einnig sjá hjá fólki sem hefur lent t.d. í náttúruhamförum eða fengið að kenna á glæpum.

6,74 sinnum meiri áhætta fyrir mann með PTSD að fremja sjálfsvíg

Til að finna ástæðu þess hvers vegna þeim sem hafa orðið fyrir miklum áföllum og íhuga jafnframt sjálfsvíg, sé hættara við að láta af því verða, stóð teymi vísindamanna undir forystu klíníska sálfræðingsins Maggie Taylor Davis við Yale School of Medicine fyrir rannsókn á niðurstöðum jáeindaskanna á heilum viðkomandi.

 

Þær sýndu að þær manneskjur sem voru með áfallastreituröskun og íhuguðu jafnframt sjálfsvíg, sýndu aukið magn svokallaðra glútamat-viðtaka í heilanum. Viðmiðunarhópurinn var með mun minna gildi slíkra viðtaka í heilanum.

 

Rannsókn þessi sýnir þannig ekki aðeins hvernig fjöldi glútamat-viðtaka getur verið til vitnis um hverjir geti verið í mestri hættu á að svipta sjálfa sig lífi, heldur veitir sú vitneskja möguleika á að finna og þróa heppileg lyf til að hjálpa þeim sem þjást af svo stórfelldum áföllum.

 

Með þessum einkennum sem finna má í líkamanum, ásamt getu gervigreindar til að þefa uppi þá sem íhuga sjálfsvíg með greiningum á heilastarfseminni, þá má vonandi minnka þennan gríðarlega fjölda sjálfsvíga á heimsvísu – og ekki síst að tryggja rétta og tímanlega meðferð á öllum þeim sem eru í hættu.

Þarft þú á aðstoð að halda? Píeta samtökin.

Það er alltaf von. Hafðu samband við okkur í síma 552-2218 og við finnum lausnir með þér.

 

Þú ert ekki ein/n/eitt. Margir hafa fundið fyrir sömu tilfinningum og þú ert að upplifa núna en eru enn lifandi í dag. Það er í lagi að tala um sjálfsvígshugsanir. Sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaði eru ekki merki um veikleika heldur mikla vanlíðan og sálrænan sársauka.

 

Allir geta upplifað sjálfsvígshugsanir. Þú getur náð bata. Það er fólk sem getur hjálpað þér og er til staðar fyrir þig. Hafðu samband við okkur í Píeta núna.

 

Þú getur einnig haft samband við 1717 eða mætt á neyðarmóttöku geðsviðs. Ef þú ert í bráðri hættu, hafðu strax samband við 112.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

© Shutterstock & Lotte Fredslund, Shutterstock, Claus Lunau,

Spurningar og svör

Er ekki bara hægt að lyfta Títanic upp á yfirborðið?

Lifandi Saga

60 aðalsmenn drukknuðu í skít

Lifandi Saga

60 aðalsmenn drukknuðu í skít

Náttúran

Skógareldar geisa um gjörvallan hnöttinn

Náttúran

Skógareldar geisa um gjörvallan hnöttinn

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Alheimurinn

Slær öll met:  Brúnn dvergur er heitari en sólin

Lifandi Saga

Hve fjölmennir eru rússnesku minnihlutahóparnir í Austur-Evrópu?

NÝJASTA NÝTT

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Þannig kemstu í gegnum þrep sorgarinnar

Maðurinn

Þannig kemstu í gegnum þrep sorgarinnar

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Vinsælast

1

Lifandi Saga

60 aðalsmenn drukknuðu í skít

2

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

3

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

4

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

5

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

6

Spurningar og svör

Er ekki bara hægt að lyfta Títanic upp á yfirborðið?

1

Lifandi Saga

60 aðalsmenn drukknuðu í skít

2

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

3

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

4

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

5

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

6

Spurningar og svör

Er ekki bara hægt að lyfta Títanic upp á yfirborðið?

Menning

Vit og vitleysa: Þökk sé stjörnuspekinni-nei fræðinni

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Býflugur: Sjö hlutir sem þú ættir að vita um mikilvægustu dýr heims 

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

Maðurinn

Hvað veldur dauðastjarfa?

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Maðurinn

Hver er sneggsti vöði líkamans?

Maðurinn

Karlhormón styttir ævina

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

Tækni

140.000 veirur hafa fundist í þarmaflórunni

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Með radarmælingum hafa fornleifafræðingar fundið nokkur leynd rými í Sahura-pýramídanum.

Menning og saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is