Maðurinn

Er botnlanginn í raun óþarfur?

Vísindamenn hafa löngum velt vöngum yfir botnlanganum og margir álíta hann vera leifar frá fortíðinni. En fær það staðist að botnlanginn gegni í raun engu hlutverki?

BIRT: 05/02/2024

 

Hvað er botnlanginn?

Botnlanginn er um það bil 5-10 cm löng tota á þörmunum. Hann tengist inn í botnristilinn sem er fyrsti hluti digurgirnis. Vísindamenn hafa löngum undrað sig á tilvist hans og margir eru þeirrar skoðunar að um sé að ræða leifar úr fortíðinni, sem misst hafi hagnýtan tilgang sinn.

 

Rannsóknir leiddu svo í ljós fyrir nokkrum árum að botnlanginn kann að hafa áhrif á þróun ónæmiskerfisins, einkum í fóstrum.

 

Botnlangann er að finna á fyrsta hluta digurgirnisins og líkt og heitið gefur til kynna tengist hann botnristlinum.

Botnlanginn gagnast þarmagerlum

Nýlegar bandarískar rannsóknir gefa nú til kynna að botnlanginn kunni að gegna hlutverki öruggs afdreps fyrir þarmagerla sem gagnast okkur við að melta fæðuna og koma í veg fyrir að skaðlegar örverur dreifi sér.

 

Gerlarnir mynda slímkennt lag, svonefnda sýklaskán, á innra yfirborði botnlangans og virðast gagnast ónæmiskerfinu á virkan hátt með því að mynda þessa sýklaskán og viðhalda henni. Sýklaskán uppgötvaðist aðeins fyrir skemmstu í þörmunum og í ljós hefur komið að langstærstan hluta hennar er einmitt að finna í botnlanganum.

 

Vísindamenn telja að gerlar í botnlanganum geti losað sig við þarmaflóruna í meltingarveginum og endurmyndað nýja flóru þegar þarmarnir hafa hreinsast út í kjölfarið á matareitrun.

 

Með auknu hreinlæti, líkt og viðgengst í mörgum löndum í dag, hefur hlutverk botnlangans orðið sífellt minna og fyrir vikið spjarar nútímafólk sig flest mætavel án hans.

LESTU EINNIG

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is