Maðurinn

Er hægt að mæla sársauka?

Er hægt að mæla hve mikinn sársauka maður skynjar? Af hverju þola sumir meiri sársauka en aðrir?

BIRT: 25/10/2024

Það er hægt að mæla viðbrögð líkamans við sársauka, t.d. púlsinn en ekki sjálfa skynjun sársaukans.

 

Skynjun okkar á sársauka ræðst nefnilega í samspili líkamlegra, sálrænna og félagslegra þátta. Sársaukinn er alltaf einstaklingsbundinn, mismunandi eftir aðstæðum og því ógerlegt að mæla hann eins og t.d. kólesteról í blóði.

 

Læknar segja að sársauki sé „það sem sjúklingurinn segir að hann sé“. Þeir geta einungis reynt að skapa sér mynd af sársaukanum með því að láta sjúklinginn lýsa annars vegar óþægindunum og hins vegar hve ákafur sársaukinn sé.

 

Sjúklingurinn getur t.d. verið beðinn að ákvarða sársaukastigið á kvarðanum 1-10.

Lýsingu sjúklingsins geta læknarnir síðan borið saman við mælingar á þeim líkamlegu þáttum sem unnt er að mæla, svo sem hækkuðum púlsi eða aukinni virkni í tilteknum heilastöðvum.

 

Stofnunin „Center for Sensory-Motor Interaction“ við Álaborgarháskóla í Danmörku er einn þeirra staða þar sem sársauki er mældur í rannsóknaskyni.

 

Þar eru tilraunaþátttakendur látnir undirgangast stungur, rafstuð, kulda og hita og skráð hvenær þeir skynja áhrifin og hvenær sársaukinn verður óbærilegur. Hið síðarnefnda kallast sársaukaþröskuldur og hann er reyndar mælanlegur – t.d. liggur hann við 45°C hita.

 

Í sársaukarannsóknastofunni er líka reynt að afhjúpa sársaukaáhrif ákveðinna sjúkdóma, svo sem krabbameins, mígrenis og kviðverkja. Markmiðið er að þróa nákvæmari aðferðir til verkjastillingar þegar þessir sjúkdómar eru annars vegar.

 

Hvers vegna sumt fólk er viðkvæmara fyrir sársauka en annað er talið eiga sér ýmsar skýringar.

 

Lítil virkni, skortur á sjálfstrausti, kvíði og streita hafa neikvæð áhrif á skynjun okkar á sársauka. Nýjar rannsóknir sýna að konur og karlar bregðast ekki eins við sársauka og bæði er mat kynjanna og viðbrögð mismunandi.

 

Konur í rannsókninni skynjuðu ákafari sársauka en karlarnir en þær áttu á hinn bóginn mun auðveldara með að bregðast við en karlarnir.

 

Sumir vísindamenn telja að skýringuna á þessari mismunandi sársaukaupplifun kynjanna sé að finna í hormónamun milli þeirra.

 

 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig gátu riddarar í brynju farið á klóið?

Maðurinn

Ofurörvuð börn læra minna

Alheimurinn

Ráðgátan um dularfullu geimhringana

Maðurinn

8 vísindalegar ástæður þess að þú lyktar

Náttúran

Snjáldurmýs ganga á eigin heila

Náttúran

Háhyrningar réðust á bát og beittu áður óséðri aðferð

Tækni

Lítil kjarnarafhlaða heldur símanum gangandi í 50 ár

Læknisfræði

Kvefast ég frekar ef ég fer út með blautt hár?

Náttúran

Súrefni: Hvað er súrefni – og er hægt að fá of mikið af því?

Náttúran

Nú gætum við fundið leynilegar tímavélar alheimsins

Maðurinn

Heilasérfræðingar: Ástin og vináttan verðlauna heilann

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is