Maðurinn

Er hægt að vera eikynhneigður?

Eru til einstaklingar sem eru eikynhneigðir alla ævi og hafa aldrei laðast kynferðislega að annari manneskju?

BIRT: 21/09/2022

Eikynhneigðir (asexual) eru ekkert fyrir kynlíf og laðast hvorki að körlum né konum.

 

Samkvæmt enskri rannsókn með meira en 18.000 þátttakendum er u.þ.b. eitt prósent okkar eikynhneigð. Þátttakendur rannsóknarinnar voru m.a. spurð um kynferðislegar langanir, fjölda bólfélaga og tíðni kynlífsathafna. Ef þáttakendur svöruðu því að þeir hefðu aldrei laðast kynferðislega að neinum voru þeir flokkaðir sem eikynhneigðir.

 

Af 195 eikynhneigðum einstaklingum voru 70 % konur.

 

Þó svo eikynhneigðir væru sjaldnar í langtímasamböndum voru meira en 30 % gift eða í sambúð.

70 % eikynhneigðra voru konur. Og þrátt fyrir enga löngun til kynlífs voru 30% eikynhneigðra í föstu sambandi.

Eikynhneigðir geta að sjálfsögðu laðast að öðrum á rómantískan hátt án þess að vilja stunda kynlíf með þeim. Og jafnvel þótt þeir hafi ekki áhuga, stunda sumir samt kynlíf, t.d. til að eignast börn.

 

Örvhent fólk frekar eikynhneigt

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að eikynhneigðir eru ekki eins heilsuhraustir og að eikynhneigðar konur fóru á blæðingar seinna en kynhneigðar konur.

 

Önnur rannsókn hefur sýnt að þú ert 2,5 sinnum líklegri til að vera eikynhneigður ef þú ert örvhentur.

 

Eikynhneigð er frábrugðið kynlífsröskunum eins og HSDD (Hypoactive Sexual Desire Disorder) , þar sem fólk þjáist af skorti á kynhvöt. Eikynhneigðir hafa yfirleitt ekki áhyggjur af skorti á kynhvöt, þar sem það er bara eðlilegur hluti af því hverjir þeir eru.

 

Er hægt að verða eikynhneigður með tímanum?

Jafnvel þótt þú hafir áður laðast að annarri manneskju kynferðislega gætirðu orðið eikynhneigður síðar á ævinni.

LESTU EINNIG

Eikynhneigð er ekki óbreytanlegt ástand og á sama hátt og sumt gagnkynhneigt fólk getur laðast að einstaklingi af sama kyni – eða öfugt – getur eikynhneigð líka komið fram einhvern tímann á æviskeiðinu. Þú getur því verið eikynhneigð einhvern tíma í lífi þínu án þess að vera þannig til frambúðar.

Skortur á kynhvöt þarf ekki að þýða að þú sért að verða eikynhneigð.

Eikynhneigð er ekki það sama og að upplifa áhugaleysi í nánum samskiptum við makann. Skortur á kynkvöt getur stafað af ýmsum ástæðum og lítill áhugi á að stunda kynlíf með makanum þýðir ekki endilega að þú sért að verða eikynhneigð. Það gæti til dæmis hugsast að þú viljir stunda kynlíf með öðrum og laðast ekki lengur að maka þínum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JONAS MELDAL

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is