Maðurinn

Hversu margar gerðir af kynhneigð eru þekktar?

Hér áður fyrr var einkum talað um þrjár gerðir af kynhneigð, þ.e. gagnkynhneigð, samkynhneigð og tvíkynhneigð. Nú á dögum hefur gerðunum heldur betur fjölgað og stöðugt bætast fleiri við.

BIRT: 15/09/2022

HVAÐ ER KYNHNEIGÐ?

Kynhneigð er breitt hugtak sem á ekki aðeins við um kynlíf og aðlöðun, heldur einnig ást, nánd og sambönd við aðra einstaklinga.

 

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, styðst við þessa skilgreiningu á kynhneigð:

 

„Kjarni þess að vera mennskur er að leggja stund á kynlíf, kynvitund og -hlutverk, kynhneigð, ástarhneigð, nautn, nánd og fjölgun. Kynhneigð upplifum við og látum í ljós með hugsunum, órum, óskum, sannfæringum, viðhorfum, gerðum, hefðum, hlutverkum og samskiptum. Þó svo hins vegar að kynhneigð geti falið í sér alla þessa þætti er ekki svo að við skynjum né látum í ljós alla þeirra. Kynhneigð verður fyrir áhrifum af víxlverkun milli líffræðilegra, sálrænna, félagslegra, efnahagslegra, stjórnmálalegra, menningarlegra, lagalegra, sögulegra, trúarlegra og andlegra þátta.“

HVERSU MARGAR KYNHVATIR FYRIRFINNAST?

Einkar torvelt er að útbúa tæmandi yfirlit yfir allar gerðir kynhneigðar sökum þess að kynhneigð er afar persónuleg og einstaklingsbundin tilfinning.

 

Í raun réttri nægir að einhver einn lýsi sínu kynferðislega dálæti á nýjan hátt og þá hefur bæst við ný kynhneigð. Á sama hátt fjölgar stöðugt hugtökum sem tákna ólíka kynhneigð jafnframt því sem við verðum meðvitaðri um málefnið.

 

Hér að neðan er að finna yfirlit yfir 86 meira eða minna viðurkenndar gerðir kynhneigðar. Orðin á listanum birtast á ensku með lauslegri íslensku þýðingu í sviga fyrir aftan *:

 

  • Abnosexuality (sveiflukynhneigð)

 

  • Abrosexuality (skiptikynhneigð)

 

  • Aceflux (kynleysishneigð)

 

  • Aegosexuality (vanþátttökuhneigð)

 

  • Aequesexuality (kynlífslöngunarhneigð)

 

  • Agynosexuality (kvenleikaskortshneigð)

 

  • Akoisexuality (vanendurgjaldshneigð)

 

  • Alloromantic (alástarhneigð)

 

  • Allosexuality (alkynhneigð)

 

  • Amorplatonic (ástarandleg hneigð)

 

  • Ambisexuality (tvíræð kynhneigð)

 

  • Androbisexuality (karlmennskutvíkynhneigð)

 

  • Androflexible (karlmennskusveifluhneigð)

 

  • Androgynosexuality (tvíkynjakynhneigð)

 

  • Androsexuality (karlahneigð)

 

  • Antrosexuality (vankynhneigð)

 

  • Apothisexuality (kynlífsstundunaróbeitarhneigð)

 

  • Aromantic (ástleysishneigð)

 

  • Asexuality (eikynhneigð)

 

  • Auto romantic (sjálfskynhneigð)

 

  • Autosexuality (sjálfskynlífshneigð)

 

  • Avansexuality (kynseginhneigð)

 

  • Bicurious (tvíáhugahneigð)

 

  • Biromantic (tvíástarhneigð)

 

  • Bisexuality (tvíkynhneigð)

 

  • Bi+sexuality (tví+kynhneigð)

 

  • Casssexuality (áhugaleysiskynhneigð)

 

  • Ceasesexuality (tímabundin kynhneigð)

 

  • Coeosexuality (fyrstaskiptiskynhneigð)

 

  • Cupidosexuality (líkamleg kynhneigð)

 

  • Cupiosexuality (ástarhneigðarskortur)

 

  • Ceterosexuality (kynseginsleysishneigð)

 

  • Demi romantic (tilfinningaástarhneigð)

 

  • Demisexuality (tilfinningakynhneigð)

 

  • Femmesexuality (kvenleikakynhneigð)

 

  • Fictosexuality (ímyndunarveruhneigð)

 

  • Finsexuality (kveneðliskynhneigð)

 

  • Flexisexuality (sveigjanleg kynhneigð)

 

  • Fraysexuality (ókunnugrakynhneigð)

 

  • Gay (hýr)

 

  • Graysexuality (grá einkynhneigð)

 

  • Grayromantic (líttástarhneigð)

 

  • Gynesexuality/gynosexuality (kvenkynhneigð)

 

  • Heteromantic (gagnástarhneigð)

 

  • Heterosexuality (gagnkynhneigð)

 

  • Homo romantic (samástarhneigð)

 

  • Homosexuality (samkynhneigð)

 

  • Iculasexuality (kynlífshneigð)

 

  • Kalossexuality (vanlöngunarhneigð)

 

  • Lamvanosexuality (eiginkynhneigð)

 

  • Lesbian (lesbíukynhneigð)

 

  • Libidoist asexuality (sjálfsfróunarhneigð)

 

  • Limnosexuality (myndörvunarhneigð)

 

  • Lithosexuality (einstefnukynhneigð)

 

  • Masexuality (alkarlahneigð)

 

  • Mascusexuality (karlmennskukynhneigð)

 

  • Minsexuality (karleðliskynhneigð)

 

  • Monosexuality (einkynhneigð)

 

  • Multisexuality (margkynjahneigð)

 

  • Mutosexuality (snöggbreytikynhneigð)

 

  • Narysexuality (kynseginhrifningarhneigð)

 

  • Neusexuality (kynlausrahneigð)

 

  • Ninsexuality (alkynseginhneigð)

 

  • Nonlibidoist asexuality (kynhvatalausrahneigð)

 

  • Novosexuality (breytikynhneigð)

 

  • Omnisexuality (allrakynjahneigð)

 

  • Onesexuality (einsrekkjunautarhneigð)

 

  • Pansexuality (pankynhneigð)

 

  • Panromantic (panástarhneigð)

 

  • Penultisexuality (undanskilin samkynhneigð)

 

  • Polysexuality (fjölkynhneigð)

 

  • Pomosexuality (kynhneigðarleysi)

 

  • Proculsexuality (vonleysiskynhneigð)

 

  • Queer (hinseginhneigð)

 

  • Sanssexuality (handahófs kynhneigð)

 

  • Sapiosexuality (greindarkynhneigð)

 

  • Sex-averse (kynlífsfráhverfuhneigð)

 

  • Sex-favorable (kynlífsáhugahneigð)

 

  • Sex-indifferent (kynlífstómlætishneigð)

 

  • Sex-repulsed (kynlífsóbeitarhneigð)

 

  • Skoliosexuality (kynskiptingahneigð)

 

  • Spectrasexuality (fjölkynjahneigð)

 

  • Taosexuality (árukynhneigð)

 

  • Zygosexuality (margfélagakynhneigð)

 

Yfirlitið þetta er samsett úr ýmsum heimildum, m.a. Medical News Today, Healthline, Unite og Webmd.

 

Hér að neðan gefst kostur á að lesa sér til um nokkrar ólíkar gerðir kynhneigðar.

GAGNKYNHNEIGÐ

Gagnkynhneigðir laðast að fólki sem tilheyrir öðru kyni en þeir sjálfir gera. Sé um að ræða gagnkynhneigðan karlmann, laðast hann með öðrum orðum að konum.

 

Sama máli gegnir um einstakling sem er fæddur með kvenleg kyneinkenni og verið úrskurðaður sem stúlkubarn við fæðingu en líður líkt og viðkomandi sé karlmaður. Ef sá hinn sami laðast að konum, telst hann einnig vera gagnkynhneigður.

LESTU EINNIG

Drengur sem er fæddur sem karlmaður og er gagnkynhneigður kallast „sís-het“ karl, sökum þess að hann er bæði sís-kynja, þ.e. hann upplifir sig sem karl í samræmi við strákslegt útlitið og er gagnkynhneigður sem er algengasta kyn- og kynhneigðareinkennið.

SAMKYNHNEIGÐ

Samkynhneigðir laðast að fólki sem tilheyrir sama kyni og þeir sjálfir heyra til. Ef kona laðast kynferðislega að annarri konu er hún því samkynhneigð.

 

Sama máli gegnir um fólk með hvaða önnur kyneinkenni. Ef það laðast að öðrum einstaklingum sem teljast tilheyra sama kyni og það sjálft, telst það vera samkynhneigt.

Víðs vegar um heiminn eru haldnar svokallaðar gleðigöngur ár hvert þar sem margbreytileikanum er fagnað og einblínt er á LGBTQ-heiminn og réttindi þeirra sem auðkenna sig innan hans. Hér gefur að líta mynd úr slíkri göngu í New York árið 2015.

Skilgreiningin verður flóknari ef kynsegin einstaklingur er samkynhneigður þar sem hin almenna skilgreining á hugtakinu samkynhneigð vísar til hefðbundnu kynjanna tveggja.

 

Hvort kynsegin einstaklingur lítur á sig sem samkynhneigðan getur verið breytilegt frá einum til annars og einnig eftir tímabilum, allt eftir því hvaða augum einstaklingurinn lítur sjálfan sig og hverjum hann laðast að.

TVÍKYNHNEIGÐ

Tvíkynhneigð merkir að einstaklingurinn laðist að báðum kynjum, yfirleitt er þá átt við karla og konur.

 

Í seinni tíð hefur hugtakið „tvíkynhneigð“ þó einnig verið notað sem safnheiti yfir ólíkar kynhneigðir sem ekki einvörðungu tengjast einu tilteknu kyni.

Bandaríski aðgerðasinninn Michael Page hannaði fána tvíkynhneigðra árið 1998 til þess að tvíkynhneigðir öðluðust betri sess í LGBT-heiminum.

Tvíkynhneigð er fyrir vikið nátengd öðrum kynhneigðum sem fela í sér einstaklinga sem laðast að báðum kynjum eða þá eru það á ólíkum tímabilum, svo sem eins og pankynhneigð, allrakynhvöt eða fjölkynhneigð.

 

Margir tvíkynhneigðir telja það í hvaða mæli þeir laðast að ólíkum kynjum vera breytilegt frá einni persónu til annarrar. Þá telja þeir enn fremur að þetta sé háð ólíkum tímabilum í lífi þeirra og/eða sérlegum aðstæðum.

KYNLEYSISHNEIGÐ (ASEXUALITY)

Þeir sem teljast vera haldnir kynleysishneigð hafa enga eða litla löngun til að stunda kynlíf með öðrum, óháð kyni þeirra.

Fulltrúar kynleysishneigðra í gleðigöngunni í Kanada árið 2017.

Þessir einstaklingar geta þó engu að síður borið heitar tilfinningar í garð maka, átt í ástarsambandi eða stundað kynlíf.

 

Sumir þeirra sem aðhyllast kynleysishneigð fá fullnægju af sjálfsfróun á meðan aðrir fá stöku sinnum löngun í kynlíf. Þeir sem finna aldrei fyrir slíkri löngun teljast enga kynhvöt hafa.

PANKYNHNEIGÐ

Með pankynhneigð er átt við einstaklinga sem laðast að öllum kyneinkennum eða í raun, öllu fólki, óháð kyneinkennum þess.

TILFINNINGAKYNHNEIGÐ (DEMISEXUALITY)

Með hugtakinu tilfinningakynhneigð er átt við þá sem laðast fyrst kynferðislega að öðrum einstaklingi eftir að hafa bundist honum tilfinningaböndum.

ALKYNHNEIGÐ (ALLOSEXUALITY)

Þeir sem samsama sig við alkynhneigð laðast reglulega að öðru fólki kynferðislega. Þetta er með öðrum orðum andstætt við það að vera með kynleysishneigð og langflestir eru með svokallaða alkynhneigð.

KVENEÐLISKYNHNEIGÐ (FINSEXUALITY)

Þeir sem eru með kveneðlishneigð laðast ekki að öðru kyninu umfram hinu, heldur að fólki sem er kvenlegt.

 

Þetta táknar að þeir sem eru með kveneðlishneigð laðast að kvenlegum einstaklingum, hvort heldur þeir kunna að vera fæddir sem konur, kvenlegir karlar, kynsegin verur eða transkonur.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

Shutterstock,

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.