Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Sagt er að franska drottningin María Antonía, betur þekkt sem Marie-Antoinette, hafi orðið hvíthærð kvöldið áður en hún var hálshöggin árið 1793. Er þetta yfirleitt hægt?

BIRT: 14/07/2024

María Antonía drottning og fleiri einstaklingar eru sögð hafa orðið hvíthærð nóttina fyrir aftöku þeirra.

 

Öllum sögunum fylgir að hárliturinn hafi breyst í skyndingu vegna gríðarlegs sálræns áfalls sem fólkið varð fyrir.

 

Kynhárin urðu hvít

Í einstaka tilvikum var það ekki aðeins hárið á höfðinu sem varð hvítt, en í grein einni frá árinu 1902 er því lýst í breska læknablaðinu British Medical Journal að ung kona hafi orðið fyrir því að kynhár hennar urðu hvít daginn eftir að hún varð vitni að morði á annarri konu.

 

Vandinn við þessar sögur er sá að eini hlutinn af hári sem er lifandi er rótin, en hana er að finna ofan í hársverðinum. Sjálft hárstráið, sem er dautt, er hins vegar fullt af litarefni.

 

Litur hárs getur fyrir vikið einungis breyst úr rótinni, jafnframt því sem hárið vex, og slíkt tekur ekki aðeins eina nótt, heldur margar vikur eða jafnvel mánuði.

 

Hársræturnar tæmast af litarefni

Eftir því sem aldurinn færist yfir okkur fara hársræturnar að framleiða minna af litarefni og hárið verður sífellt ljósara.

1. Liturinn blandast í hársrótunum

 

Í hársrótunum er að finna litfrumur, svokallaðar sortufrumur, sem framleiða litarefnið melanín. Til eru nokkrar gerðir af litarefninu og það er samsetning þeirra sem ræður hárlitnum.

2. Liturinn vex út með hárinu

 

Hársræturnar flytja litarefnið í sjálft hárstráið á meðan það vex. Hárstráið samanstendur að öðru leyti einungis af litlausa próteininu keratíni og án mélaníns úr hársrótunum myndi hárið vera með öllu litlaust.

 

3. Litaforðinn klárast

 

Þegar aldurinn færist yfir okkur missa litfrumurnar í hársrótunum virkni sína og hárstráin fá í sig minna af melaníni. Hárið missir fyrir vikið lit sinn, allt þar til melanínframleiðslan hættir alveg og hárið verður hvítt.

Þeir sem eru með blettaskalla (alopecia areata) geta þó orðið fyrir því að hárliturinn breytist örar en ella. Sjúkdómurinn veldur truflunum í ónæmiskerfi líkamans, sem leiðir til þess að hann losar sig við hluta af sér, einkum hárin.

Myndin t.h. er tekin sex mánuðum eftir að sjúklingurinn fékk blettaskallakast.

Ekki er vitað hvað veldur, en sjúkdómurinn leggst einkum á hár með litarefnum í. Stór hluti af því hári dettur af og þetta getur gerst á örfáum klukkustundum. Niðurstaðan verður miklu þynnra hár, sem að sama skapi er langtum ljósara en ella.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórnin

© Claus Lunau. © Heritage Images/Getty Images

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Eðlisfræðingar afnema hlutlægan raunveruleika 

Lifandi Saga

Af hverju vill Indland heita Bharat?

Lifandi Saga

Hve mikið af gulli fannst í gullæðinu?

Alheimurinn

Með þvergöngu Venusar var hægt að mæla sólkerfið

Lifandi Saga

Uppreisn Castros velti einræðisherranum úr sessi

Lifandi Saga

Ástæðan fyrir falli Tróju

Alheimurinn

Dálítill fróðleikur um eitt helsta afrek mannsandans 

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is