Heilsa

Ný rannsókn: Einfaldur daglegur vani gæti lengt lífið um 11 ár

Stór rannsókn sýnir hugsanlega fram á hina einföldu leið til lengri lífs – sér í lagi fyrir þá sem hreyfa sig ekki mikið.

BIRT: 23/11/2024

Það hljómar ótrúlega einfalt en ný rannsókn frá Griffith háskólanum í Ástralíu sýna að leyndarmálið að löngu og heilbrigðu lífi gæti verið einfaldlega verið að fara daglega í gönguferð.

 

Rannsóknin sýnir að jafnvel hófleg ganga – í stað mikillar hreyfingar eða strangrar megrunar – getur bætt árum við lífið.

 

Að sögn áströlsku vísindamannanna hefur ganga verið vanmetin þegar kemur að forvörnum gegn lífsstílssjúkdómum.

 

„Niðurstöður okkar benda til þess að hreyfing gefi umtalsvert meiri heilsufarslegan ávinning en áður var gert ráð fyrir,“ segir í niðurstöðu rannsóknarinnar.

 

Hvert skref skiptir máli

Vísindamennirnir greindu gögn úr bandarískum þýðisrannsóknum og þróuðu líkan sem sýndi hvernig regluleg hreyfing getur lengt líftímann verulega.

 

Niðurstöður þeirra gáfu til kynna að fullorðnir sem ganga í klukkutíma á dag á hóflegum hraða, 4,8 km/klst., geti búist við því að lifa þremur árum lengur.

 

Áhrifin eru enn mikilvægari fyrir þá sem hreyfa sig lítið.

 

Þeir geta lengt líftíma sinn um allt að sex ár með góðum göngutúr daglega.

 

Ef þú hreyfir þig ekki mikið en ert til í að breyta um lífsstíl og taka svolítið á þér gæti tveggja tíma gönguferð daglega gæti hugsanlega bætt allt að 11 árum í viðbót við líf þitt.

 

„Fólkið sem hreyfir sig minnst gæti fengið mestan ávinning af hreyfingunni,“ segja vísindamennirnir í niðurstöðum rannsóknarinnar.

Ný rannsókn sýnir að þú getur náð sama árangri með mun minni áreynslu ef þú notar ákveðna gerð æfinga.

Rannsóknin getur ekki staðfest með fullkominni vissu um orsök og afleiðingu þar sem hún er byggð á athugunargögnum.

 

Hins vegar taka vísindamennirnir fram að jafnvel litlar daglegar breytingar á líkamlegri virkni geta haft mikinn heilsufarslegan ávinning.

 

Lítil líkamleg virkni tengist oft aukinni hættu á hjartasjúkdómum og ótímabærum dauða.

 

Vísindamennirnir sem unnu rannsóknina, sem birt eru í British Journal of Sports Medicine, hvetja því fólk til að líta á göngu sem áhrifaríka og aðgengilega leið til lengri lífs.

 

Heilbrigður lífsstíll krefst auðvitað líka annarra þátta eins og holls mataræðis og andlegrar heilsu.

Ástralskir vísindamenn hafa þróað aðferð til að efla sundgetu jafnt veikburða sem öflugra sáðfrumna. Það kemur milljónum barnlausra til hjálpar.

HÖFUNDUR: Af Simon Clemmensen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is