Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Aðalsmaðurinn Montagu Parker er á höttunum eftir helsta fjársjóði biblíunnar – og hann veit hvar beri að leita. Hann vogar sér að grafa undir helgustu stöðum Jerúsalems en á eftir að sjá eftir því.

BIRT: 03/12/2022

Tíminn er alveg á þrotum fyrir Montagu Parker. Í bráðum tvö ár hefur leiðangur hans grafið í Jerúsalem og brátt rennur opinbert leyfi út. Rétt eins og í kvikmyndinni um Indiana Jones hefur þessi breski aðalsmaður verið að leita að sáttmálsörkinni og gullfjársjóði Salómons konungs en fram til þessa hafa einungis nokkur pottabrot dúkkað upp.

 

Í örvæntingu reynir Parker að finna aðra staði til að grafa upp og fær augastað á Hvelfingu klettsins (e. Dome of the Rock). Á toppi musterishæðarinnar sendir gyllt hvolfþakið á einum helgasta stað Islam ljósblik yfir núverandi uppgröft Parkers.

 

Bretinn tekur örlagaríka ákvörðun. Hann mútar hinum ósmanska landsstjóra borgarinnar og varðmanni helgidómsins og fær fyrir vikið leyfi til að grafa með mikilli leynd.

Í Jerúsalem eyddu Montagu Parker og teymi hans af svokölluðum fornleifafræðingum dögum saman í skemmtiferðir á ösnum.

Þann 3. apríl 1911 halda Parker og félagar hans glaðir í bragði að Hvelfingu klettsins – alls óvitandi að ráðagerð hans mun ekki einungis hafa alvarlegar afleiðingar fyrir leiðangurinn, heldur munu Jerúsalembúar fá stæka óbeit á fornleifafræðingum um ókomna tíð.

 

Eton-drengur í fjársjóðsleit

Montagu Parker kom í heiminn árið 1878. Hann var næst elsti sonur jarlsins af Morley og rétt eins og faðir hans var hann sjálfur sendur á hinn æruverðuga heimavistarskóla Eton College. Þar skráði hinn 18 ára Parker sig, rétt eins og fjölmargir aðrir aristókratar, í breska herinn og sigldi til S-Afríku þar sem hann tók þátt í síðara búastríðinu (1899 – 1902).

 

Blóðsúthellingarnar þar höfðu varanleg áhrif á þennan unga lautinant sem að stríði loknu var greindur með taugaveiklun (mögulega PTSD, áfallastreituröskun).

 

Árið 1905 lést faðir hans og hinn 27 ára gamli aðalsmaður varð að skera niður útgjöldin. Mestur hluti arfsins féll í hlut stóra bróður hans en Parker þurfti að vinna fyrir sér í stjórnstöðvum hersins. Árið 1908 tók líf hans óvænta stefnu. Eftir að hafa hitt finnskan mann var Parker nú búinn að finna sér markmið í lífinu.

Hinn finnski Valter Henrik Juvelius (t.v.) var með háskólagráðu í heimspeki og hafði brennandi áhuga á sögu Biblíunnar um Móse. Hann kom með þá hugmynd að leita að sáttmálsörkinum.

Finninn Valter Juvelius var landslagsmálari, skáld og heimspekingur. Eftir rannsóknir sínar á biblíunni taldi Juvelius sig hafa uppgötvað leynilegan kóða sem sýndi hvar fjársjóði Salómons konungs væri að finna.

 

Þessi leynilegi staður hafði ekki einungis að geyma gríðarlegt ríkidæmi í formi gulls og eðalsteina, heldur einnig sjálfa sáttmálsörkina. Samkvæmt Gamla testamentinu er í þessari víðfrægu kistu að finna steintöfluna með boðorðunum tíu sem Guð færði Móses á sínum tíma. Sáttmálsörkin er sögð búa yfir miklum töfrakröftum.

 

Þegar Parker hitti Juvelius var Finninn í leit að auðugum fjárfesti til að fjármagna leiðangur til Jerúsalem og ekki leið á löngu þar til Parker vildi taka þátt í þessu ævintýri.

Samkvæmt Gamla testamentinu er sáttmálsörkin heilagur hlutur þar sem Guð mun opinbera sig og tala til þjóðar sinnar.

Parker og tveir aðrir breskir ferðafélagar lögðu fram heil 30.000 pund – um 400 milljón núvirtar krónur – sem var nóg til að tryggja Parker sem foringja leiðangursins.

 

Mútur ryðja brautina

Í fyrstu ferðinni heimsótti Parker Konstantínóbel. Í þessari höfuðborg ósmanska ríkisins átti hann að sækja um leyfi til að grafa nærri musterishæðinni, þar sem er að finna helgidóma þriggja trúarbragða: Grátmúr gyðinganna, múslimsku moskvuna Al Aqsa og Hvelfingu klettsins, ásamt sjálfri hæðinni þar sem kristnir telja að endurkoma Jesús muni eiga sér stað.

 

Í nóvember 1908 mútaði Parker ríkisstjórninni með 1.291 bresku pundi (tæplega 20 milljónir) samkvæmt bókhaldi leiðangursins.

 

Þegar Parker yfirgaf Konstantínóbel hafði hann ekki aðeins fengið leyfi til að grafa upp fornleifar, heldur einnig opinberan túlk og umsjónarmann sem nefndist Hagob Makasdar. Þessi ósmanski embættismaður átti að fylgjast með þeim í Jerúsalem.

 

Eigið fé leiðangursins var brátt að þrotum og finna þurfti nýja fjárfesta. Parker notaði sambönd sín og ferðir til að leita ásjár hjá breskum aðalsmönnum og bandarískum fjárfestum.

Vesír í fjármálaráðuneytinu, Yusuf Ziya Pasha, gerði samning við Montagu Parker.

Ósmanar kröfðust helmings af fengnum

Þegar Parker og félagar hans sóttu um leyfi til að grafa í Jerúsalem var þessi helga borg hluti af Ósmanaríkinu. En það hrikti í grunnstoðum veldisins sem var margklofið og skuldum hlaðið. Bylting sumarið 1908 hafði dregið úr völdum soldánsins og þvingað í gegn lýðræðislegri stjórnarhætti.

 

Í nóvember sama ár hljómuðu loforð Parkers um gull og gersemar dásamlega í eyrum Ósmana. Fjármálaráðherrann Yusuf Ziya Pasha var fullur áhuga því uppgröfturinn myndi ekki kosta ráðamenn eina krónu og ávinningurinn gæti reynst gríðarlegur. Brátt fór orðrómur á kreik meðal stjórnmálamanna í Istanbúl: Fjársjóður Parkers gæti verið 100 milljón punda virði – um 1.300 milljarðar í núvirtum krónum.

 

Yusuf Ziya Pasha samþykkti þess vegna viðskipti við Parker og fjárfesta hans: Hann gaf leyfi fyrir fornleifauppgrefti undir musterishæðinni gegn loforði Parkers um að ósmanski ríkiskassinn myndi hljóta helming af verðmætum í sinn hlut.

Þegar fjármagnið var á sínum stað safnaði Parker saman æði skrautlegu teymi: Leiðangurinn samanstóð af þremur enskum herramönnum, finnska heimspekingnum Juvelius, sænskum viðskiptajöfri og skipstjóra sem hafði eitt sinn siglt um Kongófljót. Auk þess var þar að finna ástralskan stórbónda, frægan enskan krikketspilara ásamt svissneskum manni sem sagðist búa yfir yfirnáttúrulegum kröftum.

 

Leiðangurinn gat þannig ekki stært sig af raunverulegum fornleifafræðingum en það stafaði af ótta Parkers við að þeir myndu hindra hann eða breiða út einhverjar annarlegar sögusagnir.

 

Um borð í skútunni sigldi þessi sundurleiti hópur í júní 1909 til Landsins helga. Leiðangur Parkers lagði að bryggju í borginni Jaffa, þar sem Parker átti stefnumót við ósmanskan embættismann.

 

Borgin var hins vegar í sóttkví vegna bólusóttar og leiðangurinn varð því að halda til á skútunni enn eina nótt.

 

Daginn eftir tókst þeim þó að narra embættismanninn um borð og halda honum þar innilokuðum þangað til embættismaðurinn var orðinn svo sjóveikur að hann veitti þeim leyfi til að ganga á land.

 

Frá Jaffa fór leiðangurinn áfram með lest til Jerúsalem og skráði sig þar inn á eitt dýrasta hótel borgarinnar, Fast Hotel. Þar slóst ósmanski umsjónarmaðurinn Makasdar með í hópinn.

 

Hann var strax látinn hefja störf og tókst að fá yfirvöld til að sölsa undir sig um 11.000 m2 í hlíðum Musterishæðarinnar. Þar þurfti að rífa niður mörg hús. Nú gat leiðangurinn hafist handa við uppgröftinn.

 

Parker leitar að leynigöngum

Samkvæmt Juvelius var sáttmálsörkin grafin undir Musterishæðinni en leiðangurinn hafði ekki leyfi til að grafa á toppi hennar milli helgu staðanna.

 

Þess í stað hugðist Parker nálgast fjársjóðinn neðan frá. Leiðangurinn ætlaði að nýta sér ævaforn göng á suðurhlið Musterishæðarinnar sem höfðu áratugum áður verið kortlögð. Hann hugðist síðan halda áfram að grafa þar sem göngin enduðu.

 

Næstum 200 staðarbúar voru ráðnir til að vinna þetta erfiða starf og dæla stöðugt fersku lofti inn í göngin. Í skini kertaljósa erfiðuðu verkamennirnir allan sólarhringinn.

Hinir brotnu steinar voru hífðir upp á yfirborðið og fluttir á brott í körfum.

Slíkt vinnuálag var mikilvægara fyrir Parker heldur en öryggi verkamannanna. Göngin voru því fyllt af verkamönnum sem þurftu að troða sér fram hjá hver öðrum og feta litla planka yfir djúpar holur.

 

Meðan verkamennirnir strituðu nutu Parker og aðrir leiðangursmeðlimir lífsins. Þeir léku m.a. krikket og skutu á appelsínur með rifflum sér til gamans. Borgarstjóri Jerúsalem ásamt ósmönskum landstjóra borgarinnar og fjölmörgum háttsettum embættismönnum buðu þeim til skiptis til málsverðar – með þeirri dapurlegu niðurstöðu að þeim var brátt ljóst að hér var ekki um að ræða eiginlega fornleifafræðinga.

 

Embættismennirnir kröfðust nú þess að sjá skjöl um fyrri uppgröft þeirra og lögðu mikla áherslu á að fá menntaða fornleifafræðinga í leiðangurinn. Parker leysti þennan vanda með því að ráða franska fornleifafræðinginn og munkinn föður Louis Hugues Vincent. Frakkanum var síðan bannað að tjá sig um nokkuð um uppgröftinn áður en Parker væri búinn að samþykkja það.

Leiðangur Parkers gróf undir suðurhlið Musterisfjallsins í þeirri von að finna fjársjóð frá tímum Biblíunnar.

Eftir eins árs uppgröft í Jerúsalem var Parker ekkert kominn nær fjársjóðnum en hann varð samt að halda áfram að múta valdamönnum. Landstjórinn, borgarstjórinn og æðstu menn stjórnsýslunnar vildu allir fá borgun undir borðið – og það reyndist dýrt. Einkum vegna þess að embættismönnum var jafnan skipt út vegna þess óróa sem ríkti í ósmannaveldinu.

 

Í hvert sinn sem nýr maður fékk stöðu þurfti Parker að heimsækja eftirmann hans með umslag fullt af peningum.

 

Ofan í þetta kom að hinn finnski Juvelius sem kvaðst vita um staðsetningu fjársjóðsins, var nú farinn heim sjúkur af malaríu.

 

Parker gafst þó ekki upp við þetta mótstreymi. Árið 1910 kom og leið meðan sífellt minnkaði í buddu leiðangursins. Fyrir vikið þurftu Parker og aðrir þátttakendur að taka lán til að halda verkinu áfram.

Smám saman grófu vinnumenn Parkers göng undir musterishæðina. En þeir fundu hvorki fjársjóð né sáttmálsörkina.

Parker fór nú að fyllast örvæntingu. Grípa þurfti nú til afdrifaríkari bragða. Með síðustu peningum leiðangursins hætti hann öllu til og bauð yfirvöldum myndarlegar mútur.

 

Landstjórinn, lögreglustjórinn og varðmaður musterishæðarinnar sneru blinda auganu að þessum gjörningum. Juvelius hafði staðhæft að sáttmálsörkina væri að finna undir Hvelfingu klettsins en þar sem Finninn var ekki lengur staddur í Jerúsalem þurfti Parker að treysta á dulargáfur svissneska leiðangursmannsins. Sá lagði til að grafa bæri niður í gegnum gólf Hvelfingarinnar.

 

Snemma í apríl 1911 hófst þessi háleynilegi uppgröftur.

 

Staðnir að verki

Það mátti enginn vita að Parker væri nú að grafa á sjálfri Musterishæðinni þar sem sagt var að Abraham hafi reynt að fórna syni sínum til guðs og hvaðan spámaðurinn Múhameð samkvæmt múslimum fór til himna.

Musterisfjallið séð úr suðri með al-Aqsa moskuna í forgrunni og Gullna hvelfinguna í klettinum í bakgrunni. Heilagasti staður gyðinga, Grátmúrinn, er hluti af vesturveggnum sem umlykur Hvelfingu klettsins.

Nokkrir sérvaldir verkamenn strituðu nú nætur á góðum launum. Þegar það kvöldaði voru hliðin að Hvelfingu klettsins læst og lögreglan í Jerúsalem stóð vaktina. Smygla þurfti því öllum verkfærum og fela þau í læstum skápum á daginn. Allur uppgröftur var jafnframt fjarlægður frá svæðinu.

 

Í níu nætur hélt þessu fram meðan Parker hafði valið versta hugsanlega tíma: Í apríl 1911 sköruðust helstu hátíðar allra þriggja trúarbragðanna á sama tíma: Páskar kristinna manna, Pesach gyðinga og Nabi musa palestínsku múslimanna. Göturnar voru því sneisafullar af pílagrímum.

 

Hávaðinn frá þessum fjölmörgu gestum og hátíðarhöldurum varð til þess að þann 12. apríl yfirgaf húsvörður Hvelfingarinnar heimili sitt til þess að koma á ró í helgidóminum.

 

Þegar hann kom seint um kvöld, uppgötvaði hann hins vegar að menn voru að bera sekki fulla af jarðvegi út. Þegar hann krafðist skýringa var honum hótað lífláti. Skelfingu lostinn flúði hann meðan hann hrópaði til allra um þessi helgispjöll.

 

Íbúar Jerúsalem flykktust út á göturnar til að heyra hvað væri í gangi.

Árið 2007 mótmæltu Palestínumenn enn á ný fornleifauppgrefti nærri Al-Aqsa moskunni á musterishæðinni.

Jerúsalem hatar ennþá fornleifafræðinga

Parker er hreint ekki sá eini sem hefur fengið að kenna á reiði Jerúsalembúa. Eins og aðrir fornleifafræðingar átti hann þátt í að grafa undan trausti manna á vísindamönnum vopnuðum hökum og skóflum.

 

Gyðingar brjálast

Hinn franski Louis Félicien de Saulcy gróf upp árið 1863 svæði sem kallast Konungagröfin. Þar uppgötvaði hann steinkistu sem var með drottningu gyðinga og tók hann hana út úr þessari fornu gröf. Þessi meðferð reitti gyðinga í Jerúsalem til svo mikillar reiði að de Saulcy varð að flýja.

 

Múslimar mótmæla

Undir lok sjöunda áratugs síðustu aldar tóku ísraelskir fornleifafræðingar að grafa undir Al-Aqsa moskunni á musterishæðinni. Palestínumenn mótmæltu þessum yfirgangi á helgidómi þeirra hástöfum og staðhæfðu að markmið uppgraftarins hafi verið að veikja undurstöðu moskunnar. Ísraelar staðhæfðu að fornleifasvæðið væri minnst 70 metrar frá Al-Aqsa.

 

Megi fornleifafræðingar drepast

Til að forðast meiri deilur bannaði ísraelska ríkisstjórnin árið 1981 allan uppgröft á fornleifum á grafarsvæðum. Því miður fyrir fornleifafræðinginn Yigal Shiloh var hann í miðri rannsókn á musterishæðinni og þessi nýja löggjöf leiddi strax til mótmæla. Götubardagar brutust út, grjóti var kastað og mólótov-kokteilum meðan að æstur skarinn hrópaði: „Megi fornleifafræðingar deyja!“

Meðan Parker og menn hans hlupu í gegnum Jerúsalem var borgin full af brjáluðum mönnum sem leituðu að þessum óforskömmuðu gullgröfurum. Bretunum tókst þó að komast í öryggið á hótelinu.

 

Flóttinn frá Jerúsalem

Næsta dag voru um 2.000 múslimar fyrir framan dómshúsið og hótuðu því að skjóta Azmi Bey landstjóra og myrða aðra meðlimi breska leiðangursins. Landstjórinn reyndi í örvæntingu að róa mannskapinn með því að lofa að rannsóknarnefnd yrði strax sett á laggirnar.

 

Landstjórinn lét handtaka Khalil sheik, verndara Musterishæðarinnar, ásamt tveimur sonum hans og ósmanska túlkinum Makasdar – að hluta til þurfti landstjórinn á blóraböggli að halda en einnig til að koma í veg fyrir að þeir yrðu teknir af lífi á staðnum.

 

Lögreglan bjargaði Khalil á síðustu stundu. Fólksfjöldinn hafði umkringt hann og þegar skorið skegg hans af og var við það að hengja hann.

Jerúsalem hafði verið hluti Ottómanaveldisins frá 16. öld og öryggisvarslan var í höndum tyrkneskra hermanna.

Með miklum hraði pökkuðu Parker og aðrir leiðangursmenn saman föggum sínum og þann 18. apríl læddust þeir út úr borginni og stefndu til Jaffa. Þaðan hugðust þeir flýja í skútunni. En ósmönsk yfirvöld biðu þeirra á bryggjunni.

 

Orðrómur um Parker hafði nú borist út um allt og samkvæmt honum hafði Bretinn ekki aðeins fundið fjársjóð Salómons heldur einnig sjálfa sáttmálsörkina. Því var leitað gaumgæfilega í farangrinum en fyrir utan nokkur forn pottabrot var þar ekkert verðmætt að finna.

 

Ósmanar vildu þó ekki leyfa þeim að fara út í skútuna og halda á brott frá Konstantínóbel án leyfis. Og meðan leiðangursmenn biðu fékk Bretinn eina hugmynd: Hann bauð tollstjóranum og helstu broddborgurum Jaffa í hádegisverð í skútunni – en sagði að það þyrfti dálítinn tíma til að undirbúa málsverðinn.

 

Parker og félagar hans fengu þannig leyfi til að halda um borð og þeir settu strax upp segl og flúðu úr höfninni.

 

Sagan um flóttann barst um heim allan. Þann 7. maí 1911 skrifaði The New York Times t.d.: „Hafa Bretar fundið sáttmálsörkina?“ En leiðangurinn yfirgaf Landið helga tómhentur.

 

Parker komst fyrst í álnir árið 1951 þegar eldri bróðir hans lést og Montagu varð 5. jarl af Morley.

Lestu meira um uppgröft Montagu Parkers

Graham Addison: Raiders of the Hidden Ark – The story of the Parker expedition to Jerusalem, Edgcumbe Press, 2021.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jónas Terney Arason

© Public domain,© City of David,© James Tissot,© Harris & Ewing & National Photo Company Collection,© Jerusalem Underground, Cox, 1911,© AMERICAN COLONY,© Jerusalem Underground, Cox, 1911,© Godot13,© Awad Awad/AFP/Ritzau Scanpix,© AMERICAN COLONY,

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

3

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

4

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

3

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

4

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Risaeðlubeinagrindin ,,Apex” seldist fyrir 44,6 milljónir dollara eða sem svarar 6,2 milljörðum króna.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is